Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1930, Side 73
Stefnir]
Meiri háttar hrakningasaga.
551
fjórar brauðsneiðar. Hávaðinn í
vagninum var ógurlegur, því að
sumir linntu ekki á orgum og ó-
hljóðum. Brutu þeir rúður og
gáfu mönnum pústra mikla, en
varðmennirn'r sýndust lítið skifta
sér af þessu og létu allt eiga sig.
Þegar kom í nánd við New York,
var þó óróinn orðinn svo mikill,
að sérstök lögreglumannasveit
var sett í lestina.
Þegar til Elliseyjar kom, var
öllum hleypt saman við fólk, er
beið úrskurðar um, hvort það
fengi inngöngu í Bandaríkin eða
ekki, og fólk, sem var verið að
vísa úr landi. Staðurinn var all-
ur hinn andstyggilegasti og lík-
aði Malakovitch það í fyrstu á-
gætlega. Þar stal hver af öðrum
og gerði það honum ekkert til,
því að ekkert var af honum að
hafa. En þarna var ráðvant fólk,
sem fékk heldur smjörþefinn af
vistinni í nýja landinu. Malako-
vitch fékk föt gefins hjá góð-
gerðafélagi einu, því að föt hans
héngu ekki lengur saman. Datt
honum nú í hug, að hann skyldi
reyna að fá fregnir frá Ung-
verjalandi, og gaf sig því á tal
við Ungverja, er eitthvað kunnu
í ensku. Gáfu þeir honum heldur
en ekki ófagra lýsing á „heimar
landinu". Þar væri allt á ringul-
reið. Morð og rán voru daglegt
brauð og fjöldi manns dó úr
hungri. Hann sá, að Ungverja-
land myndi vera eitthvert óálit-
legasta heimkynni, sem hugsast
gæti. Hvarf hann því alveg frá
þeirri ætlun, að ferðast ókeypis
yfir hafið, ‘enda virtist nú nóg
komið af þessu gámni. Hann
fékk því að tala við yfirmann, og
sagði honum hreinskilnislega alla
söguna.
En nú brá undarlega við. Þeg-
ar yfirmaðurinn hafði hlýtt á
hann í nolckrar mínútur, skipaði
hann honum að halda sér saman
'og lét umsvifalaust fara með
hann í gæsluna aftur. Og þegar
hann hélt áfram að kvabba um
að fá að tala við yfix;mennina, var
hann tekinn og settur í strang-
ara varðhald.
Malakovitch hættir aS lítast
á blikuna.
Malakovitch fór nú að verða
alvarlega hræddur. Hann hætti
alveg að tala málblending þann,
sem hann hafði notað, og talaði
ensku, hreina ensku og það eins
liðugt og hann gat. Hann sagði
öllum frá háttum sínum og hög-
um, en ekkert stoðaði. Það var
eins og allir hefði tekið sig sam-
an um, að trúa honum ekki.