Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Qupperneq 12
Menning þriðjudagur 21. ágúst 200712 Menning DV Arnaldur á toppnum í Frakklandi Grafarþögn eftir Arnald Ind- riðason var á dögunum efst á lista yfir mest seldu glæpasögur Frakklands. Ætla má að sú stað- reynd að Arnaldur hlaut hin virtu frönsku verðlaun Grand Prix des Lectrices de Elle 2007 fyrir Grafarþögn hafi nokkuð með vinsældirnar að gera. Mýr- in og Röddin voru ekki langt undan – Mýrin í áttunda sæti og Röddin í því tólfta. Þess má geta að höfundar eins og Henning Mankell og Fred Vargas mega gera sér að góðu sæti neðar á metsölulistanum. Abbababb! aftur á fjalirnar Fjölskyldusöngleikurinn Abbababb! eftir Dr. Gunna fer aftur á fjalirnar í Hafnarfjarðarleikhúsinu í næsta mánuði. Sýningin, sem gekk fyrir fullu húsi seinni hluta síðasta vetrar, fékk góða dóma hjá gagnrýnendum og hlaut Grímuna í júní sem besta barnasýning leikársins. Fyrsta sýningin verður sunnudaginn 9. september. Mats Wibe Lund opnaði ljósmyndasýningu á sunnudaginn: Hvunndagshetjur á Hasselblad „Þetta eru aðallega myndir úr hversdagslífinu hér áður fyrr, af hvunndagshetjum í hinum og þess- um stellingum,“ segir Mats Wibe Lund ljósmyndari sem opnaði sýn- inguna Augnagaman á sunnudaginn í tilefni af sjötugsafmæli sínu fyrr á árinu. Á sýningunni, sem haldin er í Gallerí 100° í Orkuveituhúsinu, gefur að líta 45 myndir sem teknar voru á árunum 1956 til 1974. Allar voru þær teknar á filmu á Hasselblad-mynda- vél sem þá var leiðandi verkfæri ljós- myndara. „Myndirnar voru teknar víðs veg- ar um landið og sýna atvinnuvegina, skemmtanir og hitt og þetta,“ segir Mats. „Hugsunin á bak við þetta er að sýna á mér aðra hlið en þá sem fólk þekkir kannski best, stóru loftmynd- irnar, það er að segja staðar- og átt- hagamyndirnar. Svo er líka gaman fyrir mig á þessum tímamótum að líta aðeins um öxl.“ Auk þess að berja myndirnar aug- um geta gestir lesið nokkurs konar hugleiðingar eins þekktasta rithöf- undar þjóðarinnar um þann heim sem þær sýna. „Ég var svo æðis- lega heppinn að fá þann ágæta höf- und, Sjón, til að semja hugdettur við myndirnar. Mér finnst honum hafa tekist mjög vel upp, en ég má ekki grobba um of. Sjón er líka sögu rík- ari,“ segir Mats og hlær. Aðspurður af hverju sýningin sé í Orkuveituhúsinu segir Mats að það sé svo fínn andi í húsinu. „Ég hélt sýningu hérna fyrir nokkrum árum og þá var mjög mikil stemning. Ég hef líka unnið mjög mikið fyrir Orkuveit- una í gegnum tíðina og því spurði ég hvort það væri áhugi fyrir að fá mig til að sýna í húsinu. Þeir sögðu að það væri alveg sjálfsagt.“ Sýning Mats Wibe stendur til 10. september og er opin á virkum dög- um frá 8.30 til 16. „Við reynum að hafa allt í boði ef svo má segja, reynum að stíla inn á breitt svið menningar,“ segir Guðrún Þórsdóttir, verkefnisstýra Akureyrarvöku, sem haldin verð- ur þar í bæ næstkomandi laug- ardag. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin en hún markar ávallt endalok Listasumars á Akur- eyri auk þess að vera afmælishátíð bæjarins. Blastað yfir höfnina Venju samkvæmt er setningar- athöfnin í Lystigarðinum á föstu- dagskvöldinu. „Það er svolítið skemmtilegt því þá er garðurinn upplýstur og við röðum upp kertum. Það myndast því afar rómantísk rökkurstemning,“ segir Guðrún. Á laugardagsmorgninum hefst dag- skráin svo af fullum krafti. „Fyrsta stóra atriðið er Er hafmeyja í höfn- inni? á Pollinum. Þetta er rosa gjörningur, til dæmis verður nýtt tónverk sem Kristján Edelstein hef- ur samið blastað yfir höfnina og fólk mun synda í sjónum. Svo er einn gjörningur sem heitir Frúin í Hamborg flytur – Hárkompan sær- ir. Það er hundrað manna gjörning- ur þar sem frúin birtist í eigin per- sónu,“ segir Guðrún og má ætla að það sé í fyrsta sinn sem sú frækna frú kemur fram opinberlega. Að- spurð hvort bannað sé að segja já eða nei meðan á því stendur svarar Guðrún með jái. Banki og ópera „Saga Capital-fjárfestingarbank- inn ætlar svo loksins að opna dyrn- ar og sýna bæjarbúum hvað er að gerast hjá þeim. Þeir opnuðu nefni- lega bankann í gamla barnaskól- anum fyrir nokkrum mánuðum og það er mikil eftirvænting hjá bæj- arbúum að sjá hvernig þeir hafa breytt húsakynnunum,“ segir Guð- rún og bætir við að búast megi við listrænu ívafi á þeim viðburði, ekki síst þar sem bankinn hafi verið með fantagóða smiði í vinnu. Ópera Skagafjarðar og Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands ætla svo ekki að ráðast á garðinn þar sem hann lægstur á Akureyrarvöku því þau ætla að flytja La Traviata eft- ir Verdi í Íþróttamiðstöð Glerár- skóla. Guðrún nefnir líka stóra úti- skemmtun uppi að Hömrum sem um leið er fjáröflun fyrir skóla í Mósambík, tónleika Samúels J. Samúelssonar (Sammi í Jagúar) Big Band ásamt stórsveit sinni í Listagilinu á laugardagskvöldinu að ógleymdu lokaatriði hátíðarinn- ar. „Ég veit að lokaatriðið að þessu sinni verður mjög magnað enda er leikstjórinn, Kristján Ingimarsson, snillingur. Undirbúningur hef- ur staðið yfir í rúma tvo mánuði og leggur mikill fjöldi listamanna hönd á plóginn.“ Allar nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á akureyri.is. kristjanh@dv.is Akureyrarvaka verður haldin næsta laugardag í fimmta sinn. Dagskráin er afar fjöl- breytt en hátíðin markar endalok Listasumars á Akureyri auk þess að vera afmælishátíð bæjarins sem er 145 ára í ár. Lítil börn með skólatöskur Menntun ungra barna á fyrsta áratug 21. aldar er við- fangsefni bókarinnar Lítil börn með skóla- töskur - Tengsl leik- skóla og grunnskóla, sem kom- in er út hjá Háskóla- útgáfunni. Höfundur bókarinn- ar er dr. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Íslands, en bókina prýða líka ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur sem lýsa hversdagslífi og hug- arheimi barna. Sjónum er beint að leikskólanum og yngstu bekkjum grunnskólans, tengsl- um þessara skólastiga og þeim breytingum sem eiga sér stað þegar börn fara úr leikskóla í grunnskóla. Ljóðabók með GPS-punktum Ljóðabókin Fjallvegir í Reykjavík eftir Sigurlínu Bjarn- eyju Gísla- dóttur er komin út hjá Nykri. Bók- in er safn prósaljóða en henni fylgja GPS- staðsetning- arpunktar þannig að áttavilltir ökumenn geta ratað um það völundarhús sem borg- in virðist stundum vera. Sigur- lín Bjarney er fædd árið 1975 og hefur fengist við skriftir í laumi frá barnsaldri. Hún hlaut Gaddakylfuna, 1. verðlaun í glæpasagnakeppni Mannlífs og Hins íslenska glæpafélags, í fyrra. Fjallvegir í Reykjavík er hennar fyrsta bók. Hægt er að kaupa eintök af bókinni með því að senda póst á sigurlin- bjarney@gmail.com eða nyk- urforlag@gmail.com. listahátíð Dorgað við Reykjavíkurhöfn þessa skemmtilegu mynd af veiðimönnun- um ungu tók Mats Wibe árið 1966. Frá Akureyrarvöku í fyrra akureyringar verða seint sakaðir um að láta smárigningu á sig fá. ljósmyndir hafmeyjur og smiðir Hamborgarfrúin, Guðrún Þórsdóttir, verkefnisstýra Akureyrarvöku „Ég veit að lokaatrið- ið að þessu sinni verður mjög magnað enda er leikstjórinn, Kristján ingimars- son, snillingur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.