Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Blaðsíða 15
15
ins, sem þá er skylt að rannsaka eða láta rannsaka málavöxtu, og»'
verði samlagsmaður sannur að sök, skal veita honum áminningu <
um, að láta slikt eigi koma fyrir aftur.
b. Ef læknir er veikur eða fjarverandi, er hann skyldur að sjá
samlagssjúklingum sínum fyrir læknishjálp svo fullnægjandi sé. Sé
um lengri tíma að ræða en 2—4 daga, er hann skyldur að tilkynna
gjaldkera, hvaða læknir gegni störfum hans, og, ef hægt er, tiltaka^.
hve langan tima hann verði frá störfum.
3. gr.
Þessi vottorð er læknir skyldur að láta samlagsmönnum sinum
í té ókeypis:
1) Vottorð, sem krafizt er samkvæmt lögum S. R. viðvíkjandi.
dagpeningum og sjúkrahúsvist samlagsmanna.
2) Dánarvottorð og
3) Skólavottorð. Öll önnur vottorð borga samlagsmenn sjálfir.
4. gr.
I hvert sinn, er læknir veitir samlagssjúklingi viðtal, vitjar hans,
lætur hann fá lyfseðil eða veitir honum læknishjálp á annan hátt,
er hann skyldur að láta samlagsmann sanna með gjaldabók sinni,
að hann eigi rétt á læknishjálp skv. lögum samlagsins, en þar er
meðal annars þetta: 9. gr„ b-liður: »Ef samlagsmaður greiðir ekki
mánaðargjald sitt fyrir 15. dag hvers mánaðar, þá fellur niður réttur
hans á ókeypis læknishjálp, lyfjum og sjúkrahúsvist*.
Börnum samlagsmanna má læknir þvi aðeins veita læknishjálp
á kostnað samlagsins, að nöfn þeirra eða annað einkenni sé skráð
í gjaldabók viðkomandi samlagsmanns, er sanni, að barnið hafi
verið tilkynnt skrifstofu samlagsins.
5. gr.
Ef sjúkdómur er þess eðlis, að sérþekkingar þarf, og treysti
læknir sér ekki við að fást, ber honum að vísa sjúklingnum á þá
staði, þar sem sérfróðir læknar veita læknishjálp ókeypis — sé þess
kostur. Ella skal vísa honum til sérlæknis, sem starfar samkvæint
þessum samningi — eða sérstökum samningi — fyrir samlagið.
6. gr.
Ef sjúklingur ekki hlýðir þeim fyrirmælum, sem læknir setur
honum, er úti skylda læknisins að stunda hann. Skal læknir þá
fafarlaust tilkynna það skriflega til stjórnar sanrlagsins.
7. gr.
Fyrir störf læknanna greiðir samlagið, sbr. þó 8. og 9. gr„ eftir
því sem hér segir: í fasta ársþóknun kr. 12,00 — tólf krónur — á