Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 25
DV Sviðsljós þriðjuagur 21. ágúst 2007 25 Britney Spears lék á als oddi í forsíðumynda- töku fyrir septemberútgáfu tískutímaritsins Allure í síðustu viku. Að sögn viðstaddra kom söngkonan vel fram og var til í tuskið fyrir myndatökuna. Hárgreiðslumaðurinn Danilo dáðist að stuttu ljósu hári söngkonunnar en sagði jafnframt : „Britney kom inn og tók af sér ljósu hárkolluna og við blasti ljós drengjalokkur. Henni virtist sjálfri bregða við að líta í spegilinn.“ Af myndunum að dæma lítur allt út fyrir að söngkonan sé búin að umturna lífi sínu á ný enda virðist hún einstaklega heilbrigð með dökka síða hárlokka og í frábæru ástandi líkamlega. Spurningin er hins vegar sú hvort um gríðarlega myndvinnslu sé að ræða því þær myndir sem birst hafa af Britney undanfarið hafa síður en svo verið frýnilegar og breytingarnar á söngkonunni á þessum umtöluðu Allure-myndum jafnvel einum of miklar til að geta verið raunverulegar á svo stuttum tíma. Allir sem komu að mynda tökunni Voru sammála um að Britn ey væri samvinnuþýð og indæl. Tónlistarhátíðin V Festival var haldin í Bretlandi helgina sem leið. Löngu uppselt var á hátíðina þar sem 75 listamenn og hljómsveitir komu fram. Tónleikagestir létu það lítið á sig fá þótt Amy Winehouse hafi afboðað komu sína og skemmtu sér kon- unglega enda hátíðin troðin af heimsþekktum listamönnum. LEYNILEGT SAMSTARF Madonna hefur nú bannað justin timberlake að ræða um nýlegt samstarf þeirra en þau tóku upp lag á dögunum sem yfir hvílir mikil leynd. Enn er ekki komið á hreint hvenær lagið kemur út en Madonna hefur ítrekað minnt timberlake á að ræða ekkert um lagið við fjölmiðla. það eina sem timberlake sagði í nýlegu viðtali þegar hann var spurður út í lagið var: „Ég get ekki sagt ykkur neitt um nafnið á laginu því hún mun annaðhvort drepa mig eða láta drepa þig.“ Einstaklega spennandi verður því að heyra þetta leynilega lag þeirra þegar það loksins kemur í verslanir. EKKI MEÐ BRITNEY Criss angel þvertekur fyrir að sögusagnir um að hann og Britney spears eigi í ástarsambandi eigi við rök að styðjast. angel, sem er sjónhverfingameistari, átti áður í ástarsam- bandi við leikkonuna Cameron Diaz en segist eingöngu aðstoða Britney við að undirbúa sig fyrir MtV-tónlistar- verðlaunahátíðina þar sem söngkonan mun koma fram. „það er ótrúlegt hvað fólk er fljótt að búa til slúðursögur, við erum með sama umboðsmanninn og ég er að aðstoða hana við eitt af atriðunum hennar á MtV-hátíðinni,“ segir angel en í síðustu viku var því haldið fram að hann og spears hefðu eytt saman nótt á sunset-hótelinu. DÖKKAR FYRIRSÆTUR HUNDSAÐAR súpermódelið Naomi Campbell hefur gagnrýnt ritstjóra tískutímaritsins Vogue fyrir að notast allt of sjaldan við dökkar fyrisætur á forsíðu tímaritsins. Campbell, sem er þrjátíu og sjö ára, segir jafnframt að sumar af stærstu módelskrifstofum heims hundsi þeldökkar fyrirsætur og ráði þær sjaldnast til starfa. „það er algjör synd að fólk kunni ekki að meta dökkar fegurðardísir og þá sérstaklega í Bretlandi. Meira að segja ég mæti oft mótlæti í heimalandi mínu, Englandi,“ segir Campbell. Sophie Ellis Bextor Íslandsvinkonan, sem tók nýverið upp myndband hérlendis, er komin á fullt skrið aftur. Töffari Pink er ófeimin við að fetta sig og bretta. Kanye West Lætur ummæli 50 Cent lítið á sig fá og rappar fyrir allan peninginn. Duglegasti rokkari heims David grohl tók snúning með Foo Fighters. Mika stígur villtan dans á sviðinu ásamt fögrum meyjum. Uppselt Miðar á hátíðina seldust upp í mars. Juliette Lewis Og hljómsveitin hennar the Licks rokkuðu stíft líkt og þegar þau komu hingað til lands. Iggy Pop Var ber að ofan eins og vanarlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.