Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Qupperneq 30
föstudagur 31. ágúst 200730 Sport DV
í dag
19:10 Premier League 2007/2008
Man. utd. - tottenham
útsending frá leik Man utd og
tottenham.
20:50 Premier League WorLd
Heimur úrvalsdeildarinnar
Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin
er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum.
21:20 Premier League PrevieW
Leikir helgarinnar
Vikulegur þáttur þar sem hitað er upp
fyrir leiki helgarinnar.
21:50 PL CLassiC matChes
Bestu leikir úrvalsdeildarinnar
Hápunktarnir úr bestu og eftirminnileg-
ustu leikjum úrvalsdeildarinnar.
22:20 PL CLassiC matChes
Bestu leikir úrvalsdeildarinnar
Hápunktarnir úr bestu og eftirminnileg-
ustu leikjum úrvalsdeildarinnar.
22:50 season highLights
Hápunktar leiktíðanna
allar leiktíðir úrvalsdeildarinnar gerðar
upp í hröðum og skemmtilegum þætti.
Laugardagur
08:40 Premier League WorLd
Heimur úrvalsdeildarinnar
Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin
er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum.
09:10 PL CLassiC matChes
Bestu leikir úrvalsdeildarinnar
Hápunktarnir úr bestu og eftirminnileg-
ustu leikjum úrvalsdeildarinnar.
09:40 PL CLassiC matChes
Bestu leikir úrvalsdeildarinnar
Hápunktarnir úr bestu og eftirminnileg-
ustu leikjum úrvalsdeildarinnar.
10:10 season highLights
Hápunktar leiktíðanna
allar leiktíðir úrvalsdeildarinnar gerðar
upp í hröðum og skemmtilegum þætti.
11:10 Premier League PrevieW
Leikir helgarinnar
Vikulegur þáttur þar sem hitað er upp
fyrir leiki helgarinnar.
11:40 CoCa-CoLa ChamPionshiP
13:40 Premier League 2007/2008
Liverpool - derby
Bein útsending frá leik Liverpool og
nýliðanna í derby County.
16:00 Premier League 2007/2008
Man. utd - sunderland
Bein útsending frá Old trafford þar sem
Manchester united tekur á móti
sunderland.
18:10 4 4 2
Þáttur sem er ekkert minna en bylting í
umfjöllun um enska boltann á Íslandi.
19:30 4 4 2
20:50 4 4 2
22:10 4 4 2
23:30 4 4 2
sunnudagur
09:10 Premier League 2007/2008
Man. utd - sunderland
10:50 4 4 2
12:10 Premier League 2007/2008
arsenal - Portsmouth
14:40 Premier League 2007/2008
aston Villa - Chelsea
17:15 Premier League 2007/2008
Blackburn - Man. City
18:55 Premier League 2007/2008
reading - West Ham
20:35 4 4 2
22:00 Premier League 2007/2008
Bolton - Everton
23:40 Premier League 2007/2008
fulham - tottenham
snýr aftur roy
Keane snýr aftur á
Old trafford.
KEANE SNÝR AFTUR
Byrjun Manchester United hefur ekki
verið eins og til var ætlast. Þeir unnu
sinn fyrsta leik um síðustu helgi þeg-
ar liðið lagði Tottenham 1-0. Liðið
er í tíunda sæti, fimm stigum á eftir
Chelsea. John Terry, fyrirliði Chels-
ea, segir að Man. Utd bíði erfið bar-
átta að endurheimta titilinn.
„Maður hefði ætlað að Manchest-
er byrjaði betur. Það sem er jákvætt
fyrir okkur er að við höfum byggt
upp forystu þrátt fyrir að vera langt
frá okkar besta. Þeir áttu að vinna
Portsmouth en í staðinn fengu þeir
aðeins stig. Á sama tíma átti Ports-
mouth kannski skilið eitthvað úr
leiknum við okkur en fóru tómhent-
ir heim. Þetta er nokkuð sem gleður
mig.
Þetta var ekki svona í fyrra því
við áttum erfitt uppdráttar vegna
meiðsla. Að auki var andlegi þáttur-
inn hjá okkur ekki upp á sitt besta.
Hins vegar eru Manchester United-
menn sterkir andlega og þeir munu
koma til baka. Spurningin er bara
hvort þeir hafi tapað baráttunni strax
í ágúst. Það eru engir auðveldir leikir.
Við spilum við Aston Villa næst þar
sem við höfum alltaf lent í erfiðleik-
um en ef við förum á þessa staði, á
Villa Park, til Newcastle og Everton,
og komum út með þrjú stig verður
erfitt að ná okkur. Við viljum ná bik-
arnum aftur því það er enn óbragð í
mínum munni eftir síðasta leikinn í
fyrra. Það var ekki gaman að sjá leik-
menn Man. Utd með bikarinn eftir
síðasta leikinn. En þeir áttu það skil-
ið, þeir voru frábærir allt tímabilið í
fyrra.“
Sunderland keypti þrjá leikmenn
í vikunni. Kenwyne Jones kom frá
Southampton á rúmar 800 milljón-
ir króna, Danny Higginbotham kom
frá Stoke og gamla brýnið Ian Harte
kom á frjálsri sölu frá Leeds. Liðið
tapaði fyrir Luton í vikunni í deildar-
bikarnum og beið sjálfstraust þeirra
mikla hnekki að sögn Roy Keane.
Það verður forvitnilegt að sjá
gömlu félagana Alex Ferguson og
Keane kljást í leiknum. Hvorugur
liggur á skoðunum sínum og það
verður að fylgjast með því hvort þeir
takist í hendur eftir leikinn.
Chelsea – aston villa
Chelsea mætir Aston Villa á Villa
Park í Bimingham. Chelsea hefur
verið mikið í fjölmiðlum undanfarna
viku. Liðið var orðað við sjálfan Ron-
aldinho og þá bárust fregnir af því í
gær að Joe Cole hefði sagt Mourinho
sína skoðun á því hvað hann fengi lít-
ið að spila. Mourinho gat ekki lofað
Cole sæti í byrjunarliðinu og er Cole
afar ósáttur samkvæmt The Sun, sem
er nú ekki barnanna best þegar kem-
ur að trúverðugleika. Þá var Andriy
Shevchenko að útiloka það að fara
að láni til AC Milan eða Dinamó frá
Kænugarði. Shevchenko hefur að-
eins skorað 14 mörk í 51 leik fyrir lið-
ið og ætlar að berjast fyrir sæti sínu
í liðinu.
Aston Villa keypti Zat Knight á
hálfan milljarð frá Fulham. Hann
hélt upp á það með félögum sínum
en var handtekinn vegna eiturlyfja
sem fundust í partíinu. Hann var
leystur úr haldi gegn tryggingu. Villa
hins vegar burstaði Wrexham 0–5 í
deildarbikarnum. Liðið hefur alltaf
velgt Chelsea undir uggum á Villa
Park og ljóst að hart verður barist í
síðasta leik sunnudagsins.
Liverpool fór auðveldlega með
franska liðið Toulouse í forkeppni
Meistaradeildarinnar. Liverpool-
liðið lék án Jamies Carragher, Stev-
ens Gerrard og Fernandos Torres
í leiknum og undirstrikaði að liðið
hefur sjaldan eða aldrei verið betra
frá því enska úrvalsdeildin var stofn-
uð. Liverpool mætir Derby á Anfield
og búast stuðningsmenn liðsins við
auðveldum leik og öruggum þrem-
ur stigum.
íslendingaslagur
Íslendingar munu væntanlega
fylgjast náið með leik Reading og
West Ham enda sannkallaður Ís-
lendingaslagur. West Ham hefur orð-
ið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru
og lykilmenn liðsins, sem og margir
nýir leikmenn liðsins, eru meiddir.
Þeir eru með 2,7 milljarða í sjúkra-
þjálfun og hafa verið orðaðir við fjöl-
marga leikmenn í vikunni. Nafn Eiðs
Smára dúkkar reglulega upp í þeirri
umræðu. Reading með Ívar Ingi-
marsson fremstan í flokki hefur verið
óheppið með spjöld á þessari leiktíð
og þrisvar sinnum hefur liðsmaður
Reading verið sendur í snemmbúið
bað.
Forvitnilegur slagur mun eiga sér
stað á Emirates-vellinum í Lund-
únum. Þá fær Arsenal Portsmouth
í heimsókn. Bæði lið spila sóknar-
bolta af bestu gerð og má því búast
við einhverjum mörkum á sunnu-
dag. Arsenal lék sér að Spörtu frá
Prag í forkeppni Meistaradeildar-
innar og komst í riðlakeppni Meist-
aradeildarinnar. Portsmouth hefur
verið, líkt og flest liðin, mikið í fjöl-
miðlum í vikunni þar sem aðalum-
ræðuefnið er David Nugent. Mun
hann vera eða hverfur hann á braut?
Hann gekk í raðir liðsins fyrir rúmar
800 milljónir króna en hefur lítið sem
ekkert fengið að spila. Hann skoraði
þó í deildarbikarnum gegn Leeds á
miðvikudag.
Leikir heLgarinnar
fulham –tottenham
Middlesbro – Birmingham
reading – West Ham
Bolton – Everton
Liverpool – derby
Newcastle – Wigan
Man.utd – sunderland
arsenal – Portsmouth
Blackburn – Man.City
aston Villa – Chelsea
Fíkniefnabarón Zat Knight var
handtekinn á miðvikudagskvöldið.
Benedikt Bóas hinriksson
blaðamaður skrifar: benni@dv.is
Heil umferð fer fram um helg-
ina í enska boltanum. Mikil
eftirvænting er fyrir leik
Manchester United og Sunder-
land þar sem roy keane snýr
aftur á Old Trafford.
Ísland mætir Hollandi í Evrópukeppni landsliða á Ásvöllum á laugardag:
Mikilvægasti leikur Íslands frá upphafi
Íslenska kvennalandsliðið í
körfuknattleik mætir því hollenska
á laugardag á Ásvöllum. Guð-
jón Skúlason, þjálfari liðsins, seg-
ir leikinn þann mikilvægasta sem
kvennalandsliðið hefur spilað frá
upphafi og hann telur Ísland eiga
góða möguleika í leiknum. „Ég tel
svona helmingslíkur á sigri og það
eru ágætis líkur á því að vinna á
heimavelli. Hollenska liðið er að
vísu sterkara á pappírunum. Í þeirra
röðum er til að mynda leikmaður að
nafni Marlous Nieuwveen sem spil-
aði um tíma í NBA-deild kvenna en
hún er núna í ítölsku deildinni sem
er mjög sterk. Þær eru með nokkr-
ar hávaxnar stelpur en það er samt
ekki endilega sérstakur styrkur hjá
þeim.
Í mínu liði eru allar í fínu standi
en okkur vantar að vísu Maríu
Benediktsdóttir sem er hávaxin
og mikilvæg fyrir okkur en hún er
núna erlendis. Okkar helsti styrkur
liggur í hröðum leik.
Við erum með nokkrar fínar
skyttur og við vitum að þær munu
væntanlega reyna að taka Helenu
(Sverrisdóttur) vel en hún var þeim
mjög erfið í leiknum sem við spil-
uðum við þær í fyrra,“ segir Guðjón
Skúlason, þjálfari kvennalandsliðs-
ins í körfuknattleik. Ísland á tvo
leiki til viðbótar í sínum riðli gegn
Noregi og Írlandi.
Frítt er á leikinn í boði Skeljungs
og mun hann fara fram á Ásvöllum
klukkan 16.00 á laugardag.
vidar@dv.is
guðjón skúlason Landsliðþjálfarinn
telur möguleika Íslendinga góða.