Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 26
múslit, sem mikið er notaður sem indikator fyrir sýrur og basa, og
einnig í þvottabláma.
Fá má úr fléttum marga mismunandi liti og litbrigði, bæði með
notkun mismunandi tegunda fléttna og með því að meðhöndla litar-
efnin á mismunandi hátt. Úr litunarskóf (Parmelia saxatilis), sem ásamt
fleiri fléttutegundum er nefnd „litunarmosi“ í eldri íslenzkum ritum,
má fá dökkbrúnan, rauðbrúnan eða gulbrúnan lit allt eftir litunar-
aðferðinni. Einnig má fá brúnan lit úr fjallagrösum. Úr Ochrolechia
tartarea, sem einnig gengur undir nafninu litunarmosi í íslenzkum rit-
um, fást rauðir og bláir litir og úr ýmsum erlendum skeggfléttum (Us-
nea) fást rauðir og gulir litir.
Sútun með fléttum. Sumar fléttur, einkum fjallagrös og lungna-
skófir (Lobaria pulmonaria), voru notaðar til að súta skinn, en þó að-
eins í litlum mæli, þar sem erfitt var að fá nægilegt magn af þeim til
stærri iðnaðar.
Brennivin úr fléttum. Alkóhólframleiðsla úr fléttum, sem áður
þekktist einkum í Skandinavíu, hefur í seinni tíð algerlega lagzt niður
með aukinni notkun á kartöflum og kornvöru til þessarar framleiðslu.
Var talið hægt að fá 5 lítra af 50% alkóhóli úr 10 kg af fléttum. Aðal-
lega var gripið til fléttna í þessum tilgangi, þegar spara þurfti kornið
til þessarar framleiðslu. Um 1893 átti þó í Svíþjóð að hefja stórfram-
leiðslu á brennivíni úr fléttum, en sá iðnaður lagðist skjótt niður aftur,
þar sem fljótlega varð þurrð á fléttum til framleiðslunnar, vegna þess
hve endurvöxtur þeirra er hægfara.
Ilmvatnagerð og snyrtivörur. Allt frá því á 16. öld hafa fáeinar
fléttur verið notaðar við ilmvatnagerð og snyrtivöruframleiðslu. Þessi
notkun byggðist bæði á snefil af ýmsum ilmefnum, sem finnast í þess-
um fléttum en einnig á vinnslu á fíngerðu, nærri lyktarlausu dufti, senr
notað var til fyllingar í krern eða til að fixera önnur ilmefni og gera
þau endingarbetri.
Þrjár tegundir voru öðrurn fremur notaðar í þessum tilgangi: Ever-
nia prunastri, E. furfuracea og Lobaria pulmonaria. Þessar fléttur inni-
halda meðal annars snefil af tveim hágildum, ómettuðum alkóhólum,
citronellol og geraniol, sem bæði hafa þægilegan rósailm, ennfremur
vanillin og kamfóru. Úr fjallagrösum hafa einnig verið unnin lyktar-
laus efni notuð í sápur og krem.
Fléttur til skreytinga. Til skreytinga hafa aðallega verið notaðar
nokkrar tegundir af hreindýrafléttum, einkum Cladonia alpestris. Eru
þær einkum notaðar til skreytingar á grafarkrönsum. Hefur þetta eink-
um tíðkazt um norðanverða Evrópu. Frá Noregi hefur oft verið all-
24 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði