Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Page 18
Til mikillar undrunar las ég frétt í DV þar sem kom fram að á bæjarkontórnum á Ísa- firði eru margar skúffur. Alvitað er að marg- ar skúffur eru til vand- ræða. Tími er til kominn til að fólk átti sig á vandanum við margar skúff- ur. Reyndar nær vandinn lengra og á við um geymslur almennt, ekki bara skúffur. Reynslan hefur sýnt að þetta er hárrétt. Stundum hafa of margar skúffur hreinlega valdið tjóni, oftast fjárhagslegu. Ekki skal henda gaman að þessum vanda. Slíkt er ekki sanngjarnt. Blessaðir kontór- istarnir á bæjarskrifstofunni eru al- gjörlega varnarlausir þegar kemur að skúffumálinu. Vissulega var rétt að óska eftir tilboðum í skólaakst- ur. Um það verður ekki deilt, hvorki fyrr né síðar. Enda gerðu kontór- istarnir það, eins og vera bar. Á kontórinn bárust víst þrjú tilboð. Tvö þeirra voru sett í rétta skúffu, en ekki það þriðja. Upphófst þá vandi sem ekki sér fyrir endann á. Skúffurnar eru of margar á kontórn- um, eins og hefur sannast og mun sannast aftur verði ekkert aðgert. Hvað um það, en svo óheppilega vildi til að tilboðið sem sett var í röngu skúffuna var hagstæðast fyrir bæinn. En erfitt er að eiga við mál þar sem tilboð er sett í ranga skúffu. Þannig tilboð er engum til gagns. Það vita fleiri en Ísfirðingar. Hvað um það. Ekki er hægt að búa við þetta skúffufargan öllu lengur. Slíkt getur kost- að bæði tíma og peninga. Augljóst er að þegar kontóristarnir skoðuðu tilboðin var með öllu óhugsandi að leita í röngum skúffum. Það gerir ekki nokkur maður. Bara er leitað í réttum skúffum og það var gert. Í réttu skúffunni voru tvö tilboð. En enginn vissi og engan grunaði að í rangri skúffu væri lægsta tilboð- ið. Svona getur farið þegar skúffurnar eru margar og ekki víst hvað hver og ein geymir. Enginn vissi um það og auðvitað var ekki gáð í allar skúffurn- ar. Kontóristar eiga það til að setja tilboð í rang- ar skúffur en ekki að leita í röngum skúffum. Þannig vissu þeir bara ekkert um þriðja tilboð- ið. Það var ómark þar sem það var í rangri skúffu á bæjar- kontórnum á Ísafirði. Sumar sögur enda illa og þessi gerir það þar sem fát kom á alla kontóristana þegar þeir uppgvötuðu að þeir höfðu ekki leit- að í röngu skúffunum að rétta til- boðinu. Fundi var komið á og eðli- lega varð niðurstaðan sú að tilboð sem ratar í ranga skúffu er ekk- ert tilboð. Þau eiga að vera í réttri skúffu, ekki rangri. Kontóristarnir fengu samviskubit og fundu til með þriðja tilboðinu og vilja nú fá ný tilboð í stað þeirra þriggja sem höfðu áður borist. Áður en ný til- boð koma má ekki gleymast að læsa röngu skúffunum, ann- ars kann illa að fara. föstudagur 31. ágúst 200718 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjóri og ábyrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: Valdimar birgisson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðalnúMer 512 7000, ritstjórn 512 7010, áskriftarsíMi 512 7080, auglýsingar 512 70 40. Þriðja tilboðið daggeisli Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. Það er ekki bara lögreglan sem hefur dregið lappirnar. Allt of langur tími leiðari Sýslumannsembættið á Selfossi hefur ekki enn lokið rannsóknum á Byrgis-málinu, átta mánuðum eftir að rann-sókn þess hófst. Þetta er óþolandi fyrir þá sem eru bornir sökum og ekki síð- ur og öllu heldur fyrir þá sem eru hugsan- lega fórnarlömb glæpanna sem hafa verið kærðir. Þeir embættismenn sem fara með hið mikla vald sem fylgir rannsóknum og ákærum verða að gera svo vel að ljúka mál- um á viðunandi tíma og jafnframt að vanda til þess sem þeir gera. Allt of mörg dæmi eru um að mál hafi verið illa undirbúin eða að þau hafi tekið of langan tíma. Þetta verður að laga, allra vegna. Þær eru miklar ávirðingarnar sem eru bornar á Guðmund Jóns- son, sem var forstöðumaður Byrgisins, og ef réttar eru eru þær raunir fyrir fórnarlömbin. Ekki getur annað verið en það fólk bíði þess að niðurstaða fáist í málið, verður málið sent saksókn- ara og ef svo verður, verður Guðmundur þá ákærður og jafnvel dæmdur. Þessar spurningar eru á lofti þar sem lögregla er enn, mörgum mánuðum eftir að kærurnar komu fram, að rannsaka málið. Engin niðurstaða, enginn veit hvert mál þróast. Það er ekki bara lögreglan sem hefur dregið lappirnar. Byrg- ið skildi eftir sig annan vanda en meint óþverrabrot Guðmundar Jónssonar. Byrgið var samastaður fólks sem réð ekki við fíkn, réð ekki við að lifa lífi eins og flest okkar hinna. Þegar Byrginu var lokað var mikið talað um örlög þeirra sem þar áttu friðhelgi og lifðu án vímuefna. Síðan hefur fátt gerst annað en umræða, aðallega til að friða þá sem ábyrgðina bera. Fátt eða ekkert annað hefur verið gert. Byrgismálinu er ekki lokið. Sakamálið er fast í fangi lögreglunnar og skjólstæðingarnir eiga hvergi heima og ráfa um úrræðalausir. Hvort tveggja á ábyrgð yfirvalda. Það var gott að Guðmundur Jónsson varð að yfirgefa Byrgið í desem- ber í fyrra. Greinilega var rangt að loka staðnum. Nær hefði ver- ið að finna betri manneskju til að taka við, allavega þar til önn- ur lausn hefði fundist. Að loka á tugi fíkla og kippa undan þeim fótunum var greinilega kolröng ákvörðun. Einkum og sér í lagi þar sem ekkert hefur verið gert til hjálpar þessu fólki. Áður en ár er liðið frá því ósköpin dundu yfir er krafa um að hvorttveggja klárist. Að finna fyrrverandi skjólstæðingum Byrgisins nýtt skjól og að lögregla og ákæruvald klári sinn þátt í sakamálinu sem fylgdi í kjölfar þess að Byrginu var lokað. dómstóll götunnar Er fiskvEiðikvótinn á of fárra höndum? „svo sannarlega. Þetta eru meira og minna einhverjir ríkisbubbar sem eiga kvótann og selja hann sín á milli. fyrir vikið horfum við upp á heilu byggðar- lögin leggjast í eyði.“ Stöðuvörður 10, óskar nafnleyndar, 44 ára „já, kvótinn er í eigu of fárra. Menn virðast líka hafa of mikið frelsi til þess að selja hann á milli byggðarlaga. Það hefði þurft að binda kvótann við byggðir landsins.“ Alma Garðarsdóttir, stuðningsfulltrúi, á besta aldri kvótinn er tvímælalaust á of fárra höndum. Mér finnst að það verði að gera grundvallarbreytingar á kvótakerfinu. jafnvel gætum við tekið upp einhvers konar veiðileyfakerfi.“ Hörður Gunnarsson, skáld, 45 ára „Ég held að það þýði lítið að hugsa um það úr þessu. Við verðum að reyna að sætta okkur við þetta kerfi þegar hingað er komið sögu.“ Friðgeir Halldórsson, sjúkraþjálfari, 42 ára sandkorn n Landsbankinn er að und- irbúa opnun útibús í Hong Kong. Björn Ársæll Péturs- son, stjórn- arformaður Orkuveitu Reykjavík- ur, mun vera á förum til Hong Kong til að vinna að undirbún- ingnum en Landsbankinn ætlar sér stóra hluti á hinum stóra markaði sem Kína er. Glitnir opnaði ein- mitt útibú í Sjanghæ fyrir um ári svo ekki getur liðið um langt þangað til Kaupþing fetar í fót- spor keppinautanna tveggja. n Gera má ráð fyrir rússneskri kosningu á landsþingi Sam- bands ungra sjálfstæðismanna sem haldið verður á Seyðisfirði 14. til 16. september því aðeins eitt framboð er komið til formanns. Það er Þórlindur Kjartans- son, sem vonast til að taka við af góðvini sínum Borgari Þór Einars- syni. Ekki er gert ráð fyrir því að margt breytist í ungliðahreyf- ingu sjálfstæðismanna taki Þór- lindur við því þeir eru báðir úr hinum svokallaða deigluhópi, sem framkvæmdastjóri flokks- ins Andri Óttarsson er einnig hluti af. n Utanríkisráðuneytið er á hött- unum eftir stjórnsýslufræðingi til að fara með ýmis verkefni í ráðuneytinu. Sögur segja hins vegar að ekki hafi enn fengist fjárheimild fyrir þessari nýju stöðu. Reyndar fylgjast fjöl- miðlar vel með allri framúrkeyrslu fram úr fjárlög- um um þessar mundir eftir að sukkið með Grímseyjarferjuna komst upp og umræðan um framúrkeyrslu síðustu fjárlaga komst í hámæli. Það er vonandi að ráðamenn verði á bremsunni héðan í frá. n Guðmundur Steingríms- son Hermannssonar skrifar skemmtilega færslu á bloggi sínu um það sem drifið hefur á daga hans í sumar. Hann segir frá því að hann hafi farið sem kosninga- eftirlits- maður til Kasakstans en klykkir svo út með kommenti um fréttirnar af faðernis- máli Lúð- víks Gizurarsonar: „Þannig var sumarið hjá mér sumsé. Í gær eignaðist ég svo nýjan föður- bróður. Hljómar dálítið eins og plott í Arrested Development, ég veit, eða ekta gamaldags ís- lensku útvarpsleikriti... „

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.