Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Blaðsíða 27
27
Ljóslækningastofa Dr. med. G. Claessens.
Sjúklingar teknir í ljósböð samkv. tiivísun lælcna. Ljóslækninga-
stofan er i Reykjavíkur Apoteki 3. hæð, herbergi nr. 29. Talsími
3661. — Starfstúlka stofunnar er ungfrú Katrín Jónsdóttir.
Ljóslækningastofa Katrínar Thoroddsen.
Kvartsljós 28,00 kr. á mán. Geislun annanhvern dag. Kolboga-
ljós 60,00 kr. á mán. Geislun annanhvern dag. Staðgeislun með
Sollux 2,00 kr. í hvert skifti. Höfuðljósbað 2,00 kr. í hvert skifti. —
Stofan er á Laugavegi 11, fyrstu hæð.
Hressingarhælið í Kópavogi
er reist af kvenfélaginu »Hringurinn« 1926. Hefir 25 sjúkrarúm. Legu-
kostnaður 5 kr. á dag. Aukaborgun engin fyrir iyf eða læknishjálp.
Læknir Helgi Ingvarsson. Menn eiga að snúa sér til hans um pláss
á hælinu. Aðeins teknir sjúkl., sem hafa fótavíst. Þeir, sem geta
unnið, fá kaup hjá hælinu. Einnig eru á hælinu vinnustofur fyrir
sjúklinga, þar sem þeir geta unnið fyrir sjálfa sig, t. d. að skósmiði,
húsgagnasmíði, útskurði og ýmsa handavinnu.
E. Landspitalinn.
Sjúkrarúm 94, þar af 40 í lyflæknisdeild, 40 í handlæknisdeild
og 14 í fæðingardeild.
Daggjöld sjúklinga kr. 6,00 á sambýlisstofum, en kr. 12,00 á
einbýlisstofum. Daggjald barna innan 12 ára kr. 4,00. Útlendingar
(aðrir en Danir) greiða kr. 12,00 og kr. 24,00 á dag.
í daggjaldinu er allur kostnaður sjúklinga innifalinn, nema fyrir
auka-vökukonur og varanlegar umbúðir. Aðgerðir sérfræðinga, sem
ekki eru fastir læknar spítalans (augnlæknir og eyrna, nef- og háls-
læknir) greiðist sérstaklega.
Helztu skilyrði fyrir inntöku sjúklinga, sem spítalanum er nauð-
synlegt að séu uppfylit:
1. Beiðni frá lækni, þar sem upp er gefið aldur, kyn og sjúk-
dórnur, fylgi hverjum sjúklingi, sem ætlast er til, að leggist á spítal-
ann, og ber sjúklingnum að snúa sér með þá beiðni til skrifstofu
spitalans. Ef um símbeiðni er að ræða, er nauðsynlegt að hún komi
svo snemma, að hægt sé að svara henni í tæka tíð.
2. Um leið og sjúklingurinn leggst inn á spítalann, ber honum
að greiða kr. 126,00, og hafi auk þess ábyrgð, sem spítalinn tekur
gilda, annaðhvort 2ja privatnranna, bæjar- eða sveitarféiags, sjúkra-
samlags eða annarar stofnunar.