Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 8
þriðjuDagur 21. ágúst 20078 Fréttir DV DAUÐI OG EYÐILEGGING Íbúar á eyjum Karíbahafs hafa orðið illilega fyrir barðinu á hvirfilbylnum Dean sem víða hefur valdið usla, gert fjölda fólks heimilislaust og kostað marga lífið. Þrátt fyrir þær hörm- ungar sem Dean hefur haft í för með sér óttast menn að hvirfilbylurinn eigi enn eftir að styrkj- ast. Hann er þegar talinn mjög hættulegur en viðbúið er að hann verði að fimmta stigs hvirf- ilbyl, en svo kallast öflugustu hvirfilbyljir sem geta myndast. Ferðamenn hafa flúið frá vinsælum ferða- mannastöðum við Karíbahaf, svo sem Cancun í Mexíkó. Heimamenn hafa svo margir hverjir komið sér fyrir í skýlum þar sem þau er að finna. Aðrir hafa í ekkert skjól að leita og verða því að búa sig undir veðurhaminn og vona það besta. Í það minnsta sex hafa látið lífið af völdum Dean en óttast er að fórnarlömb hans séu fleiri. Öldurnar hrifu pilt með sér á strönd í Dóminík- anska lýðveldinu og báru út á sjó þar sem hann er talinn hafa drukknað, annars staðar í land- inu létust kona og sjö ára sonur hennar þegar aurskriða féll á heimili þeirra og hrifsaði það með sér. Sjórinn hreif mann á sjötugsaldri með sér af eyjunni St. Lucia og ölduð kona og karl á Martinique létu lífið þegar Dean gekk þar yfir. HVIRFIL- BYLURINN DEAN STYRKIST ENN: Komin í skjól þetta fólk leitaði skjóls í neyðarskýli sem komið var upp á hamfara- svæðum á Martinique.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.