Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 27
Í mynd með Kidman Leikarinn Ralph Fiennes, sem hefur undanfarið gert það gott í Harry Potter-myndunum, mun leika aðalhlutverkið á móti Nicole Kidman í rómantísku dramamyndinni The Reader. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Bernhard Schlink og er það leikstjórinn Stephen Daldry sem situr við stjórnvölinn. Myndin fjallar um ungan dreng sem á í sambandi við eldri konu. Konan hverfur svo dag einn og kemst hann þá að því að hún er sek um hræðilegan glæp. Þóra Tómasdóttir gerir heimildarmynd um baráttu kvennalandsliðsins í undankeppni EM: Mynd um kvennalandsliðið „Ég ætla að gera heimildarmynd sem fylgir íslenska kvennalands- liðinu í baráttunni um að komast á Evrópumótið 2009,“ segir Þóra Tóm- asdóttir, dagskrárgerðarkona úr Kast- ljósinu. „Ég kynntist þessum stelpum fyrst þegar ég fylgdi þeim heilan dag fyrir Kastljósið út af Serbíuleiknum og eftir það var ég fullviss um að þær væru efni í meiriháttar bíómynd,“ segir Þóra um hvernig hugmynd- in kom til en hún mun gera mynd- ina ásamt Hrafnhildi Gunnarsdóttur kvikmyndagerðarkonu. „Ég er lítil íþróttamanneskja og hef nánast aldrei sparkað í bolta en ég gat ekki annað en dáðst að velgengni liðsins, “ og undirstrikar Þóra að það sé löngu tímabært að liðið fái verð- skuldaða athygli. „Það er erfitt fyr- ir litlar stelpur sem eru í fótbolta að þurfa að bera sig endalaust saman við Eið Smára og David Beckham. Mig langar að sýna þeim hversu flott lið þetta er og hvað það er fullt af stjörn- um. Og hvað þessar ungu stelpur geta náð langt.“ Þóra segir að sterk íslensk fyr- irtæki hafi sýnt verkinu mikinn áhuga enda muni það kosta sitt að gera mynd af þessu tagi. „Undir- búningsvinna er komin á fullt og tökur munu hefjast á næstunni,“ segir Þóra spennt að lokum. Næsti leikur liðsins er úti á móti Slóveníu á sunnudaginn kemur klukkan 15 og er sýndur beint á RÚV. asgeir@dv.is Hljómsveitin BB&BLAKE sam- anstendur af tvíeykinu Veru Sölva- dóttur kvikmyndagerðarkonu og Magnúsi Jónssyni, leikara og fyrrver- andi meðlim hljómsveitarinnar Gus Gus. BB&BLAKE gaf nýlega út sína fyrstu smáskífu sem nefnist Must- ang og er breiðskífan Great Getaway væntanleg fyrir jólin. „Samstarfið hófst þegar ég var að gera stuttmynd úti í Frakklandi sem nefnist Mons- ieur Hyde. Ég kannaðist aðeins við Magnús og bað hann að semja tón- listina við myndina. Ég byrjaði að- eins að syngja fyrir hann á frönsku, því ég var bara að kenna honum mál- ið fyrir lag sem hann ætlaði sjálfur að syngja. Svo byrjaði Magnús að vinna úr einhverju sem ég hafði sungið og bjó til lítið lag úr því sem hann sendi mér til Frakklands,“ segir Vera sem var í kvikmyndanámi í Frakklandi í fimm ár. „Í kjölfarið fórum við svo að starfa saman, ég í Frakklandi og hann á Íslandi. Ég keypti mér hljóð- nema sem ég tengdi við tölvuna og við fórum að búa saman til tónlist og ákváðum svo í raun og veru að stofna bara band. Þegar ég kom svo heim varð BB&BLAKE formlega að hljómsveit og við höfum unnið við gerð plötunnar í um það bil ár núna,“ segir Vera. Breiðskífa væntanleg fyrir jólin Vera hafði sungið með tveimur strákum úti í Frakklandi og verið í bandi þar en fluttist heim til að eftir- vinna stuttmynd sína sem sýnd verð- ur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. „Fyrsta lagið sem ég bjó til heitir Black Bunny og ég ákvað að taka mér það nafn þegar við vorum að leita að nafni fyrir bandið. Magn- ús hefur spilað lengi undir nafninu Blake og við ákváðum bara að sam- eina það, úr því varð þá BB&BLAKE,“ segir Vera sem lýsir tónlist þeirra sem tölvupoppi. „Við erum að fara að skjóta mynd- bandið við Mustang núna á næstu dögum og ég kem til með að leik- stýra því. Það verður vonandi bara klárt eftir helgi og fer sem fyrst í spil- un. Við erum nýbúin að dreifa lag- inu á útvarpsstöðvarnar og ég hef til dæmis heyrt það á Rás 2,“ segir Vera. „Planið er að gefa breiðskífuna okkar út fyrir jólin. Við erum í raun búin að semja plötuna en það er bara verið að mixa hana og vinna núna. Þangað til þurfum við bara að æfa okkur í að halda tónleika og halda svo útgáfu- tónleika þegar platan kemur út.“ Eins og kameljón Það sem gerir BB&BLAKE ör- lítið frábrugðna öðrum sveitum er að Vera og Magnús leitast við að blanda saman tónlist og kvikmynd. „Þetta er mjög sjónrænt, við búum til svona ákveðnar týpur og það er alveg hluti af plottinu að koma bíó- myndahliðinni inn í tónlistina sem við erum að gera þar sem við erum bæði mjög kvikmyndasinnuð,“ seg- ir Vera en bætir því við að persón- urnar BB og Blake geti brugðið sér í allra kvikinda líki. „Þau eru í raun svona kameljón sem eina stundina eru spæjarapar en þá næstu eru þau hamingjusöm fjölskylda og mað- ur veit eiginlega aldrei hvar maður hefur þau. Við höfum þetta svona til að gefa karakterunum meira frelsi og geta gert meira í sambandi við myndböndin en BB og Blake koma alltaf til með að vera aðalpersón- urnar en bara í mismunandi að- stæðum.“ Vera og Magnús semja sjálf og spila alla tónlistina auk þess sem þau sjálf sjá um að gefa plöt- una út. „Í raun og veru bauðst okkur samningur sem okkur leist ekkert á því útgáfufyrirtækin taka mjög mik- ið af hagnaðinum og vilja fá að ráða miklu en í dag eru þessi útgáfufyr- irtæki nánast orðin óþörf. Samstarf okkar Magnúsar hefur líka gengið mjög vel og það er bara búið að vera alveg ótrúlega gaman hjá okkur,“ segir Vera að lokum en áhugasöm- um er bent á Myspace-síðu sveitar- innar, myspace.com/bbblakeband, þar sem hægt er að hlusta á fyrsta smáskífulag þessarar áhugaverðu sveitar. krista@dv.is Þriðja ljósku- myndin Leikstjórinn Steve Holland kemur til með að leikstýra þriðju Legally Blonde-myndinni sem skartar Reese Witherspoon í hlutverki ljóskunnar Elle Woods. Holland sagði í nýlegu viðtali að það væri staðfest að þriðja myndin yrði gerð og að hann kæmi til með að leikstýra. Hann sagðist auk þess lítið geta gefið upp um söguþráðinn nema þá kannski að þetta yrði mjög sæt og fyndin mynd. Í síðustu mynd um Elle Woods skellti hún sér í lögfræðinám svo það er aldrei að vita hverju hún tekur upp á í þessari þriðju mynd sem kemur til með að heita Legally Blondes. Bregður fyrir í Batman Þingmaðurinn Patrick Leahy hefur nælt sér í aukahlutverk í nýjustu Batman-myndinni, The Dark Knight. Leahy sem situr í flokki demókrata í Vermont-fylki er gríðarlega mikill Batman-aðdáandi og er þetta ekki fyrsta Batman-myndin sem honum bregður fyrir í því örlítið sást til hans í Batman og Robin árið 1997. Í atriðinu í The Dark Knight leikur hann ásamt stórstjörnunum Christian Bale, Heath Ledger og Michael Caine en að sögn Leahys er um einstaklega áhugavert atriði að ræða. Hljómsveitin BB&BLAKE gaf nýlega út sína fyrstu smáskífu sem ber heitið Mustang. Sveitina skipar tvíeykið Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona og Magnús Jónsson leikari. Að sögn Veru leitast þau mikið við að blanda saman tónlist og kvikmyndagerð. þriðjuagur 21. ágúst 2007DV Bíó 27 HRYLLINGUR ÓSKORAÐS VALDS BB&BLAKE Eru eins og kameljón og bregða sér í allra kvikinda líki. Þóra Tómasdóttir gerir heimildarmynd ásamt Hrafnhildi gunnarsdóttur um íslenska kvennalandsliðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.