Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Qupperneq 15
Olgu var rænt á götu úti dag einn þeg- ar hún hafði skrópað í skóla í heima- bæ sínum í dreifbýli Moldóvu. Líkt og margar stúlkur á hennar reki hafði hana dreymt um nýtt líf á Ítalíu. Það næsta sem hún vissi var að hún var dregin úr farangursgeymslu bifreið- ar í rúmenska bænum Timisoara við landamæri Júgóslavíu af serbneskum smyglara sem kallaður var Dragan. Olga var ferjuð yfir Dóná ásamt tíu öðrum stúlkum. Í nokkra daga voru þær geymdar í kjallara húss nálægt Belgrad. Þeirra biðu allra sömu ör- lög. Farið var með Olgu yfir landa- mæri Serbíu og Makedóníu, þar sem landamæraverðir litu undan. Bærinn Velesta í Makedóníu var ákvörðunar- staðurinn og „...það voru viðskipta- vinir strax fyrstu nóttina,“ sagði Olga. Lamin og niðurlægð Olga hafði litla eða enga hugmynd um hvar hún var stödd og var án skil- ríkja. Líf hennar var nú háð „eiganda“ hennar og hlýðni við hann. Henni var nauðgað, hún var barin til hlýðni og niðurlægð þar til hún glataði vilj- anum til að berjast gegn hryllilegum örlögum sínum. Hún var neydd til að þrífa salerni með tungunni og hafa munnmök við aðra stúlku. Og vörð- urinn hló. Árið 2001 var talið að hvergi í heim- inum væru umsvif mansals af þessum toga viðameiri en í Moldóvu. Var tal- ið að, eftir hrun Sovétríkjanna, hefðu á milli 200.000 og 400.000 stúlkur ver- ið seldar í kynlífsþrælkun. Jafnvel allt að tíu prósent alls kvenfólks. Olga var ein af 120 stúlkum frá Moldóvu sem neyddar voru til vændis í Velesta í Makedóníu. Bærinn er svo lítill að stúlkurnar voru umtalsverður hluti íbúafjöldans. En þær sáust ekki að degi til. Þær voru læstar inni í bakher- bergjum kráa, en safnað saman þegar viðskiptavinur mætti á svæðið. Halda í falska von Líkt og skepnur voru stúlkurn- ar íklæddar efnislitlum nærfatnaði leiddar fram fyrir viðskiptavinina sem síðan völdu hver eftir sínum smekk. Oft og tíðum stóðu stúlkurnar í þeirri trú að þær væru að vinna upp í skuld við „eigendur“ sína og þær myndu, þegar skuldin væri að fullu greidd, fá alvöru störf í Evrópu. En það varð aldrei. Olga hafði verið lengur í þræl- dómi í Velesta en flestar stúlkur sem þar bjuggu við sömu aðstæður. Marg- ar stúlknanna voru fluttar til Albaníu eða Grikklands eftir að „búið var að brjóta þær niður eða þær missa að- dráttarafl sitt,“ sagði Olga. Frá Albaníu var hægur vandi að flytja þær til Ítalíu og þaðan inn á meginland Evrópu. Á hverjum degi er hundruðum stúlkna smyglað inn í Evrópu þar sem þær eru neyddar til vændis í borgum eins og París, London, Amsterdam og Ham- borg. Lífshættulegt viðtal Olga var neydd til kynmaka við allt að tíu manns á dag. Henni var neit- að um læknisaðstoð og þjáðist vegna ígerðar í öðru brjósti eftir að hún var bitin svo heiftarlega af viðskiptavini. En þær kvalir sem hún leið vegna þessa voru ekki stærsta áhyggjuefni hennar. Hún var fangi í smábæ sem af mörgum er talinn einn af hættuleg- ustu stöðum í heimi. Andlegri og lík- amlegri heilsu hennar hrakaði vegna hins grimmilega og ómanneskjulega aðbúnaðar sem hún bjó við. „Það er bara eitt orð yfir þetta,“ sagði hún. „Þrælahald.“ Olga tók mikla áhættu þegar hún veitti viðtalið sem þessi frásögn er byggð á. Hún sagði að „eigandinn“ myndi drepa hana ef hann kæmist að þessu. Ótti Olgu var ekki ástæðu- laus. Þær sem voru nógu hugrakkar til að leita hjálpar voru miskunnarlaust barðar og stundum drepnar fyrir að reyna flótta. Balkanstríðið Tíu ára styrjöld á Balkanskaga gerði svæðið að hraðbraut mansals. Lögleysa og spilling varð til þess að gamlir andstæðingar lögðu til hliðar ágreiningsmál sín og horfðu frekar til hins gífurlega ábata sem mansal gat fært þeim. Albanar í Kosovo, Make- dóníu og suðurhluta Serbíu hafa ver- ið stórtækir í þessum alþjóðlegu og sífellt arðbærari viðskiptum, enda löngum haft tengsl við annars konar glæpastarfsemi, eiturlyfjaframleiðslu, fölsun skilríkja og vændishringi í Bretlandi. Moldóvskar stúlkur eru af blönduðum kynþætti, þær eru falleg- ar og þess vegna eftirsóttar. Og fram- tíð þeirra er ekki vænleg. Lítill hlekkur Makedónía er einungis skiptistöð í lífi margra stúlkna sem sviptar hafa verið sjálfstæði, reisn og frelsi, líkt og Olga. Leiðin þeirra hefst í örbirgð Austur-Evrópu og óreiðunni sem ein- kennir fyrrverandi lýðveldi Sovét- ríkjanna og liggur til Vestur-Evrópu, Mið-Austurlanda og víðar. Sumir telja að þetta stórfellda mansal megi að hluta til rekja til hruns Sovétríkjanna þar sem milljónir ungra stúlkna alast upp í efnahagslegri eymd og dreymir um betra líf á Vesturlöndum. Þær eru kjörin fórnarlömb fyrir samviskulausa glæpamenn sem svífast einskis. Fyrir Olgu voru allir kostir fýsilegri en Velesta. „Hvers konar skepna get- ur gert mér þetta? Makedónía er full af stúlkum eins og mér – og við grát- um allar,“ sagði Olga. DV Helgarblað föstudagur 31. ágúst 2007 15 Mansal í heiminum verður sífellt viðameira. Örbirgð og dapurleg framtíð ungra stúlkna í fátækum löndum ger- ir óprúttnum einstaklingum léttara fyrir að lokka þær með gylliboðum um farsæld og vel launaða vinnu. Einnig er stúlkum rænt á götum úti, þær hnepptar í kynlífsþrældóm og haldið nauðugum við ömurlegar aðstæður. Olga er ein þeirra, saga hennar er nöturlegt dæmi um þá mannvonsku sem þrífst í þrælahaldi samtímans. Lifa í ótta við meLLudóLga ...og við grátum aLLar Beðið eftir viðskiptavinum Eins og skepnur á markaði. Vændishús Í slíkum húsum verða konurnar að selja blíðu sína. Þræðir verslunar með fólk liggja djúpt í iðrum undirheimanna: erfitt að henda reiður á umfangi mansaLs Erfitt er um vik að henda reiður á umfangi mansals í heiminum. Eðli málsins samkvæmt er um glæpsam- lega starfsemi að ræða og liggja þræðir hennar um undirheima glæpasamtaka víða um heim. Almennt er talið að allt að 800 þúsund manns sé smyglað yfir landamæri heimsins ár hvert. Þar af eru um áttatíu prósent konur og stúlkur og af þeim er helmingurinn börn. Stór hluti fórnarlambanna end- ar í vændi eða annars konar kynlífsþrælkun. Verslun með börn er að verða einn ábatamesti atvinnuvegur í heimi. Þrældómur af ýmsum toga Könnun í Bretlandi leiddi í ljós að verslun með börn snertir alla landshluta og flest barnanna voru á aldrin- um fjórtán til sautján ára, en einnig var um yngri börn að ræða og það yngsta var níu mánaða gamalt. Stærst- ur hluti barnanna kom frá Kína, Vestur- og Austur- Afríku, Rússlandi og Austur-Evrópu. Börnin eru seld í kynlífsþrælkun, til heimilisþrælkunar, sem burðardýr eiturlyfjasala og við framleiðslu eiturlyfja. Einnig voru ung börn látin betla eða þeim beitt í svikamyllum eig- enda sinna. Kína Mikill fjöldi kínverskra stúlkna er seldur í vændi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.