Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1930, Page 63
Stefuir]
,,Vélamenning“.
541
Allt þetta sjá menn. En þeir
vilja ekki kannast við, að þetta
sé sú eðlilega rás viðburðanna, sú
eðlilega leið þróunarinnar. Um
tíma kenndu menn stríðinu um
allt. En það nær engri átt. Stríðið
er nú löngu um garð gengið, en
þessi þróun heldur áfram.
Hún heldur áfram óskeikul og
viss eins og sjávarfall. Trúaðir
menn óttast um trúarbrögðin og
siðferðið. Andans menn gamla
tímans tala um andleysi vélamenn-
ingarinnar og efnishyggju henn-
ar. En hún heldur áfram. Hún er
búin að búa til handa okkur nýj-
an heim til þess að búa í. Það
er bara um að gera hvort við
setjumst þar að með góðu eða
illu. —
Sannleikurinn er sá, að mann-
kynið stendur nú frammi fyrir
einni stærstu breyting allra alda,
breyting, sem ekki hefir átt sinn
líka síðan menn hættu veiðistörf-
um og gerðust ráðsettir akur-
yrkjumenn. Breytingarnar hafa
orðið í öllu því ytra, en trúar-
og siðferðishugmyndirnar eru æf-
inlega seinastar á sér og þær
hafa því orðið allar götur aftur
úr. Líkamir okkar lifa í nýja
heiminum. En andinn streytist á
móti því, að láta draga sig inn í
nýja húsið. Vélarnar eru nýjar,
en margar af stofnunum vorum
eru frá miðöldunum. í þessum
rammaríg getur tilveran ekki ver-
ið lengi. Það verður að hrökkva
eða stökkva.
Menning vor er öll upp runnin
í sveitalofti og smábæjum. Hve
lengi lifir hún í þys stórborgar-
innar? Hve lengi stenzt hún stór-
skotahríð vélanna og raunvísind-
anna köldu? Trú vor og lífsskoð-
un er mótuð af mönnum, sem
ræktuðu jörðina, voru háðir veðri
og öðru jafn óvissu, mönnum, sem
gátu horft til fjalla og upp í
heiðan stjörnuhimininn, mönnum,
sem gátu vonast eftir óvæntri
hjálp eins og þeir urðu fyrir ó-
höppum. Vér siglum hraðbyri
burt frá þessu öllu. Vér erum ekki
háð veðri í verksmiðjubæjunum,
heldur skipulagi og vélum. Vér
sjáum ekki fjöll og heiðan him-
in, heldur hagskýrslur og raf-
magnsljós. Stefnt er að því, að
nema burt óvænt slys og óhöpp,
en með þeim fer líka vonin um
óvænta hjálp. Það er ekki bless-
un eða óblessun í neinu búi fram-
ar. Allt er fast og víst, kalt en
öruggt og vér viljum ekki hafa
það öðruvísi. Það er ekki hægt að
reka banka eða önnur stórfyrir-