Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 25

Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 25
Saltfiskurinn uar aðallifibrauð íbúa Nýfundnalands, en stuðlaði jafnframt að ósjálfstœði þeirra. kaupmanna. En ekki var ætlast til þess að menn tækju sér þar varan- 'ega bólfestu. Það fyrsta sem vekur athygli, þeg- ar litið er á sögu íbúa Nýfundna- lands, er það hvernig reynt var að hindra og takmarka fasta búsetu á eyjunum. Þetta var gert með því að banna ræktun og landbúnað.1 Hér á 'slandi réri bændaveldið aftur á roóti að því öllum árum að stemma stigu við búsetu við sjávarsíðuna og lausamennsku. Það voru kaupmenn sem ráku veiðar við Nýfundnaland og stjórn- uðu þessari fiskveiðinýlendu Breta. hegar landið byggðist urðu kaup- uiennirnir að tryggja, að íbúar Ný- fundnalands væri þeim bundnir um vörukaup þannig að fiskafurðir Þeirra kæmust örugglega í hendur haupmanna. Auk þess var hætta á Því að ef íbúunum yrði leyft að rækta land myndu fiskveiðar þeirra ^'nnka og arður kaupmanna þar nieð skerðast. Þegar búseta á Ný- fundnalandi hafði unnið sér fastan sess á 18. öld, styrktist staða haupmanna sem keyptu fiskinn því fjölskyldurnar urðu að fá salt, öngla °g nagla.2 Eitt af því sem einkenndi fiskveið- ar Nýfundnalendinga var að þær Voru bundnar við sumarið, en á ís- iandi var hægt að stunda sjóinn allt árið. Það kernur vel í Ijós á Nýfundna- iandi hvernig kaupmennirnir gátu farið með þjóðfélag, ef þeir réðu grundvallarþáttum þess s.s. eignar- haldi á landi og verslun.3 Þetta kerfi leiddi af sér ósjálfstæði fiskimanna og fjölskyldna þeirra og batt þá traustum böndum á klafa kaup- manna. En auðinn fluttu þeir svo með sér heim til Englands. Það varð því ekki til nein stétt eignamanna og þar sem einkaeign á landi var mikl- um takmörkunum háð, varð Ný- fundnaland eingöngu ein allsherjar verstöð án yfirbyggingar auk erfiðra samgangna. Þetta hafði í för með sér að íbúarnir fundu sig ekki sem menningarlega heild og mannleg samskipti urðu takmörkunum háð. Það var eiginlega það eina sem íbúar Nýfundnalands áttu sameigin- legt, að lifa af fiskveiðum. A Islandi voru hinsvegar landeig- endur og hér skapaðist sérstök menning vegna tengslanna við landið. Það er líklegt að andstaða landeigenda við heilsárs búsetu kaupmanna og tilurð verstöðva, hafi að einhverju marki komið í veg fyrir að Island þróaðist, eins og raun varð á með Nýfundnaland. Að minnsta kosti tryggði það bændum yfirráð yfir samfélaginu fram undir lok 19. aldar. Þetta olli því að ís- lendingar unnu flestir við landbún- að og héldu menningareinkennum sínum. Hefðu verstöðvar risið upp undir stjórn erlendra kaupmanna og/eða útgerðarmanna, þá hefði ís- lenskri menningu verið veruleg hætta búin. Á Nýfundnalandi hafa hin gjöfulu sumarfiskimið verið aðal auðlindin en það verstöðvarfyrirkomulag, sem áður er lítillega getið, hefur orðið til þess að viðhalda fátækt og mis- skiptingu auðsins. Ottar Brox lýsir þessu svo: En fiskimennirnir hafa samt sem áður fengið minnst af afrakstrin- um í sinn hlut. Fyrst unnu fiski- mennirnir fyrir útgerðarmenn frá Bristol, síðar gerðu þeir það sama fyrir kaupmenn sem dvöld- ust á eyjunni.4 Þetta hafði það í för með sér að fjár- magnið streymdi frá verstöðvarsam- félaginu, þar sem útgerðin var í höndum útlendinga, og heimamenn neyddir til að selja fiskinn á afarkjör- um sér til framfæris. Þróunin á Nýfundnalandi hefur síðan einkennst af því hversu hæg- fara uppbygging fiskveiða hefur ver- ið og þær mikið byggst á smáút- gerð. Þegar togaraútgerð hófst þar var hún fjármögnuð af kanadísku stjórninni. Þetta má rekja til þess að auðurinn sem skapaðist í landinu rann jafnóðum úr því aftur. Þess vegna var ekki fyrir hendi „kapítal" til að fjármagna togaraútgerð. Þrátt fyrir togarana hefur fjöldi smáútgerðarmanna, sem veiða og salta sjálfir, aukist.5 Þarna er freist- andi að álykta sem svo að fjármagns- skortur, í hinum dreifðu byggðum Nýfundnalands, sé orsökin. Ekki má heldur gleyma arfleifð frá gamalli tíð, þegar fjölskyldan varð að standa sjálfstæð gagnvart kaupmanninum og reyna að veiða nógu mikið til þess að hafa fyrir vetrarforðanum. Að auki má nefna að hafnarskilyrði gerðu mönnum kleift að stunda fisk- veiðar mjög víða á Nýfundnalandi og því urðu útgerðarstaðir margir og smáir. En þrátt fyrir það tel ég að hér geti fullt eins verið um hugarfarsleg- an þátt að ræða, eins og þann fjár- hagslega. Við þekkjum þá erfiðleika sem hefur verið við að stríða hjá ís- lenska samfélaginu þegar reynt hef- ur verið að breyta aldagömlum háttum, t.d. í búskap. SAGNIR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.