Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Qupperneq 25
DV Helgarblað föstudagur 31. ágúst 2007 25 óvenjumargir lagt sig óvenjulega mikið eftir því að tala mig niður. Það er eins konar ofbeldi, á ekkert skylt við málefnalega gagnrýni og ég læt ekki þvinga mig með þeim hætti út úr pólitík. Það er ekki í mínu eðli að láta undan svona, ég bara get það ekki.“ Spurð hverjir það hafi verið sem vildu hana út úr pólitík svarar hún: „Það voru fjölmarg- ir sem þannig voru þenkjandi og það fór ekki framhjá neinum og er reyndar sama sagan með þá konu í hverju landi sem fremst stend- ur í stjórnmálum. Við þekkjum þetta allar sem þangað höfum hætt okkur, Mona Sahlin í Sví- þjóð, Angela Merkel í Þýskalandi og auðvitað konur í íslenskri pólitík.“ Hefði haldið áfram Aðspurð segist hún algerlega sannfærð um að hún hefði haldið áfram í pólitík þótt Sam- fylkingin hefði ekki komist í ríkisstjórn. „Já, ég hefði haldið áfram í pólitík. Reyndar er ég sannfærð um að ef við hefðum ekki farið í rík- isstjórn, þá hefði Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkurinn setið áfram í stjórn, eða Sjálf- stæðisflokkur og Vinstri-græn hefðu myndað ríkisstjórn og hvorug þeirra ríkisstjórna hefði lifað. Það hefði því bara verið spennandi verk- efni að vera í stjórnarandstöðu.“ Hún segir þó gríðarlega mikilvægt fyrir Samfylkinguna að vera komna í stjórn. „Fyr- ir flokk af þessari stærð er mikilvægt að vera kominn í stjórnstöðu þar sem hann getur haft áhrif. Jafnaðarmenn eru framkvæmdafólk og ekki bara í stjórnmálum til þess að geta haft áhrif á orðræðu, að geta bara komið málum á dagskrá heldur erum við í þessu til að láta verk- in tala, bæta samfélagið. Það er allt annað en að vera í litlum flokki sem er kannski ákveðinn jaðarflokkur sem skilgreinir sig sem flokkur- inn sem ætlar að hafa hugmyndaleg áhrif. Það sem skiptir öllu máli er að vita hvert maður ætl- ar, svo getur tekið tíma að komast þangað, en maður getur tekið ýmsar ágjafir á leiðinni. Það er hins vegar mjög eðlilegt að fólk, bæði flokks- menn og aðrir kjósendur, geri kröfur um að sjá breytingar strax. Við gefum okkur samt alveg kjörtímabilið til þess að láta verkin tala,“ segir Ingibjörg Sólrún. Konurnar skiptu máli Spurð hvort eitthvað sé til í því að viðræð- ur við Sjálfstæðisflokkinn hafi verið hafnar af nokkurri alvöru fyrir kosningar segir hún: „Nei, það er ekki rétt. Það sem menn verða að hafa í huga er að í aðdraganda kosninga verða menn að halda öllum leiðum opnum. Því menn vita það að þótt það sé verið að bítast á þinginu verður alltaf að mynda ríkisstjórn og það skiptir máli að það séu allir möguleikar opnir, að menn skoði hvar eru samstarfsmöguleikar og -fletir. Þetta á við alla flokka, en það voru ekki komnar stjórnarmyndunarviðræður í gang. Bara óform- legar þreifingar og í ýmsar áttir.“ Voru það kon- urnar, eins og haldið hefur verið fram, sem voru að ræða saman? „Það var ágætt tengslanet milli kvenna fyrir kosningar og ég get alveg ímynd- að mér að það hafi haft sitt að segja. Karlmenn halda hins vegar alltaf að það séu þeir sem láti hlutina gerast,“ segir hún og hlær. En hefði hún getað hugsað sér að fara í rík- isstjórn þar sem Davíð Oddsson væri forsæt- isráðherra eða hefði það yfirleitt getað gerst? „Það getur náttúrulega allt gerst í pólitík. Stund- um verða menn að ýta persónulegum ágrein- ingsefnum til hliðar. En auðvitað skipta per- sónuleg tengsl alltaf máli í pólitík og auðvitað vorum við mjög harðir andstæðingar í pólitík en það er ekki þar með sagt að það hefði ekki verið hægt að vinna sig í gegnum það ef nauð- syn hefði krafið.“ Sjálfstæðisflokkurinn valdaflokkur Framsóknarflokkurinn kvartaði mikið und- an því á síðasta kjörtímabili að öll gagnrýni í garð ríkisstjórnar beindist að honum en Sjálf- stæðisflokkurinn fengi að sigla lygnan sjó. Ótt- ast Ingibjörg ekki að Samfylkingin hljóti svipuð örlög og Framsóknarflokkurinn sem samstarfs- flokkur Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn? „Það er auðvitað ástæða til að vera á varðbergi gagn- vart því og vinna mjög markvisst gegn því. Ég held að ástæðan fyrir þessu sé ef til vill að hluta til sú að fólk, almenningur og fjölmiðlar, er orð- ið svo vant því að Sjálfstæðisflokkurinn sé við völd, það er svo ríkur hluti af ímynd hans að hann sé valdaflokkur að fólki finnst hann vera flokkur sem bara stjórnar. Það eru því ekki gerð- ar eins kröfur til Sjálfstæðisflokksins og sam- starfsflokka. En auðvitað er ekki hægt að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt það sem miður fór í Framsóknarflokknum. Þar voru að sjálfsögðu ákveðin vandamál í innra starfi flokksins.“ Gamaldags og forræðisleg vinstripólitík Fram undan er spennandi þingvetur. Ný ríkisstjórn er við völd í fyrsta sinn í tólf ár og þar af leiðandi ný stjórnarandstaða. Hvernig held- ur Ingibjörg að stjórnarandstaðan verði í vet- ur? „Hún verður örugglega dálítið sérstök. Hún kemur náttúrulega dálítið úr tveimur mismun- andi áttum. Ég geri ráð fyrir því að við verðum mikið skotspónn stjórnarandstöðunnar, miklu frekar en Sjálfstæðisflokkurinn. Mér sýnist að Vinstri-græn ætli að vera eins og kommúnista- flokkarnir voru á þriðja og fjórða áratugnum, þeir voru alltaf verstir við jafnaðarmennina. Þeir voru svikararnir við einhvern ímyndaðan hreinan málstað. Mér finnst margt í því hvernig þeir leggja mál fram benda til þess að þeir verði mjög uppteknir af því að koma meintum svika- stimpli á Samfylkinguna. Það sem vekur hins vegar athygli mína er að mér finnst hafa komið mjög sterkt í ljós eftir kosningarnar að hinn hugmyndalegi kjarni hjá Vinstri-grænum er bara mjög gamaldags og forræðisleg vinstripólitík. Í hinum hugmynda- lega kjarna Vinstri-grænna er hvorki ríkur fem- ínismi né umhverfisvitund þó svo að það megi finna hjá ýmsu fólki innan flokksins.“ Í stjórnarandstöðu við mig Ingibjörg hefur þurft að þola mjög harða gagnrýni í sinn garð í margvíslegum málum. Nýlega gagnrýndi Morgunblaðið ferð henn- ar til Palestínu mjög afgerandi og héldu marg- ir því fram að það hefði verið enn eitt merkið um það einelti sem hún hafi þurft að þola árum saman, meðal annars af hendi Morgunblaðs- ins, en einnig úr fleiri áttum. Ingibjörg Sólrún segist aðspurð ekki líta á þetta sem sitt vanda- mál, heldur vandamál Morgunblaðsins. „Það er lýðum ljóst að ritstjórn Morgunblaðsins er í stjórnarandstöðu við mig. Það þarf ekkert ann- að en að lesa leiðara og ritstjórnargreinar til að sjá það. Mér sýnist að þeir séu fylgjandi ríkis- stjórninni, en í stjórnarandstöðu við mig og hún birtist meðal annars í svona skrifum. Þótt maður geti ekkert haft á móti því að blað hafi einhverja skoðun á því hvort maður sé með einhverja pólitík í Mið-Austurlöndum eða ör- yggisráðinu, er eiginlega verst við svona skrif að þar er engin lágmarkskrafa um að skrifað sé á einhvern málefnalegan hátt, að það sé lagt eitthvað inn í umræðuna. Þessi skrif finnst mér bara einkennast af geðvonsku.“ Fjölmiðlakastljósið ánauð Þreytist hún oft á því að vera opinber per- sóna? „Ég upplifi það öðruvísi núna en ég gerði þegar ég var borgarstjóri. Mér finnst það miklu léttara núna. Auðvitað venst maður þessu. Ég er ekkert upptekin af því hvar sem ég fer að ég sé opinber persóna. Hins vegar, þótt ég segi þetta, er ég samt líka meðvituð um að ég hef ákveðn- ar skyldur sem opinber persóna. Á ferðalög- um með manninum mínum um landið legg ég mig fram um að heilsa upp á fólk á þeim stöð- um sem ég heimsæki og kynnast samfélag- inu, hvort sem það er atvinnurekstur, opinber þjónusta eða sundlaugin á staðnum. En ég get vottað um breytinguna sem orðið hefur í ásókn fjölmiðla í fólk í mínu starfi. Fjölmiðlun er orð- in svo mikil, það eru svo margir fréttatímar, svo mörg blöð, og það að vinna stöðugt verk sín undir fjölmiðlakastljósi verður ákveðin ánauð. Mér finnst gaman að vinna verkin mín og mér finnst gaman að fást við hluti en maður nenn- ir ekki alltaf að hugsa um þau út frá fjölmiðl- unum. Veruleikinn er mikilvægari en sýndar- veruleikinn sem fjölmiðlar eru óhjákvæmilega að nokkru leyti. Að allt sem ég segi, allt sem ég geri, þurfi ég að hugsa út frá fjölmiðlunum finnst mér spilla en þetta viðhorf er orðið svo ríkur þáttur í pólitíkinni – hvað þarf að segja til að vekja athygli fjölmiðlanna. Maður getur ekki bara sagt það sem manni finnst að maður þurfi að segja, það sem mann langar til að segja af því maður þarf að hugsa um hvernig það birtist í fjölmiðlunum, hvort hægt sé að snúa út úr því eða hvort því verði slegið upp.“ Hefði einnig viljað fjármálaráðuneytið Það voru miklar vangaveltur um það í vor þegar Samfylking og Sjálfstæðisflokkurinn voru í stjórnarmyndunarviðræðum hvaða ráðuneyti Ingibjörg Sólrún myndi velja sér. Það þótti áhætta í ljósi þess hve mikill ágrein- ingur var innan flokksins síðasta vetur að velja ráðuneyti þar sem hún yrði jafnmikið fjarver- andi og raunin er með utanríkisráðherra. Ingi- björg segir hið sanna í málinu það að utanríkis- ráðherra sé ekki lengur meira í burtu en flestir aðrir ráðherrar og ástæðan fyrir því að hún hafi valið það ráðuneyti sé sú að þar fái hún tæki- færi til að hafa víðari sýn á innanlandsmál- in en ef hún fengist við eitt tiltekið fagráðu- neyti. „Á sama hátt kom fjármálaráðuneytið til greina, þar hefði ég líka getað haft þessa víðu sýn á málaflokkana og ekki dregið taum eins umfram annan, heldur getað verið í almennri stefnumótun sem lýtur að ríkisrekstrinum og ríkisfjármálum. En þetta varð niðurstaðan og mér gengur vel að halda tíma til að fara út á land, sinna flokknum og fleira. Það er mér líka svo nauðsynleg næring og jarðtenging.“ Þurfum að axla ábyrgð Ingibjörg tók við því kefli í utanríkisráðu- neytinu að fylgja eftir umsókn Íslendinga til sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hefði hún haft frumkvæði að því að sækjast eftir sæti í öryggisráðinu? „Mér finnst ekkert ólíklegt að ég hefði tekið ákvörðun um að við ættum að sækja um, vegna þess að ég sé ekki hvaða afsökun við höfum.“ Hún bendir á að Íslendingar séu í Norðurlandasamstarfi en jafnframt eina Norð- urlandaþjóðin sem hefur alltaf vikið sér und- an því að vera í framboði. „Hinar hafa skipst á enda er þetta nokkurn veginn sameiginlegt framboð Norðurlandanna. Allan tímann frá stofnun Sameinuðu þjóðanna höfum við vikið okkur undan. Mér finnst við ekkert vera í þeirri stöðu að geta gert það lengur. En auðvitað tók ég við keflinu. Þessi ákvörðun var tekin áður en ég varð utanríkisráðherra, hún var í raun tekin árið 1998, og það sem mér finnst verst af öllu, og eiginlega aumingjalegast af öllu, er að þeg- ar íslensk stjórnvöld eru búin að taka þessa ákvörðun vinni þau ekki vel í málinu. Það get- ur vel verið að við töpum þessu síðan, en við verðum að gera það með sæmd. Við verðum að geta sagt að við höfum lagt allt í framboðið, við erum þá að minnsta kosti búin að kynna okkur á alþjóðavettvangi. En að gera þetta með hálf- um huga og þora einhvern veginn ekki að stíga fram og tala fyrir þessu, það er verst af öllu. Það eru 12 mánuðir til stefnu og ég er staðráðin í að nýta þá vel og gera það sem við getum. Ef það er ekki nóg get ég að minnsta kosti sagt að ég hafi gert mitt til þess. Við erum ríki meðal ríkja, við erum sjálf- stætt, fullvalda ríki, við erum auðugt ríki á alla formlega mælikvarða, við viljum að rödd okkar heyrist, við viljum vera þar sem ákvarðanir eru teknar, við erum í Sameinuðu þjóðunum, við erum í NATO við erum í EES. Við viljum að eftir okkur sé tekið á alþjóðavettvangi en við meg- um ekki bara vera sýnileg, við verðum að rækja skyldur okkar. Það er gert ráð fyrir því að þjóðir heims skiptist á að axla þá ábyrgð sem fylgir því að sitja í öryggisráðinu. Hugsum til þess að af 53 Afríkuríkjum hafa ríflega fjörutíu þeirra axl- að þessa ábyrgð – bláfátæk ríki í öllum saman- burði við okkur. Við verðum að venja okkur af þessum þankagangi – hvort við höfum efni á þessu, hvort við getum þetta og hvað sé í þessu fyrir okkur. Að mínu viti er þetta lokahnykkur- inn í því að við lítum á okkur sjálf sem fullvalda, sjálfstæða þjóð, þjóð meðal þjóða sem axlar sína ábyrgð.“ Styrkleiki að vera smáþjóð Spurð um hvað við þurfum að gera á þess- um 12 mánuðum til að auka líkurnar á að við náum kjöri segir hún að við þurfum að kynna okkur betur. „Við þurfum að kynna það sem við erum að gera á alþjóðavettvangi, við þurfum að kynna þau gildi sem íslenskt samfélag stendur fyrir, við þurfum að kynna okkur sem sameig- inlegan frambjóðanda allra Norðurlandanna og þurfum að leggja áherslu á mikilvægi þess að þessi lýðræðishefð Norðurlandanna eigi sér málsvara inni í öryggisráðinu. Við þurfum auðvitað að vekja athygli á því gagnvart þróun- arríkjunum að það er ekki svo langt síðan við vorum sjálf nýlenda, síðan við vorum sjálf þró- unarríki, alveg fram yfir miðja síðustu öld. Ég fann það bara þegar ég fór til Afríku og talaði við 22 utanríkisráðherra Afríkuríkja að þetta vakti athygli þeirra. Í þeirra huga er það mik- ilvægt að við erum ein af fáum Evrópuþjóðum sem hefur ekki á sér neitt syndaregister niðri í Afríku, það skiptir máli.“ Hún segir að við verðum að finna hvar styrk- leiki okkar liggi og leggja áherslu á hann. „Það er styrkleiki, ekki bara veikleiki, að vera smá- þjóð. Það getur líka falist í því ákveðinn styrk- ur því við ógnum engum, það stendur engum stuggur af okkur. Við erum ekki með svo ríka hagsmuni á alþjóðavettvangi að fólk þurfi að óttast það. Og af því að við erum smáþjóð verð- um við líka að leggja áherslu á að farið sé eftir alþjóðalögum, að þjóðir heims taki ákvörðun á grundvelli laga og reglna en ekki bara á grund- velli stærðar og styrks.“ Þróunarstarfið mikilvægt Aðspurð segir hún framboð Íslands til ör- yggisráðsins alls ekki stærsta verkefnið sem hún muni einbeita sér að á næstunni. Það sé samt sem áður eitt af þeim verkefnum sem mikilvægt sé að sinna vel. Stóru verkefnin fram undan segir hún til dæmis vera stefnumótun í varnar- og öryggismálum, að skilgreina hags- muni Íslendinga á Norðurslóðum og svo að fylgjast með því sem er að gerast í Evrópu og meta hagsmuni okkar þar. „Við sjáum núna mikla ásókn í Norðurpólinn þar sem allir eru að reyna að tryggja sína hagsmuni. Við erum auðvitað tengd inn í margvíslegt samstarf sem varðar norðurslóðir en við þurfum að skil- greina vel hverjir framtíðarhagsmunir okkar eru varðandi þær. Eitt stóra málið verður þró- unarsamvinna. Við erum að fara að setja svo mikla peninga í þróunarstarf að við verðum að halda vel utan um þessi mál, hvernig við nýtum þessa fjármuni sem best og hvernig við tryggj- um að þeir fari þangað sem helst er þörf fyrir þá,“ segir hún. Megum ekki semja úti í horni Samfylkingin hefur tekið nokkuð skýra af- stöðu í Evrópumálum þrátt fyrir að hafa ekki talið það tímabært að setja málið á dagskrá fyr- ir síðustu kosningar. Aðrir flokkar hafa verið meira hikandi eða algerlega á móti því að við íhugum vandlega kosti þess og galla að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ein af helstu rökunum sem notuð hafa verið gegn því að sækja um aðild eru þau að hagsmunir okkar í sjávarútvegi muni skerðast. Áhugamenn um aðild hafa hins vegar bent á að undanförnu að sjávarútvegur hafi sífellt minna vægi í íslensku hagkerfi og því dugi þau rök ekki lengur. Ingi- björg er á því að sjávarútvegsmálin séu ekki raunhæf afsökun. „Eftir því sem þýðing sjávarútvegarins verð- ur minni verður auðvitað erfiðara að nota þá röksemd í málinu. Mín skoðun er sú að það sé svo vel hægt að ná viðunandi niðurstöðu í samningum um aðild að Evrópusambandinu, þannig að í mínum huga er þetta ekki megin- röksemd í málinu. Það hafa ýmsir notað þetta sem meginröksemd af því að hún er þægileg til innanlandsbrúks.“ Hún segir að það sem geri það enn meira knýjandi að við förum að ræða þessi mál í al- vöru séu sveiflurnar í gengi krónunnar. „Þrýst- ingurinn um Evrópusambandsumræðuna eykst alltaf, hjá atvinnulífinu, fyrirtækjum og almenningi, eftir því sem fólk finnur meira fyrir sveiflunum. Það verður sífellt erfiðara að sann- færa fólk um að halda í krónuna.“ En hvað þarf að breytast í þjóðfélaginu til að við finnum hjá okkur knýjandi þörf til að kanna möguleikana á inngangi í Evrópusambandið betur? „Maður á aldrei að semja um einhverja hluti út úr einhverju horni. Mér finnst það mjög vont ef við ætlum ekki að fara að velta fyrir okk- ur aðild að samningnum fyrr en við erum kom- in út í eitthvert horn, þá er samningastaðan orðin svo veik, þá eigum við svo fárra kosta völ. Það væri betra að meta hvar framtíðarhags- munirnir liggja. Ég ætla bara að vona að við berum gæfu til að meta það áður en í óefni er komið,“ segir Ingibjörg Sólrún að lokum. „Það er eins konar ofbeldi, á ekkert skylt við málefnalega gagnrýni, og ég læt ekki þvinga mig með þeim hætti út úr pólitík. Það er ekki í mínu eðli að láta undan svona, ég bara get það ekki.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.