Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Side 42
föstudagur 31. ágúst 200738 Helgarblað DV
Í minningu
Díönuún var kölluð prinsessa fólksins. Sjálf bað hún fólk að kalla sig ekki Díönu prinsessu – bara Díönu. Í dag eru tíu ár frá því klippt var skyndilega á lífsþráð hinnar 36 ára dáðu Díönu. Það var ekki aðeins breska þjóðin sem syrgði og það muna flestir hvar þeir voru staddir og hvað þeir voru að gera þegar fréttir af andláti hennar bárust.Díana hafði áunnið sér virðingu og aðdáun alls um-heimsins. Feimna barnfóstran vann fljótt hug og hjarta
bresku þjóðarinnar sem syrgir hana enn. Hún lagði
metnað sinn í að standa með sinni þjóð og klæddist til
dæmis eingöngu fatnaði breskra hönnuða meðan hún
var gift Karli Bretaprinsi en eftir hjónaskilnaðinn, sem
tók mikið á hana, breyttist hún í sannkallaða drottn-
ingu.
„Það voru þrír í þessu hjónabandi,“ sagði Díana í
sjónvarpsviðtali eftir skilnaðinn og viðurkenndi að
sennilega hefðu flestir gefist upp fyrr í slíku hjóna-
bandi. „En ég var ekki ein. Ég hafði hag sona minna að
leiðarljósi,“ sagði hún. „Þeir sem eiga fráskilda foreldra
leggja harðar að sér til að halda sínu hjónabandi gang-
andi.“
Díana varð fyrirmynd margra stúlkna og kvenna og
góð auglýsing fyrir tískuhönnuði eftir skilnaðinn. Góð-
ur vinur hennar var hönnuðurinn, Gianni Versace og
hún klæddist gjarnan fatnaði frá honum. Aðeins einum
og hálfum mánuði eftir að hann var myrtur var Díana
sjálf látin – myrt að mati margra. Fyrrverandi ritstjóri
breska götublaðsins News of the World, Phil Hall, telur
sig bera nokkra ábyrgð á dauða Díönu prinsessu, en
þegar hún lést í bílslysinu í París var hún elt af papar-
azzi-ljósmyndurum blaðsins.
Það sem gerði Díönu að prinsessu fólksins var
hjartahlýja hennar. Hún var ekki hrædd við að sýna til-
finningar sínar, hún faðmaði að sér deyjandi HIV-smit-
aða, gekk óhrædd um jarðsprengjusvæði í Angóla og
sagði ástleysi ógnvænlegasta sjúkdóm heimsins.
Hún fann ástina að nýju hjá Dodi al-Faeyd sem lét
lífið með henni. Sögur fóru á kreik um að þau Dodi
væru trúlofuð eða ætluðu að fara að trúlofa sig og að
þau ættu von á barni. Nánustu vinir Díönu fullyrða hins
vegar að þau hafi ekki verið trúlofuð.
Díana elskaði bæði dýr og menn. Hér er hún á unglings-
árunum með einum hesta sinna.
Siglt um höfin með sonunum.
Hamingjusöm í skíðaferð. Með sonunum Vilhjálmi og
Harry í Lech í Austurríki árið 1993.
Þar sem ég sé þjáningu, þar vil ég vera og gera það
sem ég get.
Gerið góðverk án þess að ætlast til verðlauna. Góðverk
skila sér alltaf.
Við þurfum öll að sýna væntumþykju okkar í garð
annarra og í framhaldi af því að þykja vænt um okkur
sjálf.
Fjölskylda er það mikilvægasta í heiminum.
Það að hjálpa fólki er ríkur þáttur í lífi mínu, kannski
nokkurs konar örlög mín.
Fólk er ekki hættulegt þótt það sé HIV-smitað. Það er
óhætt að taka í hönd eyðnissmitaðra og faðma þau að
sér. Guð einn veit að þau þurfa á því að halda.
Faðmlag er dýrmætt, einkum fyrir börn.
Ég er ekki pólitísk og langar ekki að vera það. Ég haga
mér eftir því sem hjarta mitt býður mér.
Ég fylgi ekki settum leikreglum. Ég læt hjartað ráða för.
Kannski finnst einhverjum það vera veikleikamerki.
Mig langar ekki í dýrar gjafir; ég vil ekki láta kaupa
mig. Ég á allt sem ég þarf. Ég vil bara að einhver sé til
staðar fyrir mig; einhver sem færir mér öryggi.
Kvenlegt innsæi hefur alltaf reynst mér vel.
Ég vissi hvert mitt hlutverk var. Það var að hitta fólkið í
landinu og elska það.
Ég vil vera frjálsleg. Sumum líkar það ekki, en þannig
er ég bara.
Ég lifi fyrir syni mína. Án þeirra væri ég ekkert.
Þegar ég sat við sjúkrarúm og hélt í hönd sjúklinga,
varð fólk hissa því það hafði ekki vanist því. Fyrir mér
var þetta eðlilegt.
Ég vil að synir mínir skilji tilfinningar fólks, óöryggi
þess, áhyggjur, vonir og drauma.
.
Ég vil vera hjá deyjandi og sjúkum, hjá veikum
börnum og finna að mín er þörf. Ég vil gera, ekki bara
vera.
Mér þætti vænt um að vera drottning í hjarta fólksins,
en ég sé sjálfa mig ekki sem drottningu þessa lands.
Ef þú finnur einhvern til að elska í lífinu, haltu þá fast í
þá ást.
Díana barðist gegn jarðsprengjum. og var ötull andófsmaður jarðsprengna og gekk óttalaus um jarðsprengjusvæði í Angóla á dánarári
sínu.