Árvakur - 01.02.1932, Blaðsíða 6

Árvakur - 01.02.1932, Blaðsíða 6
4— _4 R V A K U R 7 • E B J ö R 5 U I. n u it tt;; u tt n u u u u i, u i. Það var maður nokkur, sem hét Jón. Hann var tóndi og átti heima langt frá manna byggöum. Hann var fátækur og átti hann ekki nema eina kú, einn hest og 10 kindur. Þarna bjó hann með konu sinni og einum dreng; sem hét Þorsteinn, en var kallaöur Steini. Hann var 12 vetra; er sagan gerist. Hann var þögull og daufur í bragði og vildi helzt vera einsamall. Hann aar stundum tímum sam- an að horfa á fjallið; sem var fyrir ofan bæinn og honum fannst lífið draumur. Poreldrar hans héldu; að hann hefði ekki fullar gáfur. En einn dag fór pabbi hans upp á fjalliö og var aö leita að einni kind; er hann hafði ekki fundiö um kvöldið. Steini og mamma hans biðu í stofunni. Þau biou lengi og voru farin aö verða hrædd; en samt hélt Steini; að ekki hefði pabbi hans villst, því að hann þekkti sem sagt hvern stein í fjallinu. Mamma hans sagði honum að fará að hátta. Hann háttaði, en honum varö ekki svefn- samt; en svo gat hann sofnaö meö þeirri huggunj aö það væri ómögu- legt að það heföi nokkuö oröið aö pabba hans. En um morguninn; þegar hann vaknaði; leizt honum ekki á blikuna. Það var svarta rigning og pabbi hans var ekki kominn hemm og mamma hans var grát- andi. Hann sagði því viÖ hana: "Eg ætla aö leita pabba." Hún sagði að það skifti víst litlum togum; því að hann hefði líklega ^rapað í sprungu; en hann fór samt. Hann þekkti hverja sprungu í fjallinu, og hann sagöi við sjálfan sig; aö hann skyldi finna pabba sinn. - Hann gekk lengi. Svo kom hann auga á eitthvaö svart; sem var í einni sprungu, og er^hann kom nær; sá hann; að það var pappi hans. Hann sá að þaö var lífsmark á honum; en þá vissi hann ekki; hvern- ig hann ætti að koma honum heim. En þá datt honum ráð í hug. Hann hafði tamið hestinn hahs pabba síns viö það; aö þegar hann blés í hljóðpípu, sem hann átti; þá gekk hann á hljóðið. Svo blés hann nokkrum sinnum; og þá eftir nokkurn tíma kom hesturinn í Ijós. Svo kom hann pabba sínum meö miklum erfiðismunum á bak og hélt svo af stað heim. Er hann kom heim; tók mamma hans á móti honum; og lengi hjúkraði hún honum og var tvísýnt um; hvort hann mundi lifa eða deyja. En svo eftir langan tíma varð hann heill heilsu; og þá sagði hann; að hann hefði verið nær dauöa en líf'i; þegar Steini hafði fundið hann; og gaf hann honum hestinn í þakklætisskyni. - Hesturinn varð mjög hændur að honum og elti hann hvert sem hann fór. Uú er Steini fullorðinn maður og hefir veriö alla sína æfi foreldrum sínum til gleði og ánægju. Það er ekki alltaf víst; að háværir menn séu bezt-ir; en þaö er víst; að þögulir menn reynast eigi alltaf verstir. Byjólfur Guðsteinsson. S_JS Q A . 'if 11 tt'tl !! II íi ií ti M ii -.1 li Það var einn kaldan vetrardag; að illa búinn drengur; sem var á að gezka 12 ára; kom gangandi inn í þorp eitt á Islandi. Hann ráfaði um göturnar, þangaö til klukkan var langt gengin 11. Þá gekk hann inn í húsgarö og lagðist fyrirjúti í einu horninu. Hann vissi ekki; að sýslumaðurinn átti heima í húsinu; sem stóð hjá garðinum. Hann var að hugsa um; hvaö húsbóndi hans hefði veri-é

x

Árvakur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árvakur
https://timarit.is/publication/1033

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.