Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 17
DV Sport þriðjudagur 21. ágúst 2007 17 enski boltinn Boro Býður í Alves Enska úrvalsdeildarliðið Middles- brough hefur boðið 6,1 milljón punda, um 817 milljónir króna, í brasilíska sóknarmanninn alfonso alves, leikmann Heerenveen. alves er 26 ára og var markahæsti leikmaður hollensku úrvals- deildarinnar á síðustu leiktíð með 34 mörk. „Félagið hefur mikinn áhuga á mér. Middlesbrough hefur sýnt það með þessu tilboði. Ég hef áhuga á að spila með svona stóru liði og í ensku úrvalsdeildinni,“ segir alfonso í samtali við hollenska blaðið de telegraaf. Fjórir drAgA sig úr hópnum steven gerrard, darren Bent, sol Campbell og Owen Hargreaves hafa allir dregið sig úr enska landsliðs- hópnum vegna meiðsla. England mætir þýskalandi í æfingaleik á Wembley á morgun. gerrard er tábrotinn, Bent meiddur á læri, Campbell í nára og Hargreaves er meiddur á hné. góðu fréttirnar fyrir Englend- inga eru þær að david Beckham verður með. Beckham mætti á æfingu í gær þar sem þrír markverðir voru mættir og aðeins þrettán útileikmenn. þjóðverjar hafa einnig þurft að horfa á eftir leikmönnum í meiðsli. Miroslav Klose, Bastian schweinsteiger og sami Khedira hafa allir dregið sig úr þýska hópnum vegna meiðsla. gAllAs Frá í þrjár vikur William gallas, leikmaður arsenal, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar vegna nárameiðsla sem hann hlaut í leik arsenal og Blackburn. gallas meiddist á 24. mínútu eftir samstuð við roque santa Cruz. gallas bað strax um sjúkraþjálf- ara og haltraði af velli skömmu síðar. „Hann er meiddur í nára, ég vissi það strax. Hann verður frá í þrjár vikur,“ sagði arsene Wenger, stjóri arsenal. meiðsli Bojinovs verri en hAldið vAr í Fyrstu Meiðsli Valeris Bojinov, sóknarmanns Manchester City, eru verri en haldið var í fyrstu. Bojinov meiddist í leik nágrannaliðanna Manchester City og Manchester united og í fyrstu var talið að hann yrði frá keppni í þrjá mánuði. Nú er talið að hann gæti orðið frá keppni í fjóra til fimm mánuði vegna skaddaðra liðbanda í hné. Bojinov fer til rómar á næstu dögum og mun gangast undir aðgerð þar hjá sama lækni og kom ítalska sóknarmannin- um Francesco totti í lag fyrir HM í fyrra. BouBA diop má FArA Papa Bouba diop, leikmaður Fulham, hefur sagt að hann megi yfirgefa félagið. „Ég sagði stjóranum í sumar að ég vilda nýja áskorun og nú hefur hann sagt já. þetta er mitt fjórða tímabil með Fulham og ég hef aldrei unnið neitt. Ég vil vinna eitthvað eða spila í Evrópukeppni. Ég veit ekkert hvort ég fari til liða eins og arsenal og Manchester united en það eru góð lið sem hafa áhuga á mér og verða að bíða. Ég vil ekki segja hvaða lið það eru. En ég býst við að yfirgefa Fulham áður lokað verður fyrir leikmannakaup,“ segir diop. Enski knattspyrnudómarinn Rob Styles mun ekki dæma leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um næstu helgi vegna slakrar frammi- stöðu í leik Liverpool og Chelsea. Þetta staðfesti Keith Hackett, yfir- maður dómaramála í ensku úrvals- deildinni. Styles færði ensku bikarmeistur- unum í Chelsea vítaspyrnu á silfur- fati þegar franski landsliðsmaðurinn Florent Malouda féll í vítateig Liver- pool. Styles bað Liverpool afsökunar eftir leikinn. „Það er undir dómurunum komið að hafa stórar ákvarðanir á hreinu og í þessu tilfelli var þetta röng ákvörð- un. Rob mun því ekki dæma um næstu helgi,“ segir Hackett. Skömmu eftir að hafa gefið Chel- sea vítaspyrnu virtist hann sýna Mi- chael Essien, leikmanni Chelsea, gult spjald en Essien hafði fengið gult spjald fyrr í leiknum. Styles sagði að hann hefði verið að gefa John Terry, fyrirliða Chelsea, gult spjald. Essien var hins vegar næstur dómaranum og taldi að hann hefði verið að fá sitt annað gula spjald. Steven Gerrard, fyrirliði Liver- pool, sagði að vítaspyrnudómur- inn hefði verið mjög ósanngjarn og var ósáttur við frammistöðu Styl- es í leiknum. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var á öðru máli og sagði að Styles hefði átt jákvæðan leik, á heildina litið. „Ég held að þetta hafi verið víti,“ sagði Mourinho eftir leikinn. Hann var hins vegar meira hissa á gula spjaldinu sem Styles sýndi Terry. „Dómarinn sagði aðeins hafa spjaldað einn leikmann, John Terry, en Essien stóð þarna lengi og hann sagði við mig eftir leikinn að hann hefði haldið að hann væri að fá sitt annað spjald,“ bætti Mourinho við. styles þarf frí Enski dómarinn Graham Poll komst í fréttirnar á síðasta ári fyrir að gefa króatíska varnarmanninum Josip Simunic þrjú gul spjöld áður en hann rak Simunic af velli. Leik- urinn var í riðlakeppni HM í Þýska- landi. Poll fékk í kjölfarið vænan skammt af gagnrýni og sagði Styles að hann hefði gott af því að dæma ekki um næstu helgi. „Ef þetta væri ég, þá yrði ég sátt- ur með að fá frí um næstu helgi, sleikja sárin, endurheimta styrkinn og sjálfstraustið og koma svo aftur,“ segir Poll, sem lagði dómaraflaut- una á hilluna eftir HM í fyrra. Poll segir að Styles hafi ekki ver- ið í góðri aðstöðu til að sjá atvikið. „Ef hann hefði verið á réttum stað, þá hefði hann séð þetta eins og við sáum það í sjónvarpinu og þá hefði hann aldrei dæmt vítaspyrnu.“ deildin má ekki við því að missa styles Jeff Winter, sem einnig er fyrr- verandi dómari í ensku úrvalsdeild- inni, er á öðru máli. Hann segir að enska úrvalsdeildin megi ekki við því að missa Styles um næstu helgi. „Það er vandamál í ensku úr- valsdeildinni, við sáum dómara hætta eftir síðasta tímabil. Þeir eru ekki nægilega margir,“ segir Winter en viðurkennir að Styles hafi gert mistök þegar hann dæmdi víta- spyrnuna. „Það voru mikil mistök. Eitt af því sem dómari veit er að hann mun gera mistök í leikjum. Það sem þeir vonast eftir er að þau mis- tök hafi ekki áhrif á úrslit leiksins. Því miður fyrir Rob Styles, þá réðu þessi mistök miklu um úrslit leiks- ins. Hver veit? Þetta gæti haft áhrif á niðurstöðu tímabilsins. Það er ekki hægt að verja þessa ákvörðun. Það var augljóslega ekki vítaspyrna og hafði áhrif á úrslit leiksins,“ seg- ir Winter. Aðstoðardómari í bann Annað umdeilt atvik stendur upp úr eftir leiki helgarinnar í ensku úr- valsdeildinni. Fulham kom boltan- um yfir marklínu Middlesbrough í uppbótartíma en dómarinn og að- stoðarmaður hans dæmdu ekki mark. Aðstoðardómarinn í þeim leik, Ian Gosling, hefur einnig verið dæmdur í bann um næstu helgi. Atvikið hefur vakið upp umræðu um að fá aukna tækni í fótboltann og Graham Poll er sammála því. „Þeir sögðu aldrei að þetta hefði ekki verið mark. Það sem þeir sögðu var að þeir sáu ekki nægilega vel hvort boltinn fór yfir línuna eða ekki. Það er kom- inn tími á aukna tækni og því fyrr, því betra,“ segir Poll. dAgur sveinn dAgBjArtsson blaðamaður skrifar: dagur@dv.is stYles Í bAnn Afdrifarík ákvörðun rob styles mun ekki dæma leik í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi vegna mistaka sem hann gerði í leik Liverpool og Chelsea. Umdeildar ákvarðanir robs styles í leik Liverpool og Chelsea draga dilk á eftir sér. Nú hefur yfirmaður dóm- aramála í ensku úrvalsdeildinni gripið til aðgerða. Tveir fyrrverandi dómarar í ensku úrvalsdeildinni hafa nú komið Styles til varnar, annar segir að hann þurfi á fríi að halda en hinn segir að úrvalsdeildin megi ekki við því að missa Styles. Fram svaraði yfirlýsingu frá Valsmönnum um hugsanleg félagaskipti sigfúsar páls: SIGFÚSARSAGAN HELDUR ÁFRAM Framarar sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna máls leikmannsins Sigfús- ar Páls Sigfússonar, sem vill yfirgefa fé- lagið. Þar segja þeir Valsmenn afbaka ákvæði úr samningi Sigfúsar um að fé- lagið megi kaupa leikmanninn að and- virði fimm þúsund evra. Það ákvæði hafi eingöngu verið sett í samning ef Sigfús færi til vinnu eða náms erlendis og spili þar með smáliði. Í síðustu viku setti Valur yfirlýsingu á heimasíðu sína þar sem þeir vitna í útdrátt úr samningi sem þeir hafa í höndum frá Sigfúsi. Þar stendur með- al annars að Valsmenn megi kaupa leikmanninn fyrir um 450.000 krón- ur og sé það í samningi Sigfúasar við Fram en Valsmenn voru með útdrátt úr honum sem þeir vitnuðu í á heima- síðu sinni. „Hámarksfjárhæð í samningum um félagaskipti við smálið erlendis er 5000 evrur ... (u.þ.b. ísl. Kr. 450.000.-) Gæta skal sanngirni í samningum um félagaskipti við innlend lið og stórlið erlendis. Valur hefur boðið Fram ann- ars vegar kr. 600.000,- og hins vegar kr. 1.500.000.“ segir í yfirlýsingu frá Val á föstudag.“ Framarar svöruðu þessu í yfirlýs- ingu á heimasíðu sinni í gær. „Eins og kemur fram á heimasíðu Vals, er kveðið á um í samningi Sigfúsar Páls að hámarksfjárhæð í samningum um félagaskipti við smálið erlendis er 5.000 evrur. Þetta ákvæði var sett inn til skýringar á öðru ákvæði í viðauka- samningi Sigfúsar sem fjallar um þá hugsanlegu stöðu að leikmaðurinn fái inngöngu í erlendan skóla eða myndi ráða sig til starfa erlendis. Ef Sigfús Páll vill hins vegar ganga til liðs við erlent stórlið eða annað félag innanlands á þetta ákvæði ekki við. Það er vægast sagt lágkúrulegt af hálfu Valsmanna að reyna að snúa út úr velvild Fram til að sýna sveigjanleika gagnvart félaga- skiptum leikmanna sinna til smáliða erlendis samhliða náms- eða vinnu- dvöl erlendis, sér til hagsbóta. Sérstaklega var tekið fram í samn- ingaviðræðum milli Fram og um- boðsmanns Sigfúsar að ef Sigfús hefði áhuga á að ganga til liðs við Val, eða annan af helstu keppinautum Fram hérlendis, myndi félagaskiptagjald- ið vera töluvert hærra en ef liðið sem um ræddi væri t.d. í annarri deild en Fram,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Fram og félagið krefst auk þess afsök- unarbeiðni frá Val, vegna yfirlýsing- ar félagsins. Ekki náðist í Sigfús vegna málsins en ljóst er að nokkuð mun dragast á langinn að niðurstaða fáist í þetta mál. vidar@dv.is vill fara sigfús Páll sigfússon, leikmaður Fram, vill komast frá félaginu og ganga í raðir Íslandsmeistara Vals.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.