Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Blaðsíða 11
Læknafélag íslands.
Stjórn félagsins skipa nú Magnús Pétursson héraðslæknir for-
maður, dr. med. Halldór Hansen og M. Júl Magnús meðstjórnendur.
Á síðasta læknaþingi var árgjald fært niður í 50 kr. fyrir eldri
fækna og 30 kr. fyrir unga lækna og kandídata (fyrstu 5 árin eftir
próf). Af jressu gjaidi renna 25 kr. til Ekknasjóðs, en Læknablaðið
hefir eins og áður sérstakan reikning.
Tilgangur L. í. er að efla samheldni íslenzkra lækna, svo þeir
með sameinuðum kröftum geti unnið að hag stéttarinnar og heil-
brigðismálum landsins. Heldur félagið árlega þing i Rvik, sem því
miður er alltof lítið sókt af læknum utan af landi. Gera læknar sér
oflítið far um að haga ferðum sínum til Rvíkur þannig, að þeir séu
hér á þeím tíma, sem læknaþing er haldið. Þó hefír stjórn félagsins
reynt að sjá svo til, að það væri haldið á þeim tíma, er samgöngur
eru sem greiðastar og ferðir hagkvæmastar fram og aftur sem víð-
ast að af landinu. Hin síðari ár hefir stjórnin einnig reynt að hæna
lækna að þinginu með því að sæta færi að fá hér flutta fyrirlestra
af þekktum erlendum vísindamönnum, auk þess sem alltaf eru flutt-
ir á þvi einn eða fleiri fyrirlestrar af ísl. Læknum. Erlendir gestir
kosta ætið nokkurt fé, þó þeir sjálfir fái ekkert fyrir að heimsækja
okkur. Öll félagsstarfsemi dregur líka nokkuð til sin, svo að fyrsta
skilyrðið til þess, að félagið geti starfað með fjöri og árangri er, að
félagar standi greiðlega skil á gjöldum til félagsins, en á þvi er
allmikill misbrestur.
Þegar hugsað er út í það, að verkamenn og iðnaðarmenn eru
svo þjálfaðir orðnir í félagssamtökum og skilningsglöggir á nauð-
syn þeirra, að þeir greiða 1—2 kr. á viku í félagsgjöld, þá er það
kaldhæðni og hún grátleg, að ekki skuli vera hægt að þroska svo
samheldni isl. læknastéttarinnar, að hver læknir líti á það sem fyrstu
skyldu sína bæði að vera í félaginu og að standa í skilum með fé-
^gsgjöld sín. En á hvorutveggju er allmikill misbrestur.
Um störf L. í. er ekki ástæða til að fjölyrða. Um þau má lesa
1 skýrslu stjórnarinnar, sem prentuð er i Lbl. Þó er ástæða til að
niinna á samrannsóknirnar, sem í bili að minnsta kosti eru dottnar
niður. Þörf hugmynd, sem áreiðanlega á eftir að rísa upp aftur.
Aðeins ein nefnd er starfandi, berklavarnanefnd. Eru í henni
próf. Sig. Magnússon, dr. med. H. Hansen og próf. N. Dungal.
Á síðasta læknaþingi var samþykkt tillaga um heilbrigðisráð.