Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1930, Page 72

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1930, Page 72
550 Meiri háttar hrakningasaga. [Stefnir verið í Japan? Þekkírðu nokkurn Japana hér í Bandaríkjunum?“ Malakovitch þagnaði og góndi á fangavörðinn, eins og hann skildi ekki eitt orð. Fangavörð- urinn klappaði þá á herðarnar á honum og gekk út. Skömmu síðar var fullur mað- ur settur inn til hans. Rann þó furðu fljótt af honum, svo að hann varð málhress, og þó að undarlegt mætti virðast, dró hann upp viskýflösku og bauð Malakovitch að súpa á. Gerði hann það. Losnaði nú um tungu- bandið á Malakovitch, og trúði hann þessum manni fyrir því, að hann væri í þeim erindagerð- um, að hjálpa Japönum að laum- ast inn í landið. Hefði hann pen- inga til þess frá Þjóðverja ein- um. En hann hefði eytt pening- unum í ýmislegt svall, og því hefði hann komist í þessi vand- ræði. Skömmu síðar kom svo fanga- vörðurinn og sagði honum, að nú væru komnar skipanir um hann frá Washington. Var svo farið með hann til annarar borgar. Þar var „æfisagan" skrifuð vandlega og síðan var hann látinn bíða þar í rúmu fangelsi all-langan tíma. Leið honum ágætlega og var hinn ánægðasti. Hann spilaði á spil við Mexíkó-búa, sem voru þar í haldi ásamt honum. Loks var honum svo tilkynnt, að nú ætti að flytja hann í sérstakri lest til útflytjendastöðvarinnar Ellisey við New York. Hugsaði hann gott eitt til þess að ferðast upp á stjórnarinnar kostnað. Rauða lestin. Næsta kvöld var farið með Malakovitch og ýmsa fleiri á járnbrautarstöðina. Eftir ofur- litla stund rann hin fræga „rauða lest“ inn á stöðina. Malakovitch var troðið inn í einn vagninn í skyndi, og í sama bili rann lest- in af stað. Þessi lest fór einu sinni á viku yfir þvert landið og smalaði sam- an alls konar lýð, sem þjóðin þurfti að losna við. Þarna voru þrír stórir vagnar fullir af þessU hyski. Þar yoru útlendingar, sem istolist höfðu inn í landið, eða dæmdir voru úr landi fyrir glæpi. Þarna voru menn af vitlausra- spítölum, sem rjettara þótti að senda heim á sína sveit, og yfir- leitt samsafn af öllu því lakasta, sem til er af mannfólki á þessari jörð. Lestin stanzaði á nokkrum stöðum og alltaf urðu þrengslin meiri og meiri. Þrisvar á dag var föngunum færð kjötkássa og

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.