Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Page 45
DV Ferðalög föstudagur 31. ágúst 2007 45
U m s j ó n : B a l d u r G u ð m u n d s s o n . N e t f a n g : b a l d u r @ d v . i s
á ferðinni Vissir þú...að sólin mun að lokum brenna út? En það gerist ekki næstu tíu þúsund milljón árin. sólin, sem er risastór gaskúla, framleiðir hita með því að breyta vetni í helíum. Þegar vetnið í sólinni klárast þenst hún út og breytist í stjörnu af tegund svokallaðra rauðra risastjarna. Löngu síðar fellur hún aftur saman og breytist í dvergstjörnu. smástirnið
mun svo að lokum hætta að gefa frá sér ljós og verður þá svört dvergstjarna.
Bændagistingin
þægileg
Eitt best geymda leyndarmál
íslenskrar ferðaþjónustu er bænda-
gistingin. Íslendingar eiga enn langt í
land með að uppgötva hversu
þægilegur og ódýr gistimáti það er að
dveljast í bændagistingu. um allt land
bjóða bændur upp á aðstöðu, allt frá
svefnpokaplássum upp í sérherbergi
með uppbúnum rúmum og morgun-
mat á fínu verði. Þetta er frábær leið til
þess að ferðast til að mynda hringinn í
kringum landið og losna ýmist við að
draga á eftir sér fellihýsi eða tjaldvagn
eða þurfa að tjalda og pakka saman.
Hægt er að finna upplýsingar um
gististaði á sveit.is.
Það var í maí 2004 sem Gylfi fór
með Eiríki Gíslasyni og Rúnari Óla
Karlssyni, báðum þekktum fjalla-
geitum frá Ísafirði, í skíðaferð til
Grænlands. Flogið var frá Reykja-
vík til Kulusuk á Grænlandi, þaðan
sem lítil rella flutti þá inn í fjörð sem
heitir Tasilaq. Gylfi segir að þótt stutt
sé milli Íslands og Grænlands séu
samskipti þjóðanna lítil sem engin.
„Þótt í loftlínu sé styttra frá Ísafirði til
Grænlands heldur en til Reykjavíkur,
er munurinn á þjóðunum tveimur
mikill. Hinum megin sundsins er al-
veg nýr heimur, hvort sem litið er til
jarðfræði, veðurfars eða menningar.“
Eldað á skíðum
Gylfi segir ferðinni hafa verið
heitið í lítinn fjallaskála sem kúrði
á klöpp við brún skriðjökuls, í á að
giska 500 metra hæð. „Eftir að hafa
brotist í gegnum lagnaðarís inn
fjörðinn komum við þó að þeim stað
þar sem við gátum ekki farið lengra
á skektunum. Við settum þá farang-
urinn í púlkur, spenntum á okkur
skíðin og héldum af stað með púlk-
urnar í eftirdragi. Við ætluðum aldrei
að fara alveg upp í fjallakofann fyrsta
daginn, enda var vel áliðið dags þeg-
ar við hófum gönguna, svo eftir nokk-
urra tíma þramm inn lagnaðarísinn
stoppuðum við, fundum okkur tjald-
stæði í snjó í hlíðinni og undirbjugg-
um okkur fyrir nóttina. Snjórinn var
mjög gljúpur og því var ekki hægt að
labba í honum. Eldamennskan, sem
ekki var nú beysin fyrir, varð því enn-
þá skrýtnari við það að kokkurinn
þurfti að vera á skíðunum við mat-
seldina.“
Farangur á bak og burt
„Daginn eftir ákváðum við að
skilja eftir hluta farangursins. Ljóst
var að daginn sem við færum heim,
næðum við að fara alveg úr húsinu
niður að bátnum, enda ferðin þá
undan fæti. Við skildum því tjaldið,
smá rusl, tvo pela af vískíi og ýmsan
búnað eftir í poka,“ segir Gylfi en því
næst héldu þeir af stað og undu sér
vel næstu daga við að ganga upp og
skíða niður þær hlíðar sem voru í ná-
grenni kofans.
„Þegar við komum svo til baka
og ætluðum að taka dótið okkar, var
megnið af því á bak og burt. Í hlífð-
arsekknum sem sat eftir var ruslið og
eitthvert smáræði, en rándýrt jökla-
tjaldið, ýmis búnaður og auðvitað
áfengið var á bak og burt. Við skild-
um ekki neitt í neinu, en sáum samt
hundasleðaför bæði inn og út fjörð-
inn og grunaði að ef til vill tengdust
málin tvö.“
Grunsamlegir þorpsbúar
Þegar þeir félagar komu í bátinn
reyndu þeir að gera sig skiljanlega á
dönsku við skipstjórann. „Við sögð-
um farir okkar ekki sléttar. Kafteinn-
inn, frostbarinn heimamaður með
sólgleraugu, virtist ekki sá sleipasti
í dönsku sjálfur, en sagðist ætla að
skoða málið. Þannig stoppaði hann
á leiðinni heim hjá húsi sem stóð á
klöpp við fjarðarkjaftinn og spjall-
aði aðeins við fólk sem þar bjástr-
aði við að raða loðnu á þvottasnúr-
ur til þerris. Engar vísbendingar var
að finna þar, en þegar við komum í
næsta þorp, og fórum í land, varð
heldur betur uppi fótur og fit,“ segir
Gylfi léttur í bragði. „Þegar fólkið sá
gorítexklædda Vestur-Evrópumenn
fór það að sjást skjótast milli húsa
og augljóst að þorpsbúar vissu að
eitthvað var á seyði. Eftir drykklanga
stund komst tjaldið þó í okkar hend-
ur og restin af búnaðinum. Þær skýr-
ingar voru gefnar að hundasleða-
mennirnir dularfullu hefðu barasta
haldið að einhver hefði gleymt dót-
inu og vildu fyrir alla muni að þetta
yrði ekki eftir til að eyðileggjast með
tíð og tíma.
Fengum við áfengið til baka?
Hvað haldið þið?“
Skútusigling um
Hornstrandir
Vesturferðir á Ísafirði bjóða upp á
áhugaverða skútusiglingu um
Hornstrandir. siglt er á skútunni áróru,
sem siglt hefur fjórum sinnum
kringum hnöttinn. Hægt er að fara í
eins dags ferðir þar sem tími gefst til
að fara í stuttar gönguferðir eða líta í
kringum sig í Jökulfjörðum eða
Ísafjarðardjúpi. siglt er frá Ísafirði
klukkan 16 að áfangastað. Kvöldmat-
ur, gisting og morgunverður eru
innifalin í ferðinni. ferðin hentar öllum
aldurshópum og er einfalt að sníða
þær að hverjum og einum.
Rétti tíminn
til að kaupa
Nú er að renna í garð rétti tíminn til að
kaupa sér tjaldvagna, fellihýsi eða
hjólhýsi því á haustin hríðfellur verð á
slíkum varningi sökum þess að margir
veigra sér við að borga fyrir geymslu á
vögnunum yfir veturinn, og hafa
jafnvel komist að því að þeir nota þá
ekki eins mikið og þeir hefðu ætlað.
Best er að leita í smáauglýsingum
dagblaðanna þar sem hægt er að gera
góð kaup. Þeir sem kaupa núna verða
hins vegar að vera búnir að finna sér
stað til að geyma vagninn á í vetur.
Gylfi Ólafsson er 24 ára framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Vesturferða og annar
eigenda Ýmislegs smálegs ehf. Gylfi hefur gaman af því að ferðast og er víðförull mað-
ur þrátt fyrir ungan aldur. Eitt sinn fór hann ásamt tveimur félögum sínum til Græn-
lands þar sem þeir lentu heldur betur í ævintýrum. Gylfi segir hér sögu þeirra félaga.
Gylfi í Kulusuk á heimleið eftir
viðburðaríka ferð.
Gylfi við
búnaðinn sem
hvarf
á leið upp
skriðjökulinn..
RÆNINGJAR Á
HUNDASLEÐUM