Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 94
NYJA FLORA
Eins og gelið var i formála siðasta Flóruheftis (1967), hefur nokkuð verið um
það ratt, að breyta útgáfuháttum timaritsins i það horf, að gera það aðgengilegra
fyrir almenning, og jafnframt að stofna til nýrrar útgáfu fyrir hið þyngra og freeði-
legra efni. Finnst mér rétt, að gefa lesendum ritsins einhverja hugmynd um hinar
fyrirhuguðu breytingar, enda þólt endanlega hafi ekki verið frá þeim gengið.
Hugmynd min er sú, að Flóra haldi áfram að koma út i sviþuðu formi og verið
hefur, en i hana verði aðeins teknar stuttar greinar með aðgengilegu efni. Ekki er
þar með eetlunin, að útiloka allar visindalegar ritgerðir. Miklu fremur lield ég, að
það sé ritinu nauðsyn, að flytja jafnan eitthvað af slikum greinum, ásamt ritsmiðum
til kynningar og yfirlits, fróðleiks og skemmtunar. í stuttu máli sagt: ritið á að verða
fjölbreytt að efni. Eftir sem áður, yrði aðaláherzlan lögð á islenzka grasafraði, en
vel kemur til mála, að útvikka sviðið, og taka einnig i ritið greinar um önnur svið
islenzkrar náttúrufrœði. Sérstaka áherzlu þyrfti að leggja á vandaða og rikulega
myndskreytingu, og góða upþsetningu ritsins, enda liygg ég að útgefendur þess i
P. O. 11. muni reiðubúnir að styðja að þvi. Æskilegt vœri, að ritið gati komið út
a. m. k. tvisvar á ári, eða vor og haust.
Til að tryggja sem fjölbreyttast efni og sem viðast að af landinu, er nauðsyn-
iegt að komið verði upp fjölmennri ritnefnd, með mönnum úr ýmsum sérfrœðigrein-
um og áhugamönnum i sem flestum héruðum landsins. Hafa noklirir náttúrufrœð-
ingar og náttúruáhugamenn þegar heitið liðsinni sinu, til annarra verður leitað
innan skamms, og sjálfboðaliðum er að sjálfsögðu fagnað.
Timarit eins og það, sem hér liefur verið reynt að lýsa, retti að geta staðið fyrir
eigin liostnaði, en til þess þarf þó áskrifendafjöldinn um það bil að þrefaldast.
Finnst mér engin fjarstœða að rctla, að svo geti orðið.
Um hinn frœðilega liluta ritsins er það að segja, að liann yrði sennilega gefinn
út ineð óreglulegu millibili, og i mismunandi stórum heftum, eftir efni og ástceð-
um. Mœlli hugsa sér hann sem fylgirit Flóru, enda yrði áskrifendum gefinn koslur
á, að kaupa hann á afsláttarverði. Ymsar útlendar stofnanir myndu sennilega kjósa
að kaupa aðeins frœðilega ritið, og sömuleiðis yrði það notað til skipta við erlendar
og innlendar stofnanir.
1 samrtemi við það, er liklegt að það yrði að mestu leyli ritað á erlendum heims-
málum.
Gera má ráð fyrir, að núverandi áskrifendur Flóru vilji halda áfram áskrift að
hinu almenna riti, en hins vegar verður þeim ekki sent fylgiritið nema þeir biðji
um það sérstaklega.
Þess skal getið að lokum, að hugmyndir þœr, sem hér hafa verið settar fram,
eru aðeins minar eigin, og ber að slioða sem tillögur eða umraðugrundvöll fyrir
tilhögun útgáfunnar framvegis. Veeri ég þakklátur ef einhverjir velunnarar ritsins
vildu leggja hér orð i belg. H. Hg.
92 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði