Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Blaðsíða 26
26
einhvern annan lækni, er það heimilt, enda greiði hann þá sjálfur
lœknishjálpina.
Þurfi að ilytja vistmann brott til uppskurðar eða annarar læknis-
hjálpar í sjúkrahúsi, er allur kostnaður, sem af því leiðir, elliheimil-
inu óviðkomandi, og sömuleiðis útfararkosínaður, ef til kemur.
S. Á. Gíslason.
C. Fæðingardeild Landspítalans.
(Sjá Landspítalinn undir E)
Fæðingarheimiiið Eiríksgötu 37, sími 1877.
Stofnað 1933. Forstöðukona Helga M. Níelsdóttir ljósmóðir. Heim-
ilið getur tekið á móti 14 sængurkonum í einbýlis-, tvíbýlis- og
sambýlisstofur. Daggjald á sambýlisst. kr. 6, á tvíbýlisst. kr. 8 og
einbýlísst. kr. 12. Hefir sérstaklega útbúna stofu fyrir fæðingar-
aðgerðir.
Fæðingar- og hjúkrunarklinikin Sólheimar,
Tjarnargötu 35, sími 3776, Rvík.
Stofnuð 16. nóv. 1930. Forstöðukona: Ása Ásmundsdóttir ljós-
móðir. Stofnunin hefir 16 rúm í einbýlis-, tvíbýlis- og sambýlisstof-
um. Daggjald á sambýlisstofum 6 kr., á tvíbýlisstofum 8 kr. og ein-
býlisstofum 12 kr. Hefir sérstaklega útbúna stofu fyrir fæðingar og
einnig skurðarstofu fyrir annarskonar aðgerðir.
D. Hjálparstöð „Liknar“ fyrir berklaveika
hefir viðtalsstofu á Bárugötu 2, kj. Opin mánud. og miðvikud. kl.
3—4 og föstud. kl. 5—6. Læknir Magnús Pétursson héraðslæknir.
Hjúkrunarkona stöðvarinnar lítur eftir berklaheimilum í bænum.
Stöðin gefur mjólk, lýsi, haframjöl o. fl. þeim er þess þurfa, einnig
lánar hún rúmfatnað, hrákaglös o. fl.
Ungbarnavernd „Líknar“
á sama stað. Opin fimmtud. og föstud. kl. 3—4. Veitir einnig ráð-
leggingar barnshafandi konum 1. þriðjudag í hverjum mánuði.
Barnadeildin hefir hjúkrunarkonu, sem fer heim til fólks og lítur
eftir börnum. Stöðin lánar fatnað á börn og í vöggu, gefur mjólk,
lýsi o. fl. Vanfærar konur fá lánuð belti og ýmsa hjálp og eftirlit.