Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 66
Bænarskrár og umræður ...
Undirskrift Jónasar Hallgrímssonar úr þrem bœnarskrám, Árnason, G. (þ.e. Gísli) Jóhannes-
son.5
Þarna er nafn Jónasar Hallgríms-
sonar. Hann skrifar einnig undir
tvær aðrar bænarskrár sem Jón Sig-
urðsson var með um þessar mundir.
Önnur var um „þjóðskóla" á íslandi,
dagsett annan dag maímánaðar
1845, og undirskrifuð af 24
mönnum,*’ hin var um breytingar á
„Alþingistilskipuninni", dagsett
mánudaginn í 4. viku sumars 1845
sem var 19. maí, undir hana skrifa
17 menn nöfn sín og Jónas þeirra
síðastur.' Jónas dó að morgni 26.
maí eftir fjögurra daga legu á sjúkra-
húsi. Hann hefir því að líkindum
skrifað undir þetta skjal einn síðasta
daginn sem liann var á ferli.
Auk þessarar bænarskrár kandí-
data og stúdenta voru lagðar fram á
þinginu bænarskrár úr 15 sýslum
landsins, úr sumum þeirra fleiri en
ein, 27 samtals með 2.236 undir-
skriftum. Engin barst frá Reykjavík
og nokkrum sýslum. Flestar fjalla
þær urn að vérslunin verði gefin
frjáls eða sem frjálsust. Nokkrar eru
samhljóða, en allar hafa þær ein-
hver einkenni er oftast lýsa sérhags-
munum einstakra byggðarlaga. Að
lokinni kynningu bænarskránna
kaus þingið fimm manna nefnd til
þess að fjalla nánar um málið.K
Kraftur manndómsins
— ráðdeild ellinnar
Á 25. fundi Alþingis þann I. ágúst
lagði þingforseti fram álitsskjal
þessarar fimm manna nefndar.
Framsögumaður, Jón Sigurðsson,
las það upp. Segir þar m.a. að
nefndin sé á einu máli um það að
ísland njóti eigi svo mikils verslun-
arfrelsis sem réttur þess standi til og
velferð þess útheimti. Það sé sann-
færing nefndarinnar að þau réttindi
sem landið hafi haft frá fornu fari og
konungur viðurkennt, samrýmist
ekki því að verslun sé bundin og
takmörkuð „... að öðru leiti enn góð
regla og nytsemd landsins sjálfs út-
heimtir." Þá segja nefndarmenn að
þeim þyki auðsætt að verslunar-
hættir þeir sem í gildi væru stæðu í
vegi fyrir framförum í landinu, von
3c&f/
, y/nt/S.
um Þjóðskólann dags. 2. maí I845,
'JrZ'
% •Ascsr-JUtTT' .
um uerslunurlrclsi dags l.í. mai I845,
62 SAGNIR