Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Side 12
12
Læknafélag Reykjavíkur.
Stofnað 18. okt. 1909.
Stjórn þess skipa nú: Helgi Tómasson dr. med., Ólafur Helga-
son og Hannes Guðmundsson.
Fastur fundartími er 2. mánudagskvöld í hverjum mánuði frá
október til maí. Marzfundurinn er aðalfundur.
Fundarstaður er að Hótel Borg, herb. nr. 101—103. Utanbæjar-
læknar eru vel séðir gestir.
Inntökuskilyrði er m. a. að vera félagi í Læknafélagi íslands.
Að öðru leyti vísast til félagslaga i síðustu Árbókum L. í.
Árstillag er nú kr. 15. Félagsmenn eru nú 49 samtals.
Læknablaðið. Félagið gefur út Læknablaðið. Ritstjórn þess
skipa nú: Helgi Tómasson, Níels P. Dungal og Valtýr Albertsson.
Áskrifendaverð er kr. 25 á ári og borgist til Rannsóknarstofu Há-
skólans í byrjun hvers árgangs (fyrirfram).
Ekknasjóður. Félagið stofnaði -Styrktarsjóð ekkna og mun-
aðarlausra barna islenzkra lækna« áríð 1925, og tók sjóðurinn til
starfa á nýári 1926. Hefir félagið lagt sjóðnum í byrjun kr. 1000 og
auk þess skuldbundið sig til að leggja honum '/3 af tekjum sinum
í 10 ár. Félagsmenn L. í. greiða sjóðnum kr. 25 hver á ári (en í
L. í. eru allir félagar L. R. skv. framanskráðu).
Alls hafa verið veittar úr sjóðnum, síðan hann var stofnaður,
kr. 6600 samkv. ákvæðum skipulagsskrár sjóðsins, en hana er að
finna í fyrri Árbókum L. í. Sjóðurinn er nú allur kr. 5707,12, þar af
í stofnsjóði kr. 5382,46. Sjóðurinn hefir ekki enn eignast neitt legat
né áheit, eins og skipulagsskráin gerir ráð fyrir, en auk áðurnefndr-
ar gjafar L. R. hefir Þ. Scheving Thorsteinsson lyfsali gefið sjóðn-
um minningargjöf um tvo látna lækna, kr. 100 fyrir hvorn.
Stjórn sjóðsins skipa nú: Gunnlaugur Einarsson, Þórður Edilons-
son og Þórður Thoroddsen. Auglýsir stjórnin vanalega i 2 vikublöð-
um fyrir lok ágústmánaðar styrkinn, og úthlutar honum í október.
Alþýðufræðsla. Félagið beitir sér fyrir alþýðufræðslu um heil-
brigðismál með tilstyrk félagsmanna.
Læknavörður. Félagið sér um læknavörð að næturþeli i Reykja-
vík og um læknavörð fyrir bæinn á helgidögum sumarmánuðina júní
til september.
Sjúkrasamlög. Félagslæknar hafa á hendi læknisstörf fyrir
sjúkrasamlög eftir sérstökum samningum, enda er tilskilið að utan-
félagslæknar taki ekki þátt i þeinr störfum meðan samningar standa.
Samlög þau, sem hér um ræðir, eru Sjúkrasamlag Reykjavíkur (S. R.)
og Sjúkrasamlag prentara (S. P. R.). Samningar L. R. við S. R. eru
birtir hér á eftir i heifd, en aðalinntak samninga L. R. við S. P. R-