Sagnir - 01.04.1988, Síða 27

Sagnir - 01.04.1988, Síða 27
íhaldssemi: Böl eða blessun? ástæða til þess að taka upp nýjung- ar sem ef til vill gátu leitt til verri lífs- afkomu. Það er ekki ætlunin að halda því fram, að einokunin hafi gert nokkuð til þess að örva framfarir. En ég er á þeirri skoðun að of mikið sé gert úr þætti hennar í stöðnuninni. Það verður að hafa það í huga að kyrr- staða var eðlilegt ástand í gömlu bændasamfélögunum. Breytingar gátu kallað á óþarfa áhættu og rask- að stöðugleika í samfélaginu. Það þjónaði hvorki hagsmunun færey- skra né íslenskra bænda að fisk- veiðar ykjust á 17., 18. og fram á 19. öld, þar sem þeir gátu tryggt lífs- framfæri sitt með landbúnaði. Það er þvi ekki hægt að bera alla sök á hægum framförum á einokunina þó svo að hún hafi vafalaust ekki ýtt undir hugarfarsbreytingu né örvað framfarir. N-Noregur: Lifað af sjónum Allt frá því á 13. öld skiptu fiskveið- ar verulegu máli hjá íbúum N- Noregs. Fiskurinn var eina verslun- arvaran og jafnframt aðal lifibrauð- >ð. Það gat verið mjög óheppilegt því að verð var ekki stöðugt. Þegar verðbólga tók að herja á Evrópu, í kjölfar innstreymis góðmálma frá nýja heiminum á 16. öld, olli það meiri verðhækkunum á kornvöru en fiskverði. Þetta varð þess valdandi að það þrengdist í búi hjá fiski- mönnurn í N-Noregi þar sem verð á mnfluttri matvöru varð hlutfallslega hærra en á helstu útflutningsvör- unni.Ui Meðal þess sem hafði áhrif á verð á fiskafurðum var aukið framboð, asamt breyttum neysluvenjum vegna s>ðaskiptanna, þ.e.a.s. fólk hætti að neyta fisks á föstunni. Auk þess má nefna Giffins-þverstæðuna sem fel- Ur > sér, að ef undirstöðufæðan (t.d. korn) hækkar í verði umfram kaup- mátt þá hefur neytandinn ekki leng- Ur efni á að kaupa mat sem er dýrari (í þessu tilfelli fisk). Þannig leiddi hækkað verð á korni til aukinnar neyslu á því, meðan fiskneysla ðróst saman á 16. öld.17 hað er Ijóst að Norðlendingar Lítið mátti út af bregða til þess að íiskimenn- irnir í N-Noregi fceru á vonarvöi voru mjög háðir því að stöðugleiki héldist og fiskmarkaðurinn væri opinn. Það er því ekki undarlegt þótt sorfið hafi að á 17. öld þegar hall- æri tók einnig að herja á íbúa N- Noregs. Það er Ijóst að í N-Noregi gætti líka erlendra áhrifa á lífskjör fólksins. Fiskimennirnir í N-Noregi þurftu, eins og starfsbræður þeirra á Nýfundnalandi, að treysta á fiskinn og að kaupmenn sæu þeim fyrir öðrum nauðsynjum. íslendingar voru betur settir að því leyti að þeir fengu mikið af sinni næringu úr landbúnaðinum og þurftu því meira en aflabrest eina vertíð til þess að fólk dræpist unnvörpum úr hungri. Að auki hafði bændastéttin á íslandi séð til þess að fiskveiðar væru aðeins aukabúgrein en ekki aðalatvinna. Kaupmennirnir í N-Noregi voru á kaupsvæðum Björgvinjar og Þránd- heims og íbúarnir þurftu að versla við kaupmenn þaðan. Þó var ekki um einokun að ræða en kaupmenn- irnir gerðu hvað þeir gátu til að gera fiskimennina háða sér með því að lána þeim vörur út á óveiddan fisk.ls Fiskverslunin skipti Björgvinjar- kaupmenn miklu máli og kaup- mennirnir og umboðsmenn þeirra höfðu verðákvarðanir í hendi sér með mati á vörunum.19 Þetta hafði að sjálfsögðu í för með sér að kaup- menn arðrændu fiskimennina. Arð- urinn fór svo mestur úr landi og eftir sátu fiskimennirnir og rétt tórðu, ef ekki gekk yfir harðæri eða aflabrest- ur. Það hafði verið til einhvers konar kaupmiðstöð í Vágana í N-Noregi og á 17. öld voru einnig uppi hug- myndir um að endurreisa nokkurs konar verslunarstað í N-Noregi, sem lyti Björgvin og hægt væri að versla með fisk í skiptum fyrir aðrar vörur.20 Þetta hefði getað hjálpað til við að halda einhverju af verðmæti fiskafurðanna í N-Noregi og bætt lífsskilyrðin þar. Þrátt fyrir óöryggi bjuggu fiski- mennirnir við meira frelsi en íslend- ingar þekktu. Þeim var heimilt að lifa eingöngu af sjónum, en slíkt mátti varla á íslandi fyrir bændum. Það var því möguleiki fyrir efnalítið fólk að vera sjálfstætt, að því marki sem skuldir við einstaka kaupmenn leyfðu. Mikilvægi fiskveiðanna nyrst í Noregi leiddi einnig til þess að út- gerð þilskipa hófst þar fyrr en á ís- landi og tækniþróun í fiskveiðum var örari en hér þekktist. Þrátt fyrir þetta var fólkið háð versiuninni og gat því brugðið til beggja vona um Kyrrstaða í ýmsum myndum Þegar saga fiskveiðiþjóðanna í Fær- eyjum, Nýfundnalandi, N-Noregi og íslandi er skoðuð, kemur í ljós að ýmislegt í þróun fiskveiða þeirra er þeim sameiginlegt. Það var sameig- afkomuna ef aflinn brást.21 Það er því ljóst að með því að ein- skorða sig við fiskinn var afkoman hæpnari en t.d. á íslandi, þar sem hinn rótgróni landbúnaður var til staðar og sá fólki fyrir þeirri nær- ingu sem nauðsynlega þurfti. En fiskveiðin var eins konar aukageta sem hjálpaði til þegar fiskur gekk á grunnslóð og var veiðanlegur með þeim frumstæðu aðferðum sem ís- lendingar höfðu tileinkað sér gegn- um tíðina. SAGNIR 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.