Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 2
þriðjudagur 21. ágúst 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Ræktað Toyota-merki á grasbala borgarinnar er ekki á vegum Toyota á Íslandi: Auglýsingarnar eru einkaframtak Á grasbala nærri gatnamótum Miklubrautar og Sæbrautar má sjá merki Toyota ritað í grasið. Útlit er fyrir að um kostaða auglýsingu sé að ræða en svo virðist ekki vera. Bjarni Freyr Róbertsson, verkefna- stjóri á markaðssviði Toyota, kann- ast ekki við þessa auglýsingu. Hann telur hugmyndina hins vegar snjallt einstaklingsframtak. „Þetta er ekki auglýsing frá okkur og hún er ekki gerð að okkar tilstuðlan. Ætli þarna sé ekki einhver ánægður Toyota-eig- andi eða áhugamaður um Toyota á ferð? Þetta er hins vegar alls ekki vit- laus hugmynd sem auglýsingaleið og við hefðum alveg viljað hafa átt þessa bráðsnjöllu hugmynd,“ segir Bjarni Freyr. Fyrirtækið Garðlist sér um stærst- an hluta garðsláttar fyrir fram- kvæmdasvið Reykjavíkurborgar, þar á meðal á því svæði sem Toyota- merkið er að finna. Brynjar Kærne- sted, framkvæmdastjóri Garðlistar, hefur séð merkið og bendir á að vin- sælt hafi verið að rækta auglýsingar í þessa brekku síðustu ár. Hann tek- ur sem dæmi auglýsingar fyrir Sjálf- stæðisflokkinn sem þar hafi verið ræktaðar fyrir nokkru. Aðspurður útilokar Brynjar alfarið að merkið sé gert af starfmönnum fyrirtækisins. „Þetta er vinsæll staður og hann hefur verið það í mörg ár. Þetta er gert með því að setja áburð á grasið og þetta hefur verið vel gert. Ég hef tilfinningu fyrir því að sami aðilinn hafi staðið að baki þessu undanfarin ár. Mér finnst svolítill húmor í þessu,“ segir Brynjar. trausti@dv.is Ræktað með áburði grasbalinn við Miklubraut hefur verið vinsæll staður til að rækta ýmis skilaboð. grunur leikur á að um sama aðila sé að ræða. Eftirlit með gæsaveiðum Lögreglan á Blönduósi mun sinna reglubundnu eftirliti með gæsaskyttum á gæsaveiðitíma- bilinu sem hófst í gær. Lögreglu- menn keyra um umdæmið og kanna hvort gæsaskytturnar hafi tilskilin leyfi til þess að stunda veiðarnar, bæði byssuleyfi og veiðileyfi frá landeigendum. Þá mun lögreglan fylgjast með því að skotveiðimenn séu ekki á fjórhjólum þar sem það er bannað. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi hefur eftirlitið gengið vel undanfarin ár, því einungis í undantekningartilvikum hafi skotveiðimenn ekki rétt leyfi. Harður árekstur Fólk slapp án teljandi meiðsla í hörðum árekstri tveggja bíla við Skjálfandafljótsbrú í Kinn, skammt frá Rauðuskriðu á sunnudagskvöld. Ökumaður annars bílsins kenndi eymsla í hálsi og var í kjölfarið fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi, en meiðsl hans reyndust óveruleg. Báðir bílarnir voru ökufærir eftir áreksturinn. Að sögn lög- reglunnar á Húsavík voru allir farþegar í bílbeltum. 130 þúsund í sekt fyrir ofsaakstur Lögreglan á Selfossi hafði í nógu að snúast í nótt við hraðamælingar á þjóðvegi númer eitt. Á næturvaktinni einni, í fyrrinótt, voru 10 öku- menn teknir fyrir of hraðan akstur yfir nóttina þar sem þeir óku flestir á bilinu 110 til 115 kílómetra hraða á klukku- stund. Fyrir vikið hljóta þeir myndarlega sekt. Ungur ökumaður, 24 ára gamall karlmaður, skar sig úr í nótt fyrir ofsaakstur nærri Hveradölum. Lögreglan hafði afskipti af honum rétt eftir miðnætti er hann mældist á 150 kílómetra hraða. Öku- maðurinn missir ökuréttind- indi sín í mánuð, fær að öll- um líkindum fjóra punkta og hlýtur 130 þúsund króna sekt. Hraðakstur á Suðurnesjum Átta ökumenn voru teknir af lögreglunni á Suðurnesjum síðustu tvo daga. Gerðust þeir allir sekir um of hraðan akstur og flestir þeirra á Reykjanesbraut- inni. Sá sem hraðast ók á braut- inni ók á 136 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði er 90. Einn öku- maður var mældur á 90 kíló- metra hraða innanbæjar þar sem leyfður hraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Einn ökumaður var jafnframt tekinn fyrir ölvunar- akstur í umdæminu. Kennara vantar í 21 af 39 grunnskólum Reykjavíkurborgar. Fræðslustjóri Reykjavíkur er bjartsýnn á að vel gangi að ráða í þær stöður sem enn eru ómannaðar. Formaður félags grunnskólakennara telur að aukið álag verði á kennara í vetur. KENNARA VANTAR ENN Í MEIRIHLUTA SKÓLANNA „Það er hætt við því að veturinn verði þungur,“ segir Ólafur Loftsson, for- maður Félags grunnskólakennara. Hann segir ljóst að kennarar verði undir auknu álagi á komandi vetri. „Það er verið að fjölga í námshópum og óskað eftir að kennarar vinni meiri yfirvinnu en góðu hófi gegnir.“ Á fundi menntaráðs Reykjavíkur- borgar í gær var lýst yfir ánægju með hversu vel hafi gengið að ráða kenn- ara til starfa og að ljóst sé að skólahald muni hefjast með eðlilegum hætti. Undanfarna tíu daga hefur verið ráðið í rúmlega þrjátíu kennarastöður. Ól- afur telur of snemmt að fagna og telur skynsamlegra að bíða fram á veturinn með að meta stöðuna. Réðu 30 kennara á 10 dögum Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri Reykjavíkur, segir að allflestir þeirra sem ráðnir hafa verið séu með kenn- aramenntun. „Í örfáum tilvikum er um að ræða kennaranema sem eiga afar lítið eftir af náminu. Ekki hefur þurft að koma til þess að við förum að ráða leiðbeinendur.“ Ólafur Loftsson segir það koma sér á óvart að þrjátíu kennarar hafi kom- ið fram á síðustu tíu dögum og viljað ráða sig til starfa. Ragnar segir það ekki undarlegt þó að um þrír tugir manna geri upp hug sinn rétt fyrir skólabyrjun. Alls eru um 1.540 stöðugildi kennara við grunnskóla Reykjavíkurborgar og bendir hann á að þrjátíu manns séu lítill hluti af þeirri heild. Hann segir að fáa kennara vanti í hvern þeirra skóla sem ekki hefur náð að fullmanna. „Það vantar frá hálfu og upp í tvö stöðugildi í hvern skóla.“ Hann telur eðlilegt að ýmsar tilfærsl- ur eigi sér stað fyrstu dagana eftir að grunnskólar hefjist og að skólahald muni ekki tefjast þó að enn vanti kennara. Laun of lág Ólafur segir að grunnskólarnir séu ekki samkeppnishæfir við markað- inn þegar baráttan snýst um kenn- ara. „Það vantar kennara því þeim bjóðast betri kjör annars staðar. Bæði missum við reynda kennara og sjáum ekki eins marga unga kennara og bú- ist hafði verið við.“ Því sé ljóst að fólk með kennaramenntun leitar annað en í skólana. „Við bentum á það í fyrra að ef ekki yrðu gerðar eðlilegar leiðréttingar á kjörum kennara, eins og heimilt var samkvæmt kjarasamningi, yrði þetta staðan í haust,“ segir Ólafur og bendir á að sá kennaraskortur sem blasir við nú ætti ekki að koma forsvarsmönn- um sveitarfélaganna á óvart. Að mati Ólafs er óviðunandi að þannig sé hliðrað til í starfi grunn- skólanna að kennarar þurfi að vinna undir auknu álagi. Ragnar viðurkennir að skortur á starfsfólki valdi þeim streitu sem eru við störf en kannast ekki við að hóp- ar séu of stórir. „Bekkjareiningin er á undanhaldi. Það er orðið mjög algengt að yngri árgöngum sé kennt saman sem einni heild.“ Hann tekur dæmi af fjörutíu manna árgangi. „Kennarar horfa á þennan árgang sem eina heild og vinna með hann eftir því sem þörf er á.“ Þannig sé hópnum mögulega skipt í minni einingar eftir námsgetu í hverju fagi. „Annars eru engin viðmið hvað varðar stærðina. Það er ekkert hámark og ekkert lágmark.“ „Það vantar kenn- ara því þeim bjóðast betri kjör annars stað- ar. Bæði missum við reynda kennara og sjáum ekki eins marga unga kennara og búist hafði verið við.“ Ólafur Loftsson þegar kjarasamningar voru ræddir í fyrra var yfirvöldum gert ljóst að þetta yrði ástandið í haust ef ekk- ert yrði að gert. Grunnskólabörn ragnar þorsteinsson, fræðslu- stjóri reykjavíkur, segir að fáa kennara vanti í hvern þeirra skóla sem ekki hefur náð að fullmanna. ERLa HLynsdÓttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.