Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Side 37
DV Helgarblað föstudagur 31. ágúst 2007 37
skráð markmiðverða að veruleika
leiðinlegu á vinnustað, segir það bara
upp og ræður sig í vinnu á öðrum
stað. Fer af reit A yfir á B yfir á C og
svo framvegis. Og þetta er ekki bara
mín skoðun. Ég heyri þetta hjá við-
skiptavinum mínum sem margir reka
stór fyrirtæki. Ég er núna með menn
frá Póllandi, Úganda, Serbíu, Rúm-
eníu og Marokkó. Mér er alveg sama
hvaðan fólk kemur, hvað ahúðlit það
hefur eða hverrar trúar það er. Ef fólk
er duglegt og jákvætt vil ég hafa það í
kringum mig.“
Gerði samning við eiturlyfjabarón
Hann trúir því líka að karma teng-
ist híbýlum fólks.
„Ég átti íbúð hérna ofar á Lauga-
veginum, þar sem var slæmt karma í
gangi. Það var fíkniefnasala í húsinu,
ég kærði, fékk á mig handrukkara og
innbrotsþjóf og öllu stolið úr íbúð-
inni. Lögreglan ráðlagði mér að kæra
ekki þjófnaðinn, því þá væri ég bara
að kalla yfir mig enn verri hluti. Ég fór
bara og talaði við yfirmann fíkniefna-
sölunnar, „the drug lord“, samdi við
hann að ég myndi flytja út og fá gott
fólk sem hann mætti ekki hrófla við
í íbúðina og þetta gekk allt eftir. Þeg-
ar ég ákvað svo að kaupa Bónstöðina
gerðist það einhvern veginn sjálfkrafa
að íbúðin seldist og borgaði upp Bón
og þvott... Svona virkar karma!“
Áfengissali
Falleg miðaldra hjón á næsta
borði eru farin að brosa að þessum
glaðværa unga manni. Ragnar gefur
sig á tal við þau og þau segjast vera
frá Hollandi. Áður en ég veit af hef ég
misst viðmælanda minn ofan í kort af
Reykjavík og hann er farinn að merkja
með X-um við hvernig þau komist á
þann stað sem þau stefna á.
„Var ég búinn að segja þér að ég er
líka áfengisheildsali?“ spyr hann allt
í einu. „Ég keypti áfengisheildsölu í
einhverju bríeríi í ársbyrjun með vini
mínum. Þá keypti ég líka húsnæði á
Höfða með mörgum herbergjum til
útleigu, en seldi það svo öðrum fjár-
festum. Mér líður svolítið eins og
skattheimtumanni ríkisins í þessari
áfengissölu!“ segir hann brosandi.
„Álögur, tollar og gjöld á áfengi er svo
gríðarlegt að maður þarf að selja þetta
í brettavís til að það borgi sig. En við
eigendurnir höfum haldið mörg góð
partý í því skyni að kynna vínið!!!!“
Í lúxus í Brasilíu
Sjálfur er hann mikill reglumaður.
Reykir ekki, segist þykja bjór góður í
hófi en hafi aldrei lent í óreglu né próf-
að eiturlyf.
„Ég fór sem skiptinemi til Brasilíu
og þar var allt í boði en ég hafði vit á
að afþakka allt slíkt. Í Brasilíu lærði ég
hvað við höfum það gott á Íslandi. Hér
er kalda vatnið kalt, heita vatnið heitt,
við höfum heilsugæslu og allir hafa
þak yfir höfuðið. Ég fór sem Rótarí
skiptinemi sem þýddi það að ég átti
að dvelja á þremur heimilum á einu
ári, en þau urðu reyndar fjögur.Fjórða
fjölskyldan bara bauð mér að koma!
Í Brasilíu horfði ég upp á sárustu fá-
tækt og mesta ríkidæmi sem ég hef
séð. Ég bjó fyrst hjá fjölskyldu sem var
á mörkum fátæktar og endaði hjá fjöl-
skyldu þar sem eldabuska hafði eld-
að morgunmatinn minn og mér ekið
í skólann af einkabílstjóra. Og þarna
sá ég að það er ekkert samasem merki
milli peninga og hamingju. Frá þess-
um tíma hefur Brasilía verið eftirlæt-
is staðurinn minn. Ég ferðaðist mikið,
fór til Argentínu og Paragvæ og lærði
spænsku og portúgölsku.“
Talaði við Clint
Eftir heimkomuna lauk Ragnar
stúdentsprófi frá Menntaskólanum í
Kópavogi og þaðan lá leiðin í Ferða-
málaskólann.
„Ég er því með próf sem ferða-
markaðsráðgjafi og hef leyfi til að reka
ferðaskrifstofu og skipuleggja ferð-
ir,“ segir hann. „Skömmu eftir að ég
lauk náminu gerðist ég rekstrarstjóri
Paintball á Íslandi og hef verið farar-
stjóri með hópa þaðan mörgum sinn-
um. Núna er ég mótsstjóri þessa fjöl-
mennasta skólamóts landsins. Í fyrra
kepptu fimmtán hundruð nemendur
og ég á ekki von á færri keppendum
núna í október. Paintball er „action
leikur“, íþrótt þar sem keppendur fá
hermannagalla, grímur fyrir andlitið
og skjóta úr nokkurs konar byssu með
málningarkúlum í. Þetta hefur þó ekk-
ert með hernað að gera og eftir að ég
kynntist Paintball, því meira er ég á
móti stríði. Þetta er allt annað en að
skjóta af byssu...“
Sem þú hefur gert, eða hvað?!
„Já, reyndar. Ég lék í myndinni
„Flags of our Fathers“ og þar skaut ég
af byssu! Og talaði við Clint!“
Sameinaði áhuga á leiklist og
ferðalögum
Suður-Ameríka heillar Ragnar
enn. Fyrir nokkrum árum hélt hann á
gamlar slóðir, en þá í þeim tilgangi að
kynna Brasilíu fyrir íslenskum sjón-
varpsáhorfendum.
„Ég gerði sjónvarpsþátt fyrir Skjá-
Einn um Rio de Janero, höfuðborgina
Brasilíu, kúltúrinn og karnivalið. Þar
fékk ég tækifæri til að sameina áhuga
minn á ferðalögum og leiklist. Ég á
vonandi eftir að gera meira af þessu,
en fyrst þarf ég að kynna heillandi
heim Suður-Ameríku fyrir vinum
mínum. Ég á marga drauma. Einn
er að fara á fleiri námskeið í leiklist,
aðallega gamanleik, mig langar að
gera fleiri sjónvarpsþætti og á eftir að
kaupa fleiri fyrirtæki.“
Hverju viltu hafa áorkað þegar þú
verður gamall maður og lítur yfir far-
inn veg?
„Ég hef átt fullkominn dag og ég
hef skrifað niður nákvæmlega hvern-
ig fullkominn dagur verður þegar ég
verð gamall. Ég veit hvar ég ætla að
vera og með hverjum. En ég vil fá að
ítreka að hamingjan kemur að innan.
Það fer eftir viðhorfi fólks gagnvart líf-
inu hvernig því líður. Það veikjast all-
ir, lenda í peningahremmingum eða
einhverjum ógöngum en það kalla
ég bara „so what?“ Það sleppur eng-
inn við einhverja slæma lífsreynslu.
Það þarf bara að læra að horfa ekki á
vandamálið heldur lausnirnar.“
Auk Suður-Ameríku eru aðrir stað-
ir sem heilla Ragnar. Á einum þeirra
ætlar hann að búa seinna í lífinu.
„Ég er mjög skotinn í Ítalíu og
þangað fer ég alltaf í vikufrí eftir Pa-
intball mótið í Svíþjóð. Á Íslandi
finnst mér fallegustu staðirnir vera
Vestfirðirnir og Hafnarfjörðurinn. Ég
ætla að flytja til Hafnarfjarðar þegar
ég kaupi einbýlishúsið. En fyrst ætla
ég að kaupa íbúðina sem ég sá fyrir
ári. Daginn sem verðið á henni lækk-
ar verður hún mín! En þann dag sem
íbúðin sem maður býr í er stærsta
fjárfestingin manns, er maður í vond-
um málum fjárhagslega séð.“
Og með þessu meinarðu hvað?
„Húsnæðið sem við búum í er
kostnaður. Ef maður á hins vegar
íbúð sem maður leigir út og skilar
arði – eða fyrirtæki sem skilar arði,
erum við að tala um allt annan hlut
En þessi fjármálapæling er tilefni í
heilt viðtal út af fyrir sig. Ég mæli
með fyrir áhugasama að kynna sér
bókina; Ríki pabbi fátæki pabbi eftir
Robert Kiyosaki – sem er ein bók af
mörgum í samnefndri bókaseríu um
fjármálalæsi.“
Má aldrei gleyma að þakka
Hvað eru margar klukkustundir í
sólarhringnum hjá þér?
„Tuttugu og fjórar eins og hjá Bill
Gates, Donald Trump og öllum öðr-
um. Ég skipulegg mig bara vel og
hef skrifað í dagbók hvað ég ætla að
gera á hverjum degi alveg frá því ég
var í grunnskóla. Líkurnar á að mað-
ur gleymi einhverju þegar maður á
svona bók eru hverfandi!“
Ertu alltaf svona jákvæður?
„Já, ég er jákvæður 98% af tíman-
um. Ég byrja helst hvern dag á að lesa
eitthvað, kannski bara eina eða tvær
blaðsíður. Að lesa eitthvað uppbyggi-
legt að morgni dags færir mann nær
markmiðunum,“ segir hann. „En það
má aldrei gleyma að þakka fyrir það
sem maður hefur nú þegar.“
Takk fyrir mig.“
annakristine@dv.is
„Hamingjan kemur að innan. Það fer eftir viðhorfi fólks gagnvart lífinu hvernig því líð-
ur. Það veikjast allir, lenda í peningahremmingum eða einhverjum ógöngum en það
kalla ég bara „so what?“ Það sleppur enginn við einhverja slæma lífsreynslu. Það þarf
bara að læra að horfa ekki á vandamálið heldur lausnirnar.“
D
V
m
yn
d:
S
te
fá
n
Ka
rls
so
n.