Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Blaðsíða 17
17
hafi brotið. Telji stjórn samlagsins kæruatriði þannig, að ástæða sé
til að sinna þeim, skal hún senda viðkomandi lækni afrit af kær-
unni og beiðast umsagnar hans. Lækninum er skylt að senda um-
sögn sína til stjórnar samlagsins innan 14 daga. Ekki má stjórnin á
neinn hátt ráða málinu til lykta fyrr en framanskráður frestur er
liðinn, nema að fenginni umsögn læknisins.
Ef sök er 2 mánaða, þá er samlagsstjórn berst kæran í hendur,
er málið ónýtt.
12. gr.
Nú telur stjórn samlagsins sannað, að kæra á lækni sé á rökum
byggð. Getur hún þá sagt lækninum upp með mánaðar fyrirvara,
nema að sakir séu svo miklar, að stjórnin hafi næga ástæðu til að
segja lækninum upp fyrirvaralaust.
Uppsögn þessi skal ætíð vera skrifleg og afhent þannig, að ekki
verði mótmælt.
Telji læknirinn ranglega sagt upp, getur hann innan viku, eftir
að uppsögnin fór fram, skotið málinu til gerðardóms, sem um er
getið í 13. gr. Er þá framkvæmd málsins frestað, þar til gerðardóm-
ur hefir lokið störfum sínum.
13. gr.
Ef missætt rís upp milli Sjúkrasamlags Reykjavikur og Lækna-
félags Reykjavíkur, sbr. 11. og 12. gr., eða út af einstökum atriðum
i samningi þessum, og geti málsaðilar ekki jafnað með sér misklíð-
lria, má vísa málinu i gerð, og skal gerðardómur svo skipaður:
Stjórn Læknafélags Reykjavíkur skipar 1 mann, stjórn Sjúkrasamlags
Reykjavíkur 1 og lögmaðurinn í Reykjavík 1 og sé hann formaður
öómsins. Hvor málsaðili sem er getur beiðst útnefningar gerðar-
dómsins.
Gerðardómurinn ræður, hvernig haga skuli meðferð málsins og
hvernig greiða skuli kostnað þann, sem gerðin hefir í för með sér.
Hann hefir vald til að fella fullnaðarúrskurð í öllum deilumálum
milli lækna og samlagsins, út af samningi þessum, og mega slik
^dál aldrei koma fyrir dómstóla landsins, nema þegar um fullnæg-
ingu dóms er að ræða.
í gerðardómnum ræður afl atkvæða úrslitum.
14. gr.
Það er samningi þessum óviðkomandi, þó samlagið semji við
iækna um að skoða þá, er ganga ætla í samlagið, eða að það ráði
ser sérstakan eftirlitslækni, en aðra samninga við lækna (t. d. sér-
lækna) skal bera undir stjórn L. R.
2