Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Side 13
DV Skóladagar þriðjudagur 15. ágúst 2007 13 Fáir lífsins áfangar eru merkilegri en sú stund þegar við mætum fyrsta daginn í skólann. Við sex ára aldur hefst alvara lífsins og mörg okkar sitja sleitulaust á skólabekk til tvítugs eða þrítugs meðan aðrir láta skóla lífsins nægja eftir samræmdu prófin. Aukablað DV í dag snýr einmitt að þessum merka áfanga í lífi okkar; þegar við hefjum nám í grunnskóla. Hér að neðan er rætt við Ingibjörgu Úlfarsdóttur og son hennar Ómar Ben-amara, 6 ára, sem er í þann mund að hefja sína skólagöngu. Á næstu opnu eru viðtöl við valinkunna einstaklinga sem segja meðal annars frá fyrsta skóladegi sínum en á baksíðu er viðtal við Eirík Jónsson, formann Kennarasambands Íslands. Skóladagar Framhald á næstu opnu Senn líður að hausti og ófá ungviðin við það að stíga sín fyrstu skref inn á langa og stranga menntabrautina. Flest börn hlakka eflaust mikið til fyrsta skóladagsins þó sú tilhlökkun sé kvíðablandin. Auður Adamsdóttir, kenn- ari í Álftamýrarskóla, segir kennara þurfa að hafa ótal margt í huga er þeir taka á móti fyrstu bekkingum. „Börnin verða að rata í kennslu- stofuna sína, það þarf að kenna þeim að rata um svæðið og þau þurfa auðvitað að læra regl- urnar. Þetta er mjög stórt skref fyrir öll börn að fara úr vernduðu umhverfi leikskólanna. Það þarf að temja sér það að sitja við borð í fjöru- tíu mínútur, sem er töluvert átak. Þau þurfa að læra aukna tillitssemi og eru mörg hver að heyra hugtakið vinnufriður í fyrsta skipti,“ segir Auður. Sú nýjung hefur rutt sér til rúms í grunnskólum landsins að hver fyrsti bekking- ur fær það sem kallað er Verndari. Hver nýr nemandi fær Verndara, en það er eldri nem- andi sem hjálpar þeim nýja að aðlagast þessu nýja umhverfi. „Þetta hefur reynst skólayfir- völdum og okkur kennurunum mjög vel.“ Það þurfa allir að leggjast á eitt til að auð- velda börnum fyrsta skóladaginn. „Það er gíf- urlega mikilvægt að foreldrar fari jákvæðum orðum um skólann. Þá reynir á snilli foreldr- anna að leiða alla umræðu um skólann inn á jákvæða braut enda aðeins fyrsti vetur skóla- göngunnar að hefjast, af tíu. Það skiptir miklu máli að vel takist til frá fyrstu stundu.“ Auð- ur man sjálf vel eftir sínum fyrsta skóladegi í Barnaskóla Akraness. „Ég hlakkaði ægilega mikið til. Ég man að ég stóð í röð fyrir neðan tröppurnar og mændi upp. Mér fannst þetta mjög merkilegt,“ segir Auður að lokum. JÁKVætt HugArFAr Auður Adamsdóttir, kennari í Álftamýrarskóla, segir kennara og foreldra þurfa að huga að ýmsu til að sem best takist á fyrsta skóladegi barna. Er mJög mIKIlVægt ætlAr Að VErðA FlugmAður En Fyrst Er þAð 1.BEKKur Ingibjörg Úlfarsdóttir og son- ur hennar Ómar Ben-amara eru spennt fyrir haustinu, en Ómar byrj- ar í 1. bekk í Húsaskóla á morgun. „Það er mikil tilhlökkun á heimil- inu. Við erum búin að kaupa skóla- tösku, pennaveski og ný föt svo það er allt að verða tilbúið.“ Ingibjörg segist ekki finna fyrir neinum kvíða hjá Ómari. „Hann á svo mikið af vinum sem voru með honum bæði í leikskólanum og í fimleikum og það gerir hann eflaust svona örugg- an.“ Ingibjörg man sjálf vel eftir sín- um fyrsta skóladegi. „Ég man meira að segja í hvaða fötum ég var.“ Ingi- björg byrjaði fimm ára í Ísaksskóla og segist alla tíð hafa verið stilltur og duglegur nemandi. „Ég var helst til of stillt því stundum er meira tek- ið eftir þeim sem láta heyra í sér.“ „Ég á Turtles-skólatösku,“ seg- ir Ómar stoltur. Ómar viðurkennir að vera örlítið kvíðinn en aðallega segist hann þó spenntur. „Ég er ekki búinn að hitta kennarann, en ég er búinn að fá bréf frá honum.“ Það skemmtilegasta sem Ómar gerir er að fara í sund. „Ég er byrjaður að læra að synda. Mér finnst skemmti- legast að synda eins og mörgæs. Þá syndi ég bara með fótunum því þá fer ég miklu hraðar,“ segir Ómar sem stefnir annars að því að verða flugmaður þegar hann er orðinn stór. Ingibjörg Úlfarsdóttir Launafulltrúi Kennarasambandsins og Ómar Ben-amara, tilvonandi 1.bekkingur D V m yn d Á sg ei r D V m yn d S te fá n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.