Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Blaðsíða 16
16
; ári fyrir hvern hluttækan samlagsmann (pr. nr.). Fyrir þá, er búa
utan kaupstaðarlóðar Reykjavikur (Grandavegur, Hringbraut um
Laufásveg, Eskihlíðarhús að húsi Gísla silfursmiðs) greiðir samlagið
tvöfalt gjald, kr. 24,00 — tuttugu og fjórar krónur.
Nú flytur samlagsmaður yfir þessi takmörk á árinu og skal þa
miða ársþóknunina við þann tíma, sem hann er á hvorum staðnum
fyrir sig.
8. gr.
Háls-, nef- og eyrnalækni, svo og augnlækni, greiðist sérstak-
lega fyrir störf þeirra í þágu samlagsmanna, kr. 0,75 — sjötíu og
fimm aurar — á ári fyrir hvern hluttækan samlagsmann. Gilda um
þá sömu reglur og almenna iækna, sem getið er um i 1. gr., þó að
því undanskildu, að ekki er skylt að senda sérlæknum þessum skrá
um þá samlagsmenn, sem velja þá sem lækni.
9. gr.
Auk hinnar föstu ársþóknunar greiðist læknum fyrir meiri hátt-
ar aðgerðir þær, er samkv. gjaldskrá Læknafélagsins eiga að kosta
minnst kr. 12,00 — tólf krónur — svo og fyrir þá læknishjálp, sem
samlaginu ber að borga fyrir samkv. framanrituðu. Fyrir allar meiri
háttar aðgerðir greiðist samkv. sérstökum skurðlækna- og sér-
fræðingataxta. Það, sem ekki er þar tekið fram, greiðist samkv. lág-
marksgjaldskrá Læknafélagsins að frádregnum 33ljs °/0.
10. gr.
Að liðnum hverjum ársfjórðungi skulu læknar senda Sjúkrasam-
laginu reikning fyrir unnin störf í þágu samlagsins.
1) Hin fasta ársþóknun.
2) Aukaverk samkv. 9. gr.
Á aukaverkareikningi skal vera númer og nafn samlagsmanns,
ásamt gjaldskrárnúmeri aðgerðarinnar. Ef um barn er að ræða, skal
einnig geta um nafn þess. Reikningar skulu komnir í hendur gjald-
kera samlagsins eigi síðar en 15 dögum eftir hver ársfjórðungsmót,
en skylt er að greiða reikningana eigi siðar en mánuði eftir móttöku.
Séu reikningar læknis að loknu reikningsári eigi komnir í hend-
ur gjaldkera samlagsins í síðasta lagi 31. janúar og eigi hafa lögleg
forföll, svo sem veikindi læknis eða fjarvera, hamlað, er samlaginu
ekki skylt að greiða þá á þvi ári.
Hin fasta ársþóknun sérlæknanna greiðist fyrir hálft árið í senn
eftir á.
11. gr.
Nú telur samlagsmaður að læknir hafi að einhverju leyti ekki
gert skyldu sína. Getur hann þá sent stjórn samlagsins skriflega
kæru og skal í henni getið þess, er samlagsmaður telur að læknir