Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Blaðsíða 28
28
Ef sjúklingurinn á heirna utan Reykjavikur, er bæjar- eða sveitar-
félagsábyrgð æskilegust. Sé sjúkiingurinn úrskurðaður styrkhæfur
samkvæmt berklavarnalögum, ber honum að hafa þann úrskurð
með sér, og auk þess hafa ábyrgð fyrir öðrum kostnaði.
Þar sem oft kemur fyrir að sjúklingar koma til að leggjast á
spítalann án þess að hafa gert ráðstafanir fyrir greiðslu á dvalar-
kostnaði, væri æskilegast að læknar vildu áminna þá sjúklinga, sem
þeir senda til spítalans, um að hafa ofantalið í lagi.
Sct. Joseph’s spitali,
Landakoti, er stofnaður 1902. Sjúkrarúm 90. Verð: Ein- og tvíbýlis-
stofur 7 kr„ sambýlisstofur 5 kr. fyrir fullorðna, en 4 kr. fyrir börn.
Læknishjálp, lyf og umbúðir aukalega.
Sama stofnun, Hafnarfirði.
Stofnuð 1926. 50 rúm. Sama daggjald.
Sjúkrahús Hvítabandsins.
Félagið hefir nú reist þrílyft steinsteypuhús 18^/a X 14'/2 m. að
stærð, á Skólavörðustíg 37. Ætlar félagið að reka þar sjúkrahús
fyrir allskonar sjúkl., nema farsóttarsjúkl. Húsið er áætlað að rúmi
um 50 sjúkl. í húsinu er sérstök skurðarstofa með verkfæraskáp,
sterilisationsherbergi o. s. frv. Prakt. læknum er heimilt að leggja
inn sjúkl. og stunda þá þar. Óvist er um, hvenær hægt verður að
byrja starfræksluna, en ráðgert, að það verði snemma á þessu ári.
Daggjöld sjúkl. og annað, er það snertir, er enn óákveðið.
Formaður félagsins er Ingveldur Guðmundsdóttir frá Kópavogi,
Bergi við Laugaveg.
III. Ríkisstofnanir.
Rannsóknastofa Háskólans.
S t a r f s v i ð.
Allar bakteriologiskar og immunologiskar rannsóknir á nærnum
sjúkdómum, ennfremur vefjarannsóknir (histologiskar) og réttar-
læknisfræðilegar rannsóknir.
Leiðbeiningar um sendingar.
Allar sendingar til stofunnar verða að vera greinilega merktar
nafni þess læknis sem sendir, ennfremur verður að fylgja nafn sjúkl-
ingsins, aldur og heimilisfang og taka skýrt fram hvað það sé, sem
sent er og fyrir hverju það skuli rannsakað. Ef sending er illa eða