Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 26

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 26
múslit, sem mikið er notaður sem indikator fyrir sýrur og basa, og einnig í þvottabláma. Fá má úr fléttum marga mismunandi liti og litbrigði, bæði með notkun mismunandi tegunda fléttna og með því að meðhöndla litar- efnin á mismunandi hátt. Úr litunarskóf (Parmelia saxatilis), sem ásamt fleiri fléttutegundum er nefnd „litunarmosi“ í eldri íslenzkum ritum, má fá dökkbrúnan, rauðbrúnan eða gulbrúnan lit allt eftir litunar- aðferðinni. Einnig má fá brúnan lit úr fjallagrösum. Úr Ochrolechia tartarea, sem einnig gengur undir nafninu litunarmosi í íslenzkum rit- um, fást rauðir og bláir litir og úr ýmsum erlendum skeggfléttum (Us- nea) fást rauðir og gulir litir. Sútun með fléttum. Sumar fléttur, einkum fjallagrös og lungna- skófir (Lobaria pulmonaria), voru notaðar til að súta skinn, en þó að- eins í litlum mæli, þar sem erfitt var að fá nægilegt magn af þeim til stærri iðnaðar. Brennivin úr fléttum. Alkóhólframleiðsla úr fléttum, sem áður þekktist einkum í Skandinavíu, hefur í seinni tíð algerlega lagzt niður með aukinni notkun á kartöflum og kornvöru til þessarar framleiðslu. Var talið hægt að fá 5 lítra af 50% alkóhóli úr 10 kg af fléttum. Aðal- lega var gripið til fléttna í þessum tilgangi, þegar spara þurfti kornið til þessarar framleiðslu. Um 1893 átti þó í Svíþjóð að hefja stórfram- leiðslu á brennivíni úr fléttum, en sá iðnaður lagðist skjótt niður aftur, þar sem fljótlega varð þurrð á fléttum til framleiðslunnar, vegna þess hve endurvöxtur þeirra er hægfara. Ilmvatnagerð og snyrtivörur. Allt frá því á 16. öld hafa fáeinar fléttur verið notaðar við ilmvatnagerð og snyrtivöruframleiðslu. Þessi notkun byggðist bæði á snefil af ýmsum ilmefnum, sem finnast í þess- um fléttum en einnig á vinnslu á fíngerðu, nærri lyktarlausu dufti, senr notað var til fyllingar í krern eða til að fixera önnur ilmefni og gera þau endingarbetri. Þrjár tegundir voru öðrurn fremur notaðar í þessum tilgangi: Ever- nia prunastri, E. furfuracea og Lobaria pulmonaria. Þessar fléttur inni- halda meðal annars snefil af tveim hágildum, ómettuðum alkóhólum, citronellol og geraniol, sem bæði hafa þægilegan rósailm, ennfremur vanillin og kamfóru. Úr fjallagrösum hafa einnig verið unnin lyktar- laus efni notuð í sápur og krem. Fléttur til skreytinga. Til skreytinga hafa aðallega verið notaðar nokkrar tegundir af hreindýrafléttum, einkum Cladonia alpestris. Eru þær einkum notaðar til skreytingar á grafarkrönsum. Hefur þetta eink- um tíðkazt um norðanverða Evrópu. Frá Noregi hefur oft verið all- 24 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.