Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 14
miðvikudagur 15. ágúst 200714 Skóladagar DV DV myndir xxx DV9933200807 Dóttir skóla- stjóra Iðunn Steinssdóttir gekk í barna- skóla á Seyðisfirði. „Í þá daga hófst skólagangan um sjö ára aldurinn en ég fékk að byrja ári fyrr því besta vinkona mín var árinu eldri,“ seg- ir Iðunn. Það hefur eflaust hjálpað henni að pabbi hennar var sjálfur skólastjórinn. „Það þarf því varla að taka það fram að ég var afskap- lega prúð alla mína skólagöngu,“ segir Iðunn hlæjandi. Pabbi hennar kenndi henni þó ekki fyrr en síðustu tvö árin. „Ég man að ég var afskap- lega ánægð að sleppa til Akureyr- ar í menntaskóla.“ Iðunn minnist barnaskólagöngunnar með hlýhug en hennar skýrustu minningar eru þó frá menntaskólaárunum. „Ég man þó eftir einum kennaranum honum Birni Jónssyni. Björn var af- skaplega hagmæltur maður og hafði gaman af því að kasta fram stök- um um okkur nemendurna þegar þannig lá á honum. Einhverntím- ann var það svo í ljóðatíma að ein stelpan í bekknum þurfti að fara með vísu sem endar á þessa leið: „... álmur gjalli örskot veginn mæli, fleygist hún úr fjalli að fá sér ein- hvert hæli.“ Stelpan hikstaði, eins og vera ber enda ekki auðsögð vísa, og sagði: „... ösk, ösk, ösk,“ þá stóð Björn upp frá borðinu og botnaði selpuna „öskuvondur kallinn fleyg- ist hann úr fjalli að fá sér eitthvað í dallinn.“ Og þetta mundum við krakkarnir.“ „Ég get ekki sagt að ég muni eft- ir fyrsta skóladeginum en ég man að mér fannst mjög spennandi að byrja í skóla og fá að vita með hverjum ég yrði í bekk,“ segir Margrét Lára en bætir því við að henni finnist óra- langt síðan hún byrjaði í skóla. „Ann- ars var ég nokkuð prúður nemandi. Ég fór allavega aldrei til skólastjór- ans. Ég eyddi öllum mínum frímín- útum og eyðum í fótbolta þar sem ég var kannski ekkert voðalega prúð við strákana í bekknum,“ segir Margrét Lára létt í bragði. Hún segist aðspurð hafa verið best í líffræði og stærð- fræði. „Raungreinarnar áttu best við mig en ég var hræðileg í saumum, smíðum og slíkum greinum. Ég er ekki mikil handavinnukona,“ segir Margrét Lára sem gekk nokkuð vel í skóla. „Mér gekk ágætlega að læra að lesa og skrifa enda komst ég ekki upp með neitt annað þar sem mamma mín var kennari.“ Þegar Margrét Lára er spurð um eftirminnilegasta atvikið úr skóla er hún fljót til svars: „Þegar ég var í þriðja bekk fékk ég glænýjan ÍBV- galla í afmælisgjöf. Ég á afmæli 26. júlí, rétt áður en skólarnir byrja. Ég var rosalega montin með gall- ann þegar ég mætti í skólann fyrsta daginn. Dagurinn varð þó ekki eins ánægjulegur og ég vildi. Einn strák- urinn í skólanum tók sig nefnilega til og klippti gat á ermina á nýja gall- anum mínum sem mig hafði dreymt um að eignast allt sumarið. Ég fór auðvitað að hágráta. Krakkarnir í bekknum hópuðu sig saman og ætl- uðu að fara heim til stráksins og láta hann finna fyrir því. Það varð þó lítið úr því og mamma gerði við gallann sem var eins og nýr á eftir. Þetta end- aði því vel,“ segir Margrét Lára sem er þessa dagana að setjast á skóla- bekk. „Ég er að hefja nám í kennslu- og lýðheilsudeild við Íþróttaaka- demíuna í HR. Það verður vonandi mjög gaman.“ Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrnukona Er Ekki mikil hanDavinnukona Iðunn Steinsdóttir rithöfundur DV mynd Stefán DV mynd Stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.