Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Side 31
DV Sport föstudagur 31. ágúst 2007 31 Samkvæmt ítölskum rannsóknum er fólk í íþróttum í meiri hættu en aðrir á því að láta lífið í dauða sem ber brátt að. Undirliggjandi hjarta- gallar eða -sjúkdómar eru þó yfir- leitt orsökin. Knattapyrnuáhugamenn harma andlát Antonio Puerta, 22 ára leik- manns Sevilla, í leik á móti Getafe í spænsku deildinni um síðustu helgi. Lát Puerta er ekki einsdæmi því lát hans er þriðja dauðsfallið á þremur árum sem kemur upp í miðjum leik í atvinnumannaknattspyrnu. Áður höfðu Kamerúninn Marc Vivien Foe og Ungverjinn Michlos Fehrer dáið og eftir krufningu var úrskurðað að þá hefði hrjáð hjartagalli sem leiddi til dauða þeirra. Allir voru leik- mennirnir í miðjum leik þegar at- vikin áttu sér stað og eðlilega vakna spurningar um það hvernig standi á því að svo skyndilega hafi þrír knatt- spyrnumenn látist á svo skömm- um tíma. Annar knattspyrnumaður Clive Clarke, leikmaður Leicester City, fékk hjartaáfall í leik í vikunni en hann er á batavegi og á miðviku- dag bárust fregnir af því að Chaswe Nsofwa, leikmaður ísraelska knatt- spyrnufélagsins Hapoel Beersheba, hafi látist á miðri æfingu sem fram fór í miklum hita. Samkvæmt ítölskum rannsókn- um er íþróttafólk í meiri hættu Gunnar Þór Gunnarsson, hjarta- sérfræðingur á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, segir að íþróttafólk með hjartasjúkdóma sé líklegra en aðrir til að látast skyndilega. Hann er hins vegar ekki sannfærður um það að betra sé að auka eftirlit með fólki í því skyni að finna hjartagalla eða aðra hjartasjúkdóma. „Íþróttirnar drepa ekki en fólk sem er með undirliggjandi galla eða sjúkdóma er í meiri hættu á því að deyja skyndilega ef það reynir á sig en fólk sem er með hjartagalla en reynir ekki á sig. Sú þjóð sem stendur fremst í þessum rannsóknum er Ítalir. Þar er það í lögum að alla íþróttamenn frá tólf eða fjórtán ára aldri beri að skoða árlega til þess að kanna hvort hjartasjúkdómar eða gallar finnist. Þeir telja sig sjá það að dánartíðni ungs fólks sem er í íþróttum sé al- gengari en þeirra sem eru það ekki. Nú er það svo að þeir telja sig hafa náð að lækka dánartíðni íþróttafólks með því að hvetja þá sem eru með undirliggjandi hjartagalla til þess að hætta að stunda íþróttir. Þetta er hins vegar mjög umdeilt því margir vilja meina að af þessu hljótist meiri skaði en ávinningur. Oft eru menn teknir úr íþróttum án þess að næg ástæða sé fyrir því og margir sem hafa lífsviðurværi sitt af íþróttum geta ekki stundað þær vegna ein- hverra sjúkdómseinkenna sem eru oft afar óljós. Svo er ekki endilega víst að hægt sé að koma í veg fyrir að fólk deyi hvort sem er. Á Ítalíu eru 2,3 af hverjum hundrað þúsund manns sem lát- ast á aldrinum 12–35 ára en af þeim sem stunda ekki íþróttir á þessum aldri er hlutfallið 0,9 af hverjum hundrað þúsund manns. Við höf- um gert þessa rannsókn á Íslandi en niðurstöður liggja ekki fyrir á þess- ari stundu. Það sem ég get sagt er að hlutfallið af þeim sem látast úr hjartasjúkdómum á aldrinum 12–35 ára hér á landi er svipað og á Ítalíu en nákvæmlega hversu hátt hlutfall af þessum hópi er íþróttamenn er ekki ljóst. Oft getur verið mjög erfitt að finna eitthvað að mönnum jafnvel þótt einhver galli sé á hjarta þeirra. Atvinnuíþróttamenn eru skoðað- ir reglulega og þar eru miklir hags- munir í húfi hjá öllum aðilum en samt koma atvik upp þar sem menn látast skyndilega.“ Hjartagalli hjá leikmanni í Landsbankadeildinni Arnar Jón Sigurgeirsson spil- ar með Víkingi í Landsbankadeild- inni en hann þurfti að hætta knatt- spyrnuiðkun um tíma eftir að hjartagalli uppgötvaðist við hlustun hjá lækni. „Þetta uppgötvaðist fyrir slysni. Ég var að fara í ofnæmispróf og læknirinn sem tók prófið hlustaði mig og fannst hann heyra eitthvað skrítið hljóð og sendi mig í rannsókn og þar fannst gat á æð sem er við hjartað. Sem betur fer var aðgerðin frekar lítil ef miðað er við hjartaað- gerðir almennt. Ég var svolítið lengi frá í fótboltanum en það var aðal- lega vegna þess að ég þurfti að bíða svo lengi eftir aðgerðinni og gat ekki spilað fótbolta á meðan. Ég var fljót- ur að komast á ról eftir aðgerðina. Um viku til tíu dögum eftir aðgerð- ina gat ég byrjað að skokka. Svo fór ég einu sinni í tékk hálfu ári eftir að- gerð og síðan er ekkert meira nema að ég finni að eitthvað ami að. Manni finnst nokkuð skrítið að það sé ekki algengara að menn séu skoðaðir þar sem þessi hætta er klárlega til staðar. Maður sér það á því sem er að gerast úti í heimi,“ seg- ir Arnar Jón. Þrír knattspyrnuleikmenn hafa látið lífið á undanförnum þremur árum í miðjum knattspyrnuleik. Hjartagallar og -sjúk- dómar hjá ungu fólki eru sjaldgjæfir en oft er erfitt að finna þá ef þeir eru til staðar. Læknir við fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri segir umdeilt hvort auka eigi eftirlit með íþróttafólki í því skyni að reyna að finna hjartasjúkdóma. Oft geti það valdið meiri skaða en ávinningi. Arnar Þór Sigurgeirsson Hjartagalli uppgötvaðist „fyrir slysni“ þegar arnar Jón var í ofnæmisprófi hjá lækni. Íþróttafólk Í meiri hættu ViðAr GuðjónSSon blaðamaður skrifar: vidar@dv.is Sviplegt fráfall antonio Puerta, leikmaður sevilla, lést í miðjum fótboltaleik um síðustu helgi. keaNe SNÝr aftur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.