Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 18
Íslenska kvennalandsliðið er í efsta sæti þriðja riðils með fullt hús stiga, eða níu stig eftir þrjá leiki. Liðið lagði Grikkland á útivelli 3-0, svo kom glæstur sigur gegn Frökkum á Laug- ardalsvelli, 1-0, og skömmu síðar unnu stelpurnar Serbíu 5-0 þar sem áhorfendamet var sett. Á sunnudag leikur liðið við Slóveníu á útivelli en þær eru neðstar í riðlinum með ekk- ert stig og hafa fengið á sig 11 mörk í tveimur leikjum og því er raunhæft að gera kröfu um sigur. Sigurður Ragnar Eyjólfsson þurfti að gera þrjár breytingar á liðinu fyrir leikinn gegn Slóveníu. Rakel Logadótt- ir úr Val, Embla Grétarsdóttir úr KR og Sara Björk Gunnarsdóttir úr Hauk- um sem leika í fyrstu deild. Ásthildur Helgadóttir, Petrína Þórðardóttir og Ólína Viðarsdóttir eru allar meiddar en eins og Sigurður Ragnar segir, þá kem- ur maður í manns stað. „Við höfum farið vel af stað, erum með 100% árangur og ekki enn fengið á okkur mark.Við erum á toppi riðils- ins og allt gengur upp hjá okkur eins og er. Ég er spenntur fyrir þessu verkefni. Slóvenía hefur spilað tvo heimaleiki og tapað þeim báðum stórt. 5-0 gegn Ser- bíu og 6-0 gegn Frakklandi en ég fór á leikinn gegn Serbíu og þá voru þær mjög þéttar í 60 mínútur. En um leið og þær fengu mark á sig brotnuðu þær. Þannig að við munum sækja á þær og pressa framarlega. Reyna að fá mark snemma þannig að þær brotni. Það er ekki spurning að við munum stefna á þrjú stig í þessum leik. Ásthildur er náttúrulega frábær leik- maður og hefur verið fyrirliði en Katrín Jónsdóttir verður fyrirliði í þessum leik og hún hefur gert það áður og leyst það mjög vel. Það kemur alltaf mað- ur í manns stað og við erum með leik- menn sem geta leyst Ásthildi af hólmi og þær fá tækifæri núna. Það er þá bara jákvætt að nýr leikmaður fær tækifæri. Það er samt enginn ómissandi.“ Helmingur marka úr föstum leikatriðum Sigurður segir að þrátt fyrir að landsliðið spili nú gegn þjóð sem er fyrirfram talin lélegri verði ekkert vanmat, þrátt fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í fyrstu þremur leikj- unum. „Ég forðast í öllum leikjum að nefna þetta orð, vanmat, því í raun erum við bara að fókusera á okkar leik á móti hvaða liði sem er. Þótt við spilum á móti andstæðingi sem tal- inn er veikari en við, þá skiptir það engu máli. Slóvenía skipti um landsliðsþjálf- ara eftir Serbíuleikinn og ég hef ekki séð Frakkaleikinn þannig að við vit- um í raun ekki hverju við eigum von á. Það þýðir að við þurfum að fókusera á okkur sjálf í þessum leik. Einbeita okk- ur að því sem við höfum verið að gera vel. Liðið hefur komið vel stemmt í þá leiki sem ég hef stjórnað og ég á von á að við gerum það líka í þessum leik því það er mikið í húfi fyrir okkur. Við spilum væntanlega sama leik- kerfi, 4-3-3, og okkur hefur gefist það mjög vel. Við munum pressa á þær framarlega því þær eiga finnst mér í erfiðleikum við að halda boltanum innan liðs. Við munum því reyna að freista þess að vinna boltann framar- lega á þeirra vallarhelmingi og skora mörk. Við munum líka halda áfram að reyna að nýta föst leikatriði. Við höf- um skorað 20 mörk í þeim átta leikj- um sem ég hef stjórnað og helmingur þeirra hefur komið úr föstum leika- triðum.“ Markmiðið alltaf verið ljóst Íslenska landsliðið hefur unnið alla þrjá leikina sem búnir eru. Sig- urður hefur allan tímann sagt að markmiðið væri að komast í loka- keppni EM sem haldin verður í Finn- landi árið 2009 og það hefur ekk- ert breyst þrátt fyrir velgengnina að undanförnu. „Fyrir fyrsta leikinn töluðum við um að koma liðinu í úrslitakeppn- ina. Við erum í fyrsta sæti og stefnum að því að halda því sæti. Það er best ef við vinnum riðilinn því þá förum við sjálfkrafa í úrslitakeppnina. Ann- að sæti og góður árangur í þriðja sæti þýðir að við þurfum að fara í umspil- sleiki. Auðvitað viljum við sleppa við það ef við getum.“ Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri KSÍ, gladdist mjög þegar Hrafn- kell Kristjánsson frá RÚV tilkynnti á blaðamannafundi að leikurinn yrði sýndur á RÚV. Sagði að RÚV ætti skil- ið hrós fyrir það. Íslenska kvennalandsliðið hef- ur verið að gera það gott að und- anförnu bæði innan vallar og utan og stelpurnar orðnar öðrum fyrir- myndir. Þóra Tómasdóttir, kennd við Kastljós, ætlar á eigin vegum að gera heimildarmynd um liðið og fylgja liðinu allt til enda undan- keppninnar. þriðjudagur 21. ágúst 200718 Sport DV HÓPURINN: Katrín Jónsdóttir Val Þóra Björg Helgadóttir Malmö Edda Garðarsdóttir Kr Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Breiðabliki Margrét Lára Viðarsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Hólmfríður Magnúsdóttir Kr Dóra Stefánsdóttir LdB FC Malmö Erla S. Arnardóttir jersey sky Blue soccer Ásta Árnadóttir Val Greta Mjöll Samúelsdóttir Breiðabliki Rakel Logadóttir Val Guðný Björk Óðinsdóttir Val Katrín Ómarsdóttir Kr Sif Atladóttir Val Guðbjörg Gunnarsdóttir Val Embla Sigríður Grétarsdóttir Kr Sara Björk Gunnarsdóttir Haukum ÍÞRÓTTAMOLAR TRyGGVi GAf GuLT tryggvi guðmundsson, markmanns- hrellir í FH, er þekktur húmoristi. Hann nýtti tækifærið í leik HK og FH þegar dómari leiksins, sævar jónsson, missti gula spjaldið, reif það upp, hljóp að sævari og spjaldaði dómarann. Vakti þetta mikla kátínu meðal viðstaddra en síðast þegar tryggvi var með húmor í garð dómara fékk hann sjálfur að líta gula spjaldið. tók þá viljandi vitlaust innkast sem margir hlógu að nema dómarinn. Hann gaf tryggva gult fyrir óvirðingu gagnvart íþróttinni. AfTuRELDinG MiSSTi LEyniVopnið Nýliðarnir í aftureldingu hafa orðið fyrir miklu áfalli því liðið missti einn efnilegasta handboltamann landsins, nú þegar rétt rúmur mánuður er í að Íslandsmótið í handbolta fer af stað. sonur Bjarka sigurðssonar, þjálfara liðsins, Örn Bjarkason, sleit krossband og verður frá fram yfir áramót. þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall hefur Örn leikið feikilega vel á undirbúningstíma- bilinu og staðið sig vonum framar. Hann átti að vera ásinn í ermi þjálfarans. afturelding ætlar að spila í gamla íþróttahúsinu í vetur, þar sem allir glæstu sigrarnir unnust og fagna Mosfellingar þeirri ákvörðun mjög. STuðninGuR Við ÍSLAnD Fotbolti.net greinir frá því á sinni ágætu síðu að ný stuðningsmannasamtök séu í bígerð fyrir íslenska landsliðið. það eina sem fólk þarf að gera er að mæta á Ölver klukkan 16 á miðvikudaginn. alltaf er tal- að um hóp af fólki á síðunni en enginn virðist þó vera í forsvari fyrir þennan hóp og engin nöfn gefin. Ölver ætlar að vera með tilboð á miði og einhverju með honum fyrir þennan hóp sem öllum er frjálst að taka þátt í. það stendur hins vegar á síðunni að þetta verði stórskemmtilegt. KARfAn EKKi Á RÚV Landsleikir hjá a-landsliði karla í körfubolta verða klukkan 19.15 í stað 20.15 eins og einhvers staðar hafði áður komið fram. þetta kemur til vegna þess að karlaleikirnir verða ekki sýndir í beinni útsendingu á rúV heldur í dagskrárlok. BEnEDiKT BÓAS HinRiKSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is STEFNAN ER AÐ HALDA EFSTA SÆTINU Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, segist finna meðbyr eftir gott gengi að undanförnu. Einn nýliði er í hópnum sem mætir Slóveníu ytra á sunnudag. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og hefst klukkan 15. Ekkert vanmat sigurður ragnar segir að íslenska landsliðið muni ekki vanmeta slóveníu. Glæstum sigri fagnað Ísland er í efsta sæti þriðja riðils í undankeppni EM. stelpurnar hafa meðal annars unnið Frakka á Laugardalsvelli. Í DAG 16.20 WiGAn - SunDERLAnD Enska úrvalsdeildin 2007/2008 útsending frá leik Fulham og Middlesbrough. 18.00 pREMiER LEAGuE WoRLD Heimur úrvalsdeildarinnar Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. 18.30 CoCA CoLA MöRKin 2007- 2008 Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í leikjum síðustu umferðar í Coca Cola deildinni. 19.00 MAn. CiTy - MAn. uTD Enska úrvalsdeildin 2007/2008 útsending frá nágrannaslag Manchest- er-liðanna City og united. 20.40 LiVERpooL - CHELSEA Enska úrvalsdeildin 2007/2008 útsending frá stórleik Liverpool og Chelsea í 3. umferð. 22.20 EnGLiSH pREMiER LEAGuE 2007/08 Ensku mörkin 2007/2008 Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik umferðarinnar eru sýnd frá öllum mögulegum sjónarhornum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.