Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 32
Úðuðu linsu á hraðamyndavél Skemmdir voru unnar á hraða- myndavél við Fiskilæk í Leirár- og Melahreppi aðfaranótt mánu- dags. Óprúttnir aðilar úðuðu yfir linsur myndavélarinnar með þeim afleiðingum að hún var óvirk á tímabili. Að sögn lögreglunnar í Borg- arnesi er þetta í fyrsta skipti sem skemmdir eru unnar á hraða- myndavél á svæðinu. Skemmdar- vargsins er enn leitað, en að sögn lögreglu er ekki vitað hver bar ábyrgð á skemmdarverkinu. Lagfæringar Fasteigna Akureyrar- bæjar á húsnæði við Brekkugötu 34 á Akureyri fóru langt fram úr kostnað- aráætlun. Við verklok stóð kostnað- urinn í nærri tvöfaldri þeirri upphæð sem upphaflega var gert ráð fyrir. Breytingarnar kostuðu 20 milljónir á endanum. Þó gæti upphæðin átt eftir að hækka því ekki er útilokað að fleiri reikningar eigi eftir að berast vegna framkvæmdanna. Í húsnæðinu var lengi vel starf- ræktur leikskóli en þegar hann var lagður niður var samþykkt að færa Lautina, félagslegt úrræði fyrir ein- staklinga með geðræn vandamál, þangað. Til þess var ákveðið að ráð- ast í ákveðnar breytingar á húsnæð- inu þannig að það henti sem best starfsemi Lautarinnar. Hermann J. Tómasson, formað- ur stjórnar Fasteigna Akureyrarbæj- ar, viðurkennir að kostnaðurinn hafi farið nokkuð fram úr áætlun en segir ánægju ríkja við verklok. Hann seg- ir enn hugsanlega von á fleiri reikn- ingum vegna framkvæmdarinnar. „Niðurstaðan var sú að endurgera húsnæði sem bærinn átti þegar leik- skólinn var lagður niður. Það var hitt og þetta sem þurfti að framkvæma áður en flutningurinn væri möguleg- ur. Ég er ekki viss um að allir reikn- ingar séu komnir inn en nokkurn veginn er þetta komið. Þessar fram- kvæmdir urðu dýrari en við gerð- um ráð fyrir til að byrja með,“ segir Hermann. „Fyrst og fremst erum við ánægð með verklokin. Auðvitað er það óþægilegt að standa uppi með niðurstöðu sem er töluvert önnur en lagt var upp með. Þetta eru kannski ekki stórar upphæðir en engu að síð- ur er um nærri tvöföldun að ræða. Hugsanlega hefði mátt vanda áætl- unina betur í upphafi.“ trausti@dv.is „Því eldra og skemmdara sem hrá- efnið er því meiri og sterkari verð- ur lyktin,“ segir Guðmundur Sig- urbjörnsson, íbúi á Akranesi, sem hefur lengi barist fyrir úrbótum á þeim fnyk sem leggur frá fiskimjöls- verksmiðju HB Granda á Skaganum. Hann segir að lykt af gömlum fiski hafi fest sig í hús, bíla og fatnað ná- granna verksmiðjunnar. „Lyktin fest- ir sig í fötum fólks og inni í bílunum.“ Hann segist vita um dæmi þess að fólk hafi þurft að þrífa hús sín hátt og lágt vegna fitubrákar sem sest þar að vegna mengunar frá verksmiðjunni. Guðmundur segir íbúa hafa sýnt fram á að HB Grandi fari ekki eftir starfsleyfi og að fyrirtækið hafi feng- ið bréf frá Umhverfisstofu þess efnis að ef ekkert verði að gert muni þeir missa leyfið. „Við höfum aldrei fengið eins mikið af kvörtunum,“ segir Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heil- brigðiseftirlits Vesturlands, en fjöldi athugasemda hefur borist að undan- förnu vegna ólyktar frá bræðslunni. „Íbúar eru afar ósáttir við lyktina sem leggur frá verksmiðjunni.“ 8. ágúst sendi heilbrigðiseftirlit- ið bréf til Umhverfisstofnunar, sem sér um eftirlit á þessu sviði, og ósk- aði eftir úrbótum. „Óvenju margar kvartanir hafa borist okkur upp á síð- kastið,“ segir Helgi. Hann bendir á að oft sé farið að slá í hráefnið og tekur fram að í starfsleyfi sé ákvæði um að gera eigi ráðstafanir til að stemma stigu við lyktinni. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, kannast við að kvartanir hafi borist en tekur fyrir að þær séu allar á rökum reistar. Hann segist vita til þess að einn dag í sumar hafi lykt- in farið út fyrir það sem hún átti að vera. „Þá var kvartað af eðlilegum ástæðum. Þetta kom þannig til að við fengum hráefni sem þurfti að bíða of lengi eftir því að komast í vinnslu.“ Hann segir að í framhaldinu hafi kvartanir haldið áfram að berast. „Við fengum kvartanir þegar allt var í besta lagi og jafnvel þegar bræðslan var ekki í gangi. Það er greinilegt að hún hefur verið undir mikilli smásjá og að undir henni hefur fólk séð ým- islegt sem ekki á við rök að styðjast.“ Eggert staðfestir að þeim hafi bor- ist aðvörun um að þeir geti misst leyf- ið ef aðstaðan verði ekki bætt og því sé næst á dagskrá að ganga í það verk. Helgi Jensson, forstöðumað- ur framkvæmda- og eftirlitssviðs hjá Umhverfisstofnun, staðfestir að kvartanir vegna fiskimjölsverksmiðj- unnar hafi komið inn á borð stofn- unarinnar. Í kjölfarið hafi menn verið sendir á staðinn til að kanna aðstæð- ur og nú sé farið í gang ferli þar sem sest er niður með forsvarsmönnum fyrirtækisins í þeim tilgangi að leita úrbóta og koma í veg fyrir að þessi staða komi upp aftur. Eggert segir að til standi að funda með forsvarsmönnum Umhverfis- stofnunar um málið en ekki sé komin endanleg dagsetning á þann fund. þriðjudagur 21. ágúst 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Er ekki bara fýla í þeim eftir tvo tapleiki í röð? BÍLAR OG FÖT LYKTA AF GÖMLUM FISKI Skagamenn kvarta undan fýlu frá fiskimjölsverksmiðju. Aldrei jafn margar kvartanir: Beint í pottinn Hveravellir eru vinsæll áningarstaður ferðamanna yfir sumartímann, enda er notalegt að bregða sér í laugina, jafnvel þótt svalt sé í veðri. Margar af perlum hálendisins eru vel aðgengilegar ferðamönnum á sumrin, en betra er þó að fara sér að engu óðslega þegar aka þarf yfir straumvötn. DV-mynd Sigtryggur Ari Fasteignir Akureyrarbæjar fara ríflega fram úr áætlun: Kostnaður tvöfaldaðist á leiðinni Slasaðist illa í slysi á Þeistareykjum Starfsmaður Jarðborana slasað- ist illa í vinnuslysi á Þeistareykjum austan við Húsavík um klukkan hálf- sjö í gærmorgun. Slysið atvikaðist þannig að verið var að losa borkrónuna af jarðbor- inum Jötni þegar læsing gaf sig með þeim afleiðingum að járnstöng sveiflaðist í manninn. Að sögn lög- reglu var maðurinn fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Mað- urinn var lærbrotinn og fann fyrir svima, var hann því sendur til rann- sókna á fjórðungssjúkrahúsinu. Fiskimjölsverksmiðjan Íbúar hafa kvartað meira undan fýlu nú en nokkru sinni fyrr. Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is dýrar endurbætur Til að gera húsnæðið hentugra undir starfsemi Lautarinnar þurfti að ráðast í heilmiklar endurbætur. Kostnaður við þær tvöfaldaðist á leiðinni miðað við það sem upphaflega var gert ráð fyrir. Síbrotamönnum sleppt úr haldi Hæstiréttur felldi í gær úr gildi gæsluvarðhald yfir tveimur mönn- um sem ákærðir eru fyrir þjófnaði úr sumarbústöðum og íbúðum, ásamt fjölda annarra auðgunarbrota. Hér- aðsdómur Reykjavíkur hafði áður ákveðið að mennirnir skyldu sitja í varðhaldi til 4. september. Í kröfugerð lögreglustjóra segir að einsýnt sé að mennirnir eigi yfir höfði sér fangelsisvist. Þeir séu fíkniefna- neytendur sem fjármagni neyslu sína með afbrotum. Mennirnir stóðu sam- an að þessum brotum. Allar hækkanir farnar í súginn Verðbólga, hærra húsnæðis- verð, hækkanir á vörum og þjón- ustu og stórauknar greiðslur af hús- næðislánum hafa hirt að öllu leyti kjarabætur á yfirstandandi samn- ingstímabili. Þetta er mat stjórnar Verkalýðsfélagsins Hlífar sem fram kemur í ályktun félagsins. Stjórn félagsins vill að lágmarks- laun hækki um 30 prósent og að skattleysismörk hækki. Þetta eru áhersluatriði Hlífar fyrir næstu kjarasamninga. Að mati stjórnarinn- ar duga lágmarkslaun ekki til eðli- legrar framfærslu, sérstaklega þar sem skattar eru innheimtir af þeim. Skorað er á þingmenn að fella niður þá óeðlilegu og fjandsamlegu skatt- heimtu hið fyrsta. Verða bara rekin úr skóla fyrir dópsölu Menntaráð Reykjavíkur sam- þykkti í gær nýjar reglur til að tryggja faglega meðferð á agabrotum í grunnskólum borgarinnar. Mark- miðið er að samræma aðgerð- ir þannig að hlutverk skólastjórn- enda sé skýrt og fyrir vikið sé tekið rétt á agabrotum sem upp koma í skólunum. Litið er á reglurnar sem vegvísi um rétt viðbrögð, brottvís- anir úr skólum og samskipti við lög- reglu og Barnavernd. Nýju reglurn- ar gefa skýrt til kynna að ekki megi vísa nemanda úr skóla fyrir alvarleg agabrot nema annað skólaúrræði sé tryggt. Eina undantekningin frá þeirri reglu er staðfest fíkniefnasala nemenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.