Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1930, Blaðsíða 70
MEIRI HATTAR HRAKNINGASAGA
LANDLAUSI MAÐURINN.
Inngangur.
Þó að saga sú, sem hér fer á
eftir, sé lygileg, hefir það þó
sannast með opinberum gögnum,
að hún er dagsönn frá upphafi
til enda.
Hún byrjaði árið 1921. Yfir-
völdin í Bandaríkjunum gengu
þá berserksgang í því, að snefla
uppi útlendinga, sem ekki höfðu
fengið leyfi til innflutnings, og
flytja þá heim „á sína sveit“, ef
svo mætti að orði kveða. Á þessu
fékk ungur maður einn, N. C.
Roberts, að kenna. Hann var
Bandaríkjamaður í húð og hár,
og lenti í æfintýri þessu út úr
æði litlu.
Svo var mál með vexti, að Ro-
berts hafði verið atvinnulaus um
tíma og var á nokkurs konar
flakki. Átti hann hvergi heima í
svip og fór því kvöld eitt og
lagðist til svefns í farangurs-
A'agni, sem enginn hafði gætur
á. Vaknar hann eftir dálitla
stund við það, að lögregluþjónn
stendur yfir honum og segir hon-
um, að hann sé hér í óleyfi, og
verði að koma með sér á lög-
reglustöðina. Þetta var nálægt
landamærum Mexíkó.
Roberts fannst þetta hálf-gam-
an, og vildi auk þess gjarnan
sleppa við yfirheyrslu, svo að
hann tekur það til bragðs, að
þykjast ekki skilja ensku. Hann
glápir því á lögregluþjóninn eins
bjánalega og hann getur og
steinþegir. Þegar lögregluþjónn-
inn fer að sýna á sér óþolinmæð-
ismerki, stamar Roberts: „Mig
ekk kunn enska“.
Lögregluþjónninn svaraði með
því að setja hann í handjárn og
fara með hann í svartholið.
Skömmu síðar var hann svo
dreginn fyrir dómara. Lögreglu-
þjónninn sagði, að þetta væri út-
lendingur, sem hann hefði fund-