Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 42

Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 42
Lénsveldi eða bændasamfélag Saurbæjarhreppi og í S.-Þingeyjar- sýslu er jarðeignin ekki nærri eins samþjöppuð.22 Ýmislegt gæti bent til þess að á þessu miðsvæði í miðri Eyjafjarðar- sýslu hafi leiguliðar átt erfiðar upp- dráttar en annars staðar í sýslunni. Sérstaklega bendir athugun á bú- setumynstrinu til þess. Aðrir þættir, t.d. þyngd iandskuldar og leigna benda hins vegar til annars. Einnig er ástæða til að velta því fyrir sér hvort leiguliðar hafi sjálfir alltaf vilj- að búa á sama stað, hvort búskapur- inn hefur ekki stundum krafist þess að þeir færðu sig á aðra jörð, stærri eða minni, eftir því sem hjörðin óx eða minnkaði. Hvað olli þessari auðsöfnun um miðbik Eyjafjarðarsýslu? Það er spurning sem gaman væri að fá svar við, en fæst ekki hér.23 A yfirborðinu virðist svo sem í Eyjafirði hafi ríkt suður-amerískt ástand: Meirihluti jarða í einkaeign var í höndum stórjarðeigenda. Þung afgjöld voru greidd af jörðunum og fáir bændur áttu ábúðarjarðir sínar, a.m.k. ef miðað er við Noreg. Greinilegt er að „lénsþjóðfélagið" eða „hin lénsku öfl" voru ekki á undanhaldi. Hvað olli þá því að eftir aldamót- in 1900 virðist svo sem töfrasprota sé veifað? Allt í einu standa íslensk- ir bændur jafnfætis þeim norsku hvað sjálfseign varðar. Þegar kirkja og konungur seldu jarðeignir sínar á íslandi 1905-1907 lentu þærekki í höndum landeigendastéttarinnar sem var enn svo öflug rétt fyrir 1900, heldur í höndum leiguliðanna sjálfra. Ég tel að þessari spurningu verði ekki svarað með tilvísun til eignar á landi. Hún skiptir ekki höfuðmáli í þessu sambandi. Einfaldar formúlur um lénsveldi, landeigendur og leigu- liða duga ekki lengur til að skýra að- stæður í gamla íslenska þjóðfélag- inu. Bændasamfélagið Árið 1966 var bók Rússans Tsjajan- offs frá 1925 um bændaþjóðfélög þýdd á ensku. Eins og ég hef áður fjallað um í grein í Sögnum 8 kom Tsjajanoff fram með nýjar hugmynd- ir um bændasamfélög á grundvelli rannsókna sinna á rússneskum bændum. Síðan hafa þessar hug- myndir verið mikið til umræðu, sér- staklega meðal mannfræðinga.24 Bændasamfélagið, eða „the peas- Stefán Þórarinsson, amtmaður á Möðruuöll- um. Ekkja hans erfði eftir hann miklar jarð- eignir og var annar af stœrstu jarðeigendum í Eyjafirði um miðja 19. öld. ant society", er þjóðfélagsgerð sem hingað til hefur falist á bak við nöfn eins og „lénsveldi" „asískur fram- leiðsluháttur" o.s.frv. Bændasamfé- lagið er mun almennara hugtak en bæði þessi marxisku hugtök. Með því er átt við það samfélag sem myndaðist eftir s.k. „landbúnaðar- byltingu", þegar menn tóku sér fasta bólfestu og fóru að rækta jörðina. Iðnaðarþjóðfélagið tekur við af bændasamfélaginu. Bændasamfé- lög eru eða hafa verið til um allan heim, t.d. í Kína, Mexikó, Evrópu, Indlandi, og í þessu samhengi er evrópska lénsþjóðfélagið aðeins ein týpa eða afbrigði bændaþjóðfélags- ins.25 Athuga ber í þessu sambandi að erlendir fræðimenn nota orðið „pe- asant" um bóndann í bændasamfé- lögunum, en „farmer" um bóndann í iðnsamfélaginu. íslenskan hefur ekki nein orð sem samsvara þessu. í bili verður notast við að kalla „pe- asant“ smábónda, og „farrner" bónda. Skilgreining Shanins Theodor Shanin hefur sett fram al- menna skilgreiningu á smábændum í fimm liðum:26 1. Aðgangur að landi: Aðgangur að landi er aðgöngumiði inn í bændasamfélagið. Landleiga, það að hafa aðgang að landi með því að greiða leigu fyrir það, skilgreinir Shanin sem landareign smábóndans. Þetta kemur íslendingum ókunnug- lega fyrir sjónir, en hafa ber í huga að eign er ekki eins skýrt afmarkað hugtak í bændasamfélaginu og nú er. Eign smábóndans er annars eðlis en sú eign sem landeigandinn gerir tilkall til í sama landi, og rís af kaupum eða arfi landeigandans á landinu. Það að „eignarréttur" smá- bóndans er samt sem áður fyrir hendi sést t.d. af því að hann hefur rétt til að leigja landið út á ný, stofna hjáleigur. 2. Fjölskyldubýlið er grunneining framleiðsluháttar bændasamfélags- ins. Fjölskyldan er grundvöllur eign- ar, framleiðslu, neyslu og samfé- lagslegrar tilveru. Býlið er bæði framleiðslu- og neyslueining. Gróða- hugtakið er óþekkt í borgaralegri mynd sinni, og gegnir litlu hlutverki í bændasamfélaginu. Skilgreining á fjölskyldu í þessu samhengi er víð- ari en nú, fjölskyldan í bændasam- félaginu var sú sem „snæðir úr sama potti“ (Rússland) eða „fólkið sem læst er bak við sama lás“ (Frakk- land). 3. Starf smábóndans er sérstætt. Það felur í sér nálægð við náttúruna og margs konar störf sem vinna þarf á býlinu. Smábóndinn er tiltölulega óháður markaðssamfélaginu. Eftir því sem verkaskipting eykst breytist starf hans, verður æ sérhæfðara, smábóndinn verður að bónda í nú tímaskilningi. 4. Stærra félagslegt samhengi smábóndans er þorpssamfélagið, hér á íslandi hreppurinn eða sveit- in. Þar fer fram samvinna bænd- anna um ýmis sameiginleg mál, s.s. fátækraframfærslu og fjallskil hér á 38 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.