Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 37
fi. Helvella albella Quel. Ljóshnoðla.
Hatturinn 0.5—1 sm á breidd, dökkbrúnn eða svartbrúnn að ofan
en gulhvítur eða gulbrúnn að neðan, ber, hnakklaga, oft óreglulega
flipóttur, og fliparnir undnir og krymplaðir (2. mynd). Stafurinn 2—3
sm á hæð, mjór, mjókkar oft upp
eftir, gulhvítur, fínmélugur, síval-
ur með aflöngum grópum og dæld-
um hér og þar, en annars sléttur.
Gróin aflöng-sporbaugótt, 22—25
my á lengd.
Tegund þessi er náskyld H. ela-
stica Bull. sem er algeng í Evrópu,
en hefur ekki fundizt hér. Hún er
auðþekkt frá öllum öðrum íslenzk-
um Helvella-tegundum.
Fyrst getið héðan af H. Dissing
(1964) undir nafninu H. capucina
Quel., eftir eintökum sem M. Lange
safnaði í Hveragerði og nágienni,
26. júlí til 5. ág. 1959. Sjálfur hef
ég fundið þessa tegund á Droplaug-
arstöðum í Fljótsdal, 3. sept. 1961,
í þurru mólendi, í mosa. Eintökin
frá Hveragerði virðast einnig hafa vaxið í mosa.
Fundarstaðir H. albella í Evrópu virðast benda til fremur suðrænn-
ar og vestrænnar (hafsækinnar) útbreiðslu. í Skandinavíu hefur hún að-
eins fundizt sunnantil. Útbreiðsla hennar á íslandi er sennilega svipuð
og hjá Helvella crispa.
7. Helvella costifera Nannf.
Hatturinn skállaga, fölgrár eða grábrúnn á efra borði, gráhvítur eða
gulhvítur og lóhærður á neðra borði, með greinilegum, þykkum æðum
og rifjum, sem ganga út frá fellingum stafsins. Stafurinn stuttur með
fellingum, hvítleitur, stundum ógreinilegur og breikkar upp. Gróin
sporbaugótt allt að 20 my á lengd.
Tegund þessi er náskyld H. acetabulum og getur líkst henni mikið,
enda hafa eintök af henni oft verið talin til H. acetabulum.
Fyrst getið héðan af H. Dissing (1964) eftir eintökum sem M. Lange
safnaði í Selfjalli við Hveragerði, 26. júlí 1959. Sjálfur hef ég ekki orðið
hennar var.
2. mynd. Helvella albella. Droplaugar-
staðir, Fljótsdal, 3. sept. 1961 (3019).
(ca. 2x). Foto: H. Kr.
3*
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAERÆOI - Flóra, 35