Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Blaðsíða 30
þriðjuDagur 21. ágúst 200730 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Jónas Kristjánsson ritstjóri segir á netsíðu sinni, jonas.is, að hér á landi sé ekki kennd blaða- mennska heldur fjölmiðlafræði. Það segir Jónas að sé grein af meiði félagsvísinda og sé því síður en svo vel til þess fallin að undirbúa fólk fyrir blaða- mannsstarfið. Og Jónas held- ur áfram. „Flest- ir kennararnir hafa enga reynslu í faginu og aðrir hafa vonda reynslu. Nám í fjölmiðlafræði kemur verðandi blaðamönnum að engu gagni. Þekkt er í bransan- um, að umpóla þarf slíku fólki í upphafi starfs, svo að það standi jafnfætis sjómönnum,“ segir rit- stjórinn fyrrverandi sem hefur löngum þóst hafa vit á blaða- mennsku enda býr hann að ára- tugareynslu. n Knattspyrnudeild FH og þeir sem að henni standa eru mjög ósátt- ir við KSÍ þessa dag- ana. Ástæð- an er sú að KSÍ bað fjölmiðla landsins að velja lið umferða 7- 12 þrátt fyrir að FH ætti eftir að spila við HK. Sá leikur var ekki leikinn fyrr en eftir 13. umferð. Ólafur Jóhannesson var mjög reiður eftir leikinn gegn HK og sparaði ekki stóru orðin. Lét alla fjölmiðla sem vildu tala við hann vita að honum fyndist þessi verðlaun móðgun bæði við FH og HK. KSÍ hefur ekki alltaf verið með puttana á púls- inum í gegnum árin og hefur lítið breyst í þeim efnum á þess- um síðustu og verstu. n Ríkissjónvarpið flutti af því fréttir á sunnudagskvöld að sést hefði í bjarmann af flugeldasýn- ingu Orkuveitunnar á Menn- ingarnótt í Flókalundi, alla leið vestur í Barðastrandasýslu. Var þetta haft eftir ferðakonu á svæðinu sem sjónvarpsmenn höfðu rætt við. Skömmu seinna í fréttatíman- um las Elín Hirst þá ábendingu að líkast til hefði konan séð bjarm- ann af flugeldasýningu í Stykk- ishólmi sem haldin var á svip- uðum tíma. Óstaðfest er hvort hin fráneyga kona er sú sama og kvaðst hafa séð til Noregs einn sunnudaginn um árið. Hver er maðurinn? „Gunnleifur Gunnleifsson, knatt- spyrnumarkmaður í HK.“ Hvað drífur þig áfram? „Það er konan mín sem drífur mig áfram.“ Við hvað starfar þú? „Ég er nemi í Háskólanum í Reykjavík að læra íþróttafræði á fyrsta ári.“ Hvað gerir þú í frístundum? „Þá reyni ég að eyða sem mestum tíma með fjölskyldu minni, konunni og dætrum.“ Hvenær byrjaðir þú í fótbolta? „Ég var sex ára gamall þegar ég byrjaði og lék með ÍK.“ Hvað varð til þess að þú byrjaðir að æfa? „Bræður mínir eldri voru báðir í fótbolta svo ég elti þá í þetta. “ Voru þeir markmenn? „Nei þeir voru framherji og varn- armaður.“ Voru þeir betri en þú? „Nei, en þeir voru nokkuð góðir báðir, en hættu þó að spila í kringum tvítugsaldurinn.“ Hvað er það leiðinlegasta við Landsbankadeildina? „Það er ekkert sem mér dettur í hug í fljótu bragði.“ Hverjar eru fyrirmyndir þínar? „Fyrirmynd mín í fótboltanum er Gianluigi Buffon, landsliðsmark- maður Ítala og Juventus. Ætli ég myndi ekki segja að í lífinu sjálfu væri það enginn annar en Superman.“ Hvað er fram undan hjá þér? „Fram undan er skemmtilegt skólaár í Háskólanum í Reykjavík, fjölskyldulífið og leikir í Lands- bankadeildinni með HK.“ Hvernig undirbýrðu þig fyrir leiki? „Ég borða vel og hugsa jákvætt.“ Hvaða dægurlag, fyrr og síðar, vildir þú hafa samið? „Ég vildi hafa samið Rabarbara- Rúna, það er sigurlagið okkar í HK, við syngjum það inni í búningsklefa þegar vel gengur.“ Þú skartaðir ljósbláum sokkum í leik FH og HK á sunnudag, hvers vegna? „Á sunnudaginn sigruðu mínir menn í Manchester City nágrann- ana í Manchester United og ljósbláu sokkarnir voru tileinkaðir sigrinum. Ég er gallharður Manchester City- maður og ég fylgi ekki sauðunum sem halda allir með hinu liðinu.“ Hvernig fellur þetta í kramið hjá liðsfélögum þínum? „Þeir hafa allir gaman af þessu, þeir þekkja mig svo vel og láta þetta ekkert fara í taugarnar á sér.“ Hverjir verða Íslandsmeistarar í knattspyrnu? „Ég held að Valur taki þetta, Birkir Már Sævarsson tryggir þeim titilinn undir lokin.“ Í DAG Á MORGUN HINN DAGINN Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx +13 4 xx xx xx xxxx xx xx +14 4 xx xx +19 4 +14 4 +12 4 xx xx xx xx xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx xx xx xx xx +13 4 xx xx xx +13 4 +11 4 +11 4 +18 4 +14 4 xx +12 4 +14 4 +11 1 xx xx xx xx xx +15 1 xx -xx -xx MAÐUR DAGSINS veltingur Sigurjón M. egilsson skrifar. tröllabanKar í glerborg Bankarnir eru búnir að stela Menningarnóttinni, rétt eins og þegar tröllið stað jólunum. Tröllabankarnir hafa stolið Menningarnótt og breytt henni í stærðarinnar auglýsingu. Allar keppast við að lofa og dýrka bankana fyrir auglýsingarnar, en ekkert hefur verið talað um hvað Menningarnóttin hefur breyst mik- ið með afskiptum tröllabankanna. Í fyrstu var sjarmi Menningarnæt- ur það litla og það sæta. Eldsmið- ir, handverksfólk, tónlist var flutt í búðum og bankaafgreiðslum, það var kyrrð og ró yfir þó tugþúsund- ir hafi notið þess sem fyrir augu og eyru bar. Það var allt svo vinalegt. Svo sáu tröllabankarnir sér leik á borði, þeir komu og stálu Menningarnóttinni. Núna byggist allt á að hafa allt nógu stórt og metist er um hvort tuttugu og fimm þúsund eða fimmtíu þús- und komu saman hér eða þar. Svo er hælst um að nú hafi Menningarnóttin teygt sig um stærri hluta borgarinnar en áður. Það vill gleymast að það var ekki allt í lagi að vera mörg saman í, til þess að gera, litlum hluta borgarinnar. Magnið og hávaðinn hafa tekið yfir, þökk sé tröllabönkunum. Eftir að bankarnir slökktu á hávaðanum breyttist allt, það var ekki bara miðborg-in sem varð einn glersalli. Glerbrot voru víða nærri miðborg- inni. Drukkið, illt og vont fólk hafði hent frá sér glerflöskum víða og gamli góði Villi svaf greinilega í gær og ekkert var gert til að laga til í borginni eftir herlegheitin. Í minn- ingunni var þetta ekki svona þegar Menningarnóttin var fábrotnari og byggð upp á litlum fallegum atrið- um og þegar fólk hittist og gat talað saman þar sem hávaðinn hafði ekki enn mætt, í boði tröllabankanna. Að lokum, hvað hefur komið fyrir Stuðmenn? NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði Buffon og Superman eru fyrirmyndirnar Gunnleifur Gunnleifsson Markmaður HK í Landsbankadeild- inni, hefur staðið vaktina á milli stang- anna í sumar með sóma. gunnleifur er á fyrsta ári í íþróttafræði í Háskólan- um í reykjavík og heldur með Manchester City.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.