Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 19
DV Skóladagar miðvikudagur 15. ágúst 2007 19 Áfall að sjÁ kennarann reykja Framhald á næstu síðu Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður „Ég held að orðið prúður sé ekki beinlínis rétta orðið þegar ég rifja upp mína skólagöngu,“ seg- ir Steingrímur Jóhann Sigfússon þegar hann er spurður hvort hann hafi verið prúður drengur á fyrstu stigum skólagöngunnar. „Það mætti kannski frekar nota orðið „uppátækjasamur“. Skólastjórinn var náfrændi minn af næsta bæ og ég viðurkenni að hann þurfti stöku sinnum að siða okkur drengina til. Við vorum þó ekki alslæmir og vorum til dæmis nokkuð dugleg- ir að grípa til ýmissa verka sem til féllu,“ segir Steingrímur sem ólst upp á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Hann segist muna óljóst eftir fyrsta skóladeginum. „Ég var 9 ára gam- all þegar ég hóf reglulega skóla- göngu í skólanum í Svalbarðs- hreppi en hafði þó tekið próf frá 7 ára aldri. Þetta þætti líklega seint í dag. Ég man að fyrsta daginn var ég eðillega nokkuð spenntur þótt ég hafi nú þekkt flestalla krakkana í skólanum.“ Steingrímur hóf sína skólagöngu árið 1964 en skólinn í Svalbarðshreppi var fámennur á mælikvarða nútímans. „Í yngri deild voru um 10 nemendur og svipaður fjöldi var í eldri deild. Það var eins konar farskólasnið á þessu fyrstu árin því skólinn var til skiptis á tveimur bæjum í ná- grenninu. Andrúmsloftið var engu að síður nokkuð heimilislegra en gengur og gerist í dag.“ Steingrím- ur segir að landafræði hafi verið hans uppáhaldsfag í barnaskóla. „Ég hafði mjög gaman af landa- fræði og kunni flestar höfuðborg- ir og slíkt utanbókar. Ég var líka ágætur í sögu en stærðfræðin var aldrei í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég lærði hana af skyldurækni frekar en áhuga.“ Steingrímur segist aðspurður muna eftir mörgum skemmtileg- um atvikum úr grunnskóla. „Við krakkarnir í skólanum grófum vet- urinn 1968 gríðarlega stórt snjó- hús í fönn við árgil heima á Gunn- arsstöðum, en skólinn var þar í nokkur ár. Snjólög voru slík þennan vetur að við gátum grafið mjög langt inn í skafl- inn í gilinu. Við enduðum á því að grafa heila íbúð inn í fönnina, líklega upp á eina 100 fermetra. Þarna var meðal annars stofa, þrjú til fjögur herbergi og eldhús. Þennan sama vet- ur gerðum við ekta snjó- hús að grænlenskri fyr- irmynd. Við notuðum bækur til að læra hvernig ætti að bera sig að svo þetta var mjög fagmannlega gert. Við meira að segja sváfum í húsinu einhverjar nætur,“ segir Steingrímur léttur í bragði að lokum. Prúður ekki rétta orðið Gerður Kristný Guðjónsdóttir, rithöfundur og skáld „Ég man ekki beinlínis eftir fyrsta skóladeginum en ég man að mér þótti ofboðslega gaman að byrja í skóla. Þá fer ég fyrst að muna eft- ir mér. Ég fékk glæný skólaföt úr Hagkaupum Skeifunni; samfesting úr gallaefni með rennilás að fram- an. Mér fannst ég mjög fín,“ segir Gerður Kristný sem hóf skólagöngu sína í Álftamýrarskóla. „Ég kunni þá þegar að lesa og sá litla ástæðu til að leyna því. Ég man eftir mér þar sem ég sat uppi á borði og las fyrir bekkjarsystkini mín,“ segir Gerður og hlær. „Þetta endaði með því að ég var send til skólasálfræðingsins sem lagði fyrir mig þroskapróf. Ég var svolítið stressuð í prófinu enda hafði ég aldrei séð manninn áður. Hann spurði mig meðal annars að því hver fyrsti landnámsmaðurinn hefði verið. Ég svaraði því til að það hefðu verið Adam og Eva.“ Gerður Kristný stóðst prófið þrátt fyrir að hafa ekki fengið fullt hús stiga og var í kjölfarið hækkuð um bekk. Hún segist þó hafa átt í basli með raungreinar í skóla. „Ég var aldrei hrifin af stærðfræði og öðr- um raungreinum en gekk hins vegar mjög vel í íslensku og tungumálum. Ég gat meira að segja lært dönsku,“ rifjar Gerður upp. Spurð um eftir- minnileg atvik úr grunnskóla seg- ist hún alltaf muna eftir deginum þegar Helga bekkjarsystir hennar sá kennslukonuna þeirra reykja inni á kaffistofu. „Við urðum fyrir miklu áfalli, enda hafði kennslukonan oft farið með okkur í bíósalinn þar sem við sáum skelfilegar fræðslumyndir um afleiðingar reykinga. Þar gat að líta reykingafólk sem dró á eftir sér súrefniskúta eða hafði jafnvel misst útlimi af völdum reykinga. Við ætl- uðum þess vegna ekki að trúa þessu upp á kennarann okkar,“ segir Gerð- ur Kristný létt í bragði. „Seinna las ég svo ævisögu Bubba Morthens þar sem kom í ljós að hann hafði haft nákvæmlega sömu kennslukonuna og líka orðið fyrir áfalli þegar hann komst að því að hún reykti. Það var svolítið skondið.“ Hvað finnst þér um reykingar?þér um reykingar?Hvað finnst þér um reyHvað finnst þérSkrifaðu stutta setningu um það sem þér finnst u reykingar í eina af talbólunum. D V m yn d Á sg ei r DV mynd Stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.