Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Síða 72

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Síða 72
Gamall matjurtagarður d Hraf?iagili, Þowaldsdal. 12. 7. ’61. EINKENNILEGUR GARÐAGRÓÐUR. Síðastliðið sumar kom ég að eyðibýlinu Hrafnagili á Þorvaldsdal, sem fór í eyði um 1925, oghefur ekki verið byggt þar síðan. í gilinu við bæinn er gamall matjurtagarður með hlöðnum torfgarði allt unt kring, eins og títt var í þá daga, í góðu skjóli og hallar vel móti sólaráttinni. (Hæð yfir sjó, um 200 m.) Maður getur ekki annað en dáðst að því hve snilldarlega sumir slíkir garðar voru staðsettir, og þessi var ekki sístur að því leytinu. Væri jrað kapí- tuli fyrir sig, og mættum við nútímamenn margt af læra með alla okkar kalrækt. Það sem mesta athygli vakti við þennan garð, var þó gróðurinn, sem nú hafði lagt undir sig garðinn svo kyrfilega, að þar sást hvergi í mold, og gróður þessi var heldur af einkennilegra taginu. Við fyrstu sýn varð ekki annað séð. en þetta væri venjulegur lyngmór, og voru aðaltegundirnar þessar: Krækilyng (Empetrum), bláberjalyng (Vacc. uliginosum), aðalbláberjalyng (V. myrtillus), beitilyng (Calluna), bláklukkulyng (Phyllodoce coe- rulea), sauðamergur (Loiseleuria), mosalyng (Cassiope). Þá var allmikið af grasvíði (Salix herbacea), litunarjafna (Lycopodium alpinum), finnung (Nardus), ilmreyr (Anthoxanthum), Ijónslappa (Alchemilla alpina), þursaskeggi (Kobresia) og korn- súru (Polygonum viviparum). Loks voru stakar plöntur af músareyra (Cerast. al- pinum), munablómi (Myosotis arvensis), grávorblómi (Draba incana), túnvorblómi (Dr. rupestris), maríustakk (Alchemilla vulgaris), mýrfjólu (Viola palustris), grávíði (Salix glauca) og loðvíði (Salix lanata). Alls 22 tegundir. Geri aðrir matjurtagarðar betur. 70 Flúra - tímarit um íslenzka grasafræði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.