Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 26
Hinn þekkti málari Goya er hér notaður til að segja stórbrotna sögu sem snýst í grunninn um mun meira en örlög nokkurra einstaklinga. Eitt módela hans er dregið í rannsóknar- réttinn fyrir trúvillu. Unglingurinn er sakaður um að stunda gyðingdóm á laun sem kaþólska kirkjan lítur mjög alvarlegum augum. Faðir hins meinta trúvillings leit- ar til Goya þar sem hann hefur mál- að ófáan valdsmanninn og vonar að vinskapur hans við Lorenzo nokkurn geti liðkað til. Faðir Lorenzo er áhrifa- maður innan kirkjunnar sem hefur knúið á um afturhvarf til ógeðfelld- ari aðferða til að halda guðsóttanum við. Átjánda öldin reynist kristinni kirkju erfið. Tíminn þegar árar voru á sveimi yfir pönnukökuflatri jörð eru liðnir en völdin eru ennþá kirkjunn- ar. Ferskir vindar nýrra hugmynda, upplýsingar og byltinga knýja á um aðgerðir af hálfu kirkjunnar. Hug- tök eins og „kristinn kærleikur“ hafa sjaldan verið jafnmerkingarlaus og týnast í steikarlykt af brenndu holdi „heiðingja“. En breytingar koma og fara og Goya sveiflast í vindum afturhalds og byltingar án þess að slíta rætur. Hann er í raun frekar fyrirferðarlítill sem persóna í þessari kvikmynd þótt hann sé alltaf til staðar. Hann sleikir valdsliðið yfirborðslega upp án þess þó að gangast þeim á hönd. Það ger- ir hann að hinum fullkomna sögu- manni á sviði þar sem völdin skipta höndum, fánum, tungumálum og hugmyndum. Myndin rúllar sann- færandi gegnum spennuþrungna mannkynssöguna og förðun, bún- ingar og sviðsmynd spila frábær- lega með. Tónlistin er tilkomumikil og þjónar frásögninni eins og best verður á kosið. Leikaraskarinn er af öllu þjóðerni og er prýðilegur. Sérstaklega er það ánægjulegt að fylgjast með Lorenzo sem er leikinn af Javier Bardem. Hann er virkilega áhugaverður, dul- arfullur og óhuggulega vel leikinn. Faðir Gregorio er einstaklega yfir- vegaður í krafti valds síns og er því sömuleiðis skilað með mjög góðum leik Michael Lonsdale. Myndin sýnir miskunnarlaust hið rétta andlit sögupersóna og þess sem þeir standa fyrir. Kirkjan er ekki það eina sem birtist óhuggulega og samt fá allar persónurnar sam- úð þótt ekki sé nema í smástund. Þannig er mannfólkið og þessi mynd er mannleg. Eftir stendur stórkost- legur hryllingur óskoraðs valds óháð hvaða krossi eða fána þeir veifa. Myndin vekur spurningar sem eiga vel við í dag. Hversu djúpt rist- ir umbreytingin á sjálfu eðli fólksins þótt það sé sett í nýjan hugmynda- kassa með nýjum valdhöfum? Eins hvernig rannsóknarrétturinn pyntar fram sinn sannleik og lætur fórnar- lambið trúa heils hugar uppskáld- uðum játningum sínum á trúvillu. Hvaða gagn er að slíkum sannleik? Hvernig ætlarðu að frelsa þjóð frá alræði með því að beita morðum og níðingsverkum í ferlinu? Frelsar- ar sem fara þannig fram eru álitnir hernámslið sama hversu góðan mál- stað þeir hafa. Sagan kemur sífellt á óvart og mann grunar aldrei hvar þessi áhrifamikla ferð endar. Ekk- ert er hægt að setja út á hér nema að myndin var ekki sýnd af filmu heldur beta-vídeói og meðfylgjandi truflan- ir voru pirrandi. Einnig væri æskilegt að hafa texta þótt ekki væri nema á stærstu myndum kvikmyndahátíð- arinnar. En það kemur að sjálfsögðu ekki sjálfri myndinni við sem er hik- laust með þeim allra bestu úr smiðju Milos Forman og hann hefur nú gert þær nokkrar. Erpur Eyvindarson Bíódómur Fantasmas de Goya / Goya‘s Ghosts Frábær mynd í alla staði sem sýnir á raunsæan hátt hversu illilega er hægt að misnota óskorað vald og aðfarir kirkjunnar á því sviði Leikstjóri: Milos Forman Aðalhlutverk: Javier Bardem, Natalie Portman, Stellan Skarsgård Niðurstaða: HHHHH þriðjuagur 21. ágúst 200726 Bíó DV Hugmyndin á bak við bílabíóið er að sýna ameríska mynd á amerískri grundu enda er bílabíó einstaklega amer- ískt fyrirbæri. Myndin sem verður sýnd er American Graffiti frá árinu 1973. En það er stjörnustríðsheilinn George Lucas sem gerði myndina á sínum tíma. Hún fjallar um uppá- tæki og afdrif nokkurra framhaldsskólanema kvöldið áður en þeir fara í háskóla. Í myndinni stigu þeir Harrison Ford, Ron Howard og Richard Dreyfuss sín fyrstu skref. Flugskýlið sjálft er stærsta bygging á landinu og getur auðveldlega hýst um 1.500 bíla. Það mun því ekki skipta máli hvernig viðrar. Hljóði myndarinnar verður svo útvarp- að á sýningunni þannig að hver og einn getur stillt bílaút- varpið inn. Haldið verður bílabíó á varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll í tilefni af kvikmyndahátíðinni RIFF: BÍLABÍÓ Á VARNARSVÆÐINU American Graffiti eftir George Lucas Verður sýnd í bílabíói í flugskýlinu á varnarsvæðinu. HRYLLINGUR ÓSKORAÐS VALDS Vel leikin „Hiklaust með þeim allra bestu úr smiðju Milos Forman.“ Fantasmas de Goya eða Goya‘s Ghosts „Myndin sýnir miskunn- arlaust hið rétta andlit sögupersóna og þess sem þær standa fyrir.“ DIGITAL krInGLunnI RATATOUILLE ENSKU TAL kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:40 L RATATOUILLE ENSKU TAL kl. 8 L RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 3 - 5:30 L TRANSFORMERS kl. 10:30 10 TRANSFORMERS kl. 5 - 8 - 10:30 10 TRANSFORMERS kl. 5 - 8 - 10:50 NANCY DREW kl. 6 - 8:10 - 10:20 7 GEORGIA RULES kl. 8 7 HARRY POTTER 5 kl. 3 - 8 10 SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 3 - 4 - 6 L OCEAN´S 13 kl. 10:30 7 RATATOUILLE ENSKU TAL kl. 8 - 10:30 L RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 4:30-5:30 L TRANSFORMERS kl. 8 - 10:40 10 HARRY POTTER 5 kl. 4:30 10 GEORGIA RULES kl. 10:10 7 NANCY DREW kl. 8 7 AkureyrI RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 6 L RATATOUILLE ENSKU TAL kl. 8 -10:15 L TRANSFORMERS kl. 6 - 9 10 RUSH HOUR 3 kl. 8 - 10 12 RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 8 L TRANSFORMERS kl. 10 7 s. 482 3007seLfossI áLfAbAkkA RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 6:40 L RATATOUILLE ENSKU TAL kl. 9 L THE TRANSFORMERS kl. 9 10 BLIND DATING kl. 7 10 Þeirra stríð. okkar heimur FrÁ miChaeL BaY oG steVeN sPieLBerG stÆrsta mYND sumarsiNs www.SAMbio.is 575 8900 Hj. MBL nýjasta meistaraverk Pixar og Disney VIP DIGITAL VIP kefLAvík DIGITAL DIGITAL DIGITAL RUSH HOUR 3 kl. 4, 6, 8 og 10.15-POWER 12 RATATOUILLE íslenskt tal kl. 3.45 og 5.45 L TRANSFORMERS kl. 7 og 10 10 PLANET TERROR kl. 10 16 SIMPSONS íslenskt tal kl. 4 L www.laugarasbio.is - Miðasala á - bara lúxus LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR Sími: 553 2075 Íslenskt tal DEATH PROOF kl. 8 THE SIMPSONS MOVIE ENSKT TAL kl. 6 16 NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 RUSH HOUR 3 kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 RUSH HOUR 3 LÚXUS kl. 5.50 - 8 - 10.10 THE SIMPSONS MOVIE ENSKT TAL kl. 4 - 6 - 8 - 10 THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 4 - 6 EVAN ALMIGHTY kl. 4 - 6 DIE HARD 4.0 kl. 8 - 10.45 DEATH PROOF kl.10 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 MIÐASALA Á KL. 5.30 Sicko / Death of a President / Goya´s Ghosts KL. 8 Sicko / The Bridge / Curse Of The Golden Flower KL. 10.30 Sicko / Fast Food Na.. / Deliver Us From Evil / Zoo SÝNINGARTÍMAR BÍÓDAGA GRÆNA LJÓSSINS12 14 16 12 RUSH HOUR 3 kl. 6 - 8 -10 THE SIMPSONS MOVIE ENSKT TAL kl. 8 THE SIMPSONS MYNDIN ÍSL. TAL kl. 6 THE INVISIBLE kl. 10 12 14 RUSH HOUR 3 kl. 6.30 - 8.30 - 10.30 THE SIMPSONS MOVIE ENSKT TAL kl. 8 - 10 THE SIMPSONS MYNDIN ÍSL. TAL kl. 6 BECOMING JANE kl. 5.30 - 8 - 10.30 DAGSKRÁ OG MIÐASALA Á WWW.MIDI.IS ALLAR UPPLÝSINGAR Á GRAENALJOSID.IS SICKO með íslensku m texta THE BRIDGE DEATH OF A PRESIDEN T FROM EVIL DELIVER US TOPPMYNDIN Í USA Jackie Chan og Chris Tucker fara á kostum í fyndnustu spennumynd ársins! ZOO CURSE OF FLOWER THE GOLDEN GOYA´S GHOSTS FAST FOOD NATION

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.