Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1930, Side 51
Stefnir]
Flugsamgöngur í heiminum.
529
þá er sennilegt, að þessir stjórn-
málaörðugleikar verði sigraðir á
næstu árum. Þess má geta, að í
ráði er, að halda þessari loft-
leið áfram frá Indlandi til Ást-
ralíu. Auk Englendinga vinna
Frakkar og Hollendingar af
kappi að því, að gera þessa flug-
leið færa, því að þeir eiga einn-
ig mikilla hagsmuna að gæta þar
eystra, Frakkar í Indó-Kína og
Hollendingar á eyjunum miklu.
Til þess að ljúka við þessa
mynd af flugleiðunum um jörð-
ina, má geta þess, að ráðgerðar
eru flugleiðir um Afríku. Eru það
einkum þau lönd, sem nýlendur
eiga í Afríku, sem hafa mikinn
hug á, að koma fljótum samgöng-
um heiman að út til nýlendn-
anna. Englendingar eru að und-
irbúa afar mikla flugleið frá
Egiptalandi til Suður-Afríku, um
austurströndina. Frakkar hafa
um mörg ár haldið uppi flug-
ferðum til Algier og Marokkó.
En nú hafa þeir í hyggju, að
halda þessari flugleið áfram
þvert yfir Afríku til Madagask-
ar.
Loks skal hér farið nokkrum
Qrðum um spurninguna: „Flug-
vél eða loftskip?" Þýzka loft-
skipið „Graf Zeppelin" hefir nú,
eins og kunnugt er, farið hvað
eftir annað yfir Atlanzhafið. Ár-
ið 1929 fór það sína frægu ferð
umhverfis hnöttinn. Og yfirleitt
hefir það sýnt, að það er mjög
vel fært til ferðalaga. Nýlega
hafa og komið fregnir af ferð-
um enska loftskipsins R 101 til
Kanada og heim aftur.* Af þessu
mætti ef til vill ráða, að loft-
skip stæði, að minnsta kosti í
svipinn, talsvert framar flugvél-
um, og að því væri réttara að
miða allan undirbúning á lang-
leiðunum við það, að loftskip
annaðist ferðirnar í stað flug-
véla. En þess ber að gæta, að
þessar ferðir loftskipanna eru
að svo komnu ekkert annað en
einstök afrek. Loftskip eru líka
engu síður en flugvélar, háð
veðri, einkum er þau fara af
stað og lenda. Þau eru eklci líkt
því eins fljót í förum og flug-
vélar. Þau fara um 100 km. á
móts við 175 km., sem nýjustu
flugvélar fara. Og loks er á það
að líta, hve geysilega mikill
stofnkostnaður loftskipanna er,
en það hefir auðvitað mikil á-
hrif á það, hvort fyrirtækið get-
* Þetta er ritað nokkuð löngu áfiur
en R 101 klekktÍBt á í Frakklandi.
(Ritstj.).
34