Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Blaðsíða 13
13
er, að félagslæknar gefa félögum S. P. R. 25 °/0 afslátt frá lágmarks-
taxta sínum, en S. P. R. ábyrgist skilvísa greiðslu á reikningum
lækna L. R. til félaga S. P. R.
Gjaldskrá. Félagsmenn hafa sameiginlega lágmarksgjaldskrá.
Var hún síðast endurskoðuð og samþykkt '7/12 1928 og ul 1 1929 og
gildir síðan óbreytt. Gjaldskráin er í 179 mismunandi gjaldliðum, en
auk þess eru i henni þessi ákvæði:
1. Heimilt er félagsmönnum að vinna iæknisverk ókeypis, þegar
þeim lýst, svo og að starfa fyrir minni borgun fyrir ríkis- og
bæjarsjóð og sjúkrasamlög eftir samningi, er félagið samþykkir,
þó er þetta þvi skilyrði bundið, að hlutaðeigandi stjórnarvöld
ieyfi sjúkl. frjálst læknaval. — Ákvæði þetta gildir þó ekki um
spítala, er hafa fasta lækna.
Fyrir útgerðarfélög og önnur atvinnufyrirtæki mega félags-
menn ekki starfa að læknisverkum nema félögin leyfi sjúkling-
unum frjálst læknaval.
2. Húslæknisstörf er félagsmönnum heimilt að taka að sér, en þó
aldrei fyrir minna gjald en 75 kr. á ári.
Um þá félagslækna, er þessi ákvæði varða, er af ýmsum ástæð-
um ekki unnt að birta neina greinargerð að þessu sinni.
Að öðru leyti vísast til gjaldskrárinnar sjálfrar.
Codex ethicus. Félagsmenn hlýta Codex ethicus Læknafélags
Islands, og er hann að finna i fyrri Árbókum L. í.
Samningur milli Læknafélags Reykjavikur
og Sjúkrasamlags Reykjavikur.
Læknaíélag Reykjavikur og Sjúkrasamlag Reykjavíkur gera með
sér svofelldan samning:
1. gr.
a. I. Meðlimir Læknafélagsins takast á hendur að veita læknis-
hjálp hluttækum félögum Sjúkrasamlagsins, ásamt börnum þeirra,
sem með þeim eru í samlaginu. Ákveða samlagsmenn fyrirfram,
iyrir að minnsta kosti 1 almanaksár, hvaða lækni þeir óski að nota
á árinu. Tilkynna samlagsmenn það til gjaldkera S. R., en hann
aítur læknum, og veitir hver læknir eigi öðrum samlagsmönnum
læknishjálp eða ávísar meðöl á kostnað samlagsins en þeim, sem
hann er læknir fyrir, nema um slys sé að ræða og samlagsmaður
hafi ekki náð i lækni sinn. Ber þá lækninum að tilkynna slysið til
skrifstofu samlagsins, sem sendir honum viðurkenningu, er síðan
skal fylgja reikningi læknisins.
a. II. Samlagið greiðir ekki fyrir næturvitjanir eða aukaviðtöl
(þ- e. ef samlagsmaður vitjar annars læknis en síns samlagslæknis
án tilvisunar).