Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 40

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 40
tegundar með þessu nafni íyrst getið héðan í Ferðabók Eggerts Ólafs- sonar, 1772, og litlu síðar var tegundinni lýst í Flora Danica. Árið 1799 lýsir svo T. Holmskjöld annarri tegund undir þessu sama nafni, og var sú lýsing yfirleitt notuð af fræðimönnum, enda þótt tegundin væri oft- ast kennd við König. Samkvæmt H. Dissing (1964 og 1966) leikur lítill vafi á því, að lýs- ing J. Zoega á tegund Königs, og myndin af eintaki Königs í Flora Danica, eiga við eitthvert form af Helvella lacunosa eða hina samnefndu tegund H. sulcata, og koma því H. atra Holmskjölds ekkert við. Hinnar raunverulegu H. atra, er því fyrst getið héðan af E. Rostrup (1903), eftir eintökum, sem Stefán Stefánsson safnaði á Möðruvöllum í Hörgárdal, 4. sept. 1899, og enn eru varðveitt í grasasöfnum í Kaup- mannahöfn og Reykjavík. Tvítakið í Reykjavík hefi ég skoðað, en sjálfur hefi ég ekki fundið þessa teguncl. Hún er því, enn sem komið er aðeins kunn frá þessum eina fundarstað hér á landi. Hér hefur lítillega verið getið um fundarstaði og hugsanlega út- breiðslu hnyðlusveppanna hérlendis. Allar eru tegundir þeirra fremur sjaldgæfar, nema ef til vill H. lacunosa, og því er þess varla nein von, að hægt sé að fullyrða mikið í því efni. Athyglisverð er þó hin tiltölu- lega jafna dreifing tegundanna um landið. Eftir því sem næst verður komizt hafa af þessum 10 tegundum fundizt á Norðurlandi 6, á Suður- og Suðvesturlandi 8 og á Austurlandi 5. Þar sem Norðurland verður að teljast bezt kannað sveppafræðilega, er það einnig athyglisvert, hversu fáar tegundir hafa fundizt þar, miðað við t. d. Suður- og Suð- vesturland. Ein tegund, Helvella atra, hefur aðeins fundizt á Norður- landi og önnur, Helvella costifera, aðeins á Suðurlandi. Hinar eru all- ar fundnar í tveimur eða fleiri landshlutum. Tegundirnar H. acetabu- lum, H. albella og H. crispa hafa ekki fundizt á Norðurlandi, en hins vegar bæði fyrir sunnan og austan, og virðist það óefað benda til suð- rænnar útbreiðslu í landinu. H. corium hefur sennilega fremur norð- læga útbreiðslu og fjallaútbreiðslu, og sama virðist að segja um Verpa digitaliformis og ef til vill II. atra. Sé hnyðlusveppaflóran hér borin saman við samsvarandi flórur í nágrannalöndunum, sést að hún er tiltölulega auðug, með 10 tegund- um á rnóti 5 á Grænlandi, 15 í Noregi og 16 á Bretlandi. 38 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.