Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 42

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 42
FJALLABLÁBERJALYNG. Um 150 ár eru nú liðin síðan bandaríski grasafræðingurinn Bigelow uppgötv- aði einkennilegt afbrigði af bláberjalyngi í Washingtonfjallinu í austurhluta Banda- ríkjanna, sem hann nefndi Vaccinium gaultherioides. Síðan hafa svipuð afbrigði fundizt annars staðar í fjöllum og í heimskautalöndum Ameríku og Evrópu, og hafa gengið undir ýmsum nöfnum, og ýmist verið skoðuð sem afbrigði, deilitegundir eða tegundir. T. d. hefur grænlenzka bláberjalyngið oftast verið kallað Vacc. uligino- sum ssp. microphyllum Lge. í Grænlandsflórum og öðrum ritum um grænlenzku flóruna. Arið 1933 sýndi Hagerup fram á, að mismunur var í litningatölu aðaltegundar- innar og afbrigðisins. Reyndist afbrigðið vera tvílitna en aðaltegundin fjórlitna. Bendir þetta til þess, að afbrigðið sé hin upprunalega tegund en aðaltegundin af því leidd. Mismunur V. gaultherioides og V. uliginosum er aðallega stærðarmunur, og er það síðarnefnda að öllu leyti stórvaxnara, myndar runna, sem greinast á venjulegan hátt, og geta orðið allt að meters háir. V. gaultherioides er hins vegar alltaf skríð- andi smárunni, sjaldan hærri en 15 sm, og varðveitir því brum sín oftast í jarðar- borðinu, eða rétt fyrir ofan það (Chamaephyt). Blómin á V. gaultherioides eru oft- ast ein sér á 1—3 mm löngum legg, en hjá V. ulig. eru þau venjulega 2—3 saman á 3—8 mm löngum legg. Talið er að V. gaulherioides hafi sjálffrjóvgun. Áskell Löve mun fyrst hafa getið um Vaccinium gaultherioides frá íslandi, í grein í Botaniska Notizer 1950 (Some innovations and nomenclatural suggestions in the Icelandic Flora), þá undir nafninu V. microphyllum (Lge) Hagerup. Samkvæmt grein Doris Löve og N. Boscaiu 1966 (í Revue Roumaine de Biolo- gie, Serie de Botanique Tome II, nr. 4) hefur Ingimar Oskarsson safnað þessari teg- und í fjöllunt við Eyjafjörð og Reyðarfjörð, og Tékkinn Vorovka hefur safnað henni á Landmannaafrétti. í grasasafni Náttúrugripasafnsins á Akureyri eru nokkur eintök, sem gætu verið þessi tegund, enda þótt því skuli ekki slegið föstu að sinni. Eru þau öll tekin í fjöll- um við Eyjafjörð. Þar sem allar horfur eru nú á því, að Vaccinium gaultherioides verði tekin upp, sem viðurkennd tegund í íslenzku flóruna, þykir mér rétt að koma með uppá- stungu um nafngift, og dettur þá helzt í hug að nefna tegundina fjallabláberjalyng. H.Hg. 40 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.