Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 72
Gamall matjurtagarður d Hraf?iagili, Þowaldsdal. 12. 7. ’61.
EINKENNILEGUR GARÐAGRÓÐUR.
Síðastliðið sumar kom ég að eyðibýlinu Hrafnagili á Þorvaldsdal, sem fór í eyði
um 1925, oghefur ekki verið byggt þar síðan.
í gilinu við bæinn er gamall matjurtagarður með hlöðnum torfgarði allt unt
kring, eins og títt var í þá daga, í góðu skjóli og hallar vel móti sólaráttinni. (Hæð
yfir sjó, um 200 m.) Maður getur ekki annað en dáðst að því hve snilldarlega sumir
slíkir garðar voru staðsettir, og þessi var ekki sístur að því leytinu. Væri jrað kapí-
tuli fyrir sig, og mættum við nútímamenn margt af læra með alla okkar kalrækt.
Það sem mesta athygli vakti við þennan garð, var þó gróðurinn, sem nú hafði
lagt undir sig garðinn svo kyrfilega, að þar sást hvergi í mold, og gróður þessi var
heldur af einkennilegra taginu.
Við fyrstu sýn varð ekki annað séð. en þetta væri venjulegur lyngmór, og voru
aðaltegundirnar þessar: Krækilyng (Empetrum), bláberjalyng (Vacc. uliginosum),
aðalbláberjalyng (V. myrtillus), beitilyng (Calluna), bláklukkulyng (Phyllodoce coe-
rulea), sauðamergur (Loiseleuria), mosalyng (Cassiope). Þá var allmikið af grasvíði
(Salix herbacea), litunarjafna (Lycopodium alpinum), finnung (Nardus), ilmreyr
(Anthoxanthum), Ijónslappa (Alchemilla alpina), þursaskeggi (Kobresia) og korn-
súru (Polygonum viviparum). Loks voru stakar plöntur af músareyra (Cerast. al-
pinum), munablómi (Myosotis arvensis), grávorblómi (Draba incana), túnvorblómi
(Dr. rupestris), maríustakk (Alchemilla vulgaris), mýrfjólu (Viola palustris), grávíði
(Salix glauca) og loðvíði (Salix lanata). Alls 22 tegundir.
Geri aðrir matjurtagarðar betur.
70 Flúra - tímarit um íslenzka grasafræði