Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Side 50
DV Helgarblað föstudagur 31. ágúst 2007 50
Sakamál
Maður einn í Charlotte í Bandaríkjunum
hafði keypt sér kassa með fágætum og afar
dýrum vindlum. Hann ákvað að tryggja þessa
fjárfestingu sína og gerði það samviskusamlega
og þar á meðal gegn eldsvoða. Innan eins mán-
uðar var hann búinn að reykja alla vindlana,
en hafði ekki greitt eina einustu innborgun á
trygginguna. Engu að síður krafðist hann þess
að tryggingafélagið greiddi honum tryggingar-
upphæðina. Í kröfu sinni sagði hann að vindl-
arnir hefðu glatast í „mörgum smáeldsvoðum“.
Tryggingafélagið neitaði alfarið að greiða trygg-
ingarféð og benti á það augljósa, að maðurinn
hefði reykt vindlana. Maðurinn fór í mál við
tryggingafélagið og vann.
Óskilgreindur eldsvoði
Dómarinn sem dæmdi í málinu sagði sem var
að maðurinn hefði keypt tryggingu gegn elds-
voða og hefði tryggingarskírteini því til sönnun-
ar. Hvergi væri að finna einhvern fyrirvara á um
hvers konar eldsvoða væri að ræða. Í stað þess
að standa í löngum málaferlum ákvað trygginga-
félagið að greiða tryggingarféð, fimmtán þús-
und bandaríkjadali. Eftir að maðurinn leysti út
ávísunina lét tryggingafélagið taka hann fastan
vegna tuttugu og fjögurra íkveikja. Í málinu gegn
honum var hans eigin vitnisburður úr hinu mál-
inu notaður. Hann var sekur fundinn um að hafa
af ásetningi kveikt í tryggðum eignum og dæmd-
ur til eins árs fangelsisvistar og tuttugu og fjögur
þúsunda dala sektar.
Tryggingafélögin hafa ráð undir rifi hverju og koma yfirleitt út í hagnaði:
Dýrkeyptir vindlar
Sagan hefst árið 1925 þegar Ruth
Brown Snyder, ófullnægð húsmóðir
á Long Island, New York í Bandaríkj-
unum, hitti Henry Judd Gray fyrir til-
viljun á veitingahúsi í New York. Judd
var korselettsölumaður en ólíkt Ruth,
sem var gullfalleg og eftirminnileg,
var hann lítt eftirtektarverður. Þrátt
fyrir að þau virtust vera fullkomn-
ar andstæður kviknaði á milli þeirra
slíkur kynferðislegur funi að þau
fengu ekki við neitt ráðið. Þar sem Al-
bert Snyder, eiginmaður Ruth, vann
langan vinnudag var hægt um vik
fyrir elskendurna að hittast á heim-
ili hennar þegar dóttir hennar var í
skóla. Og það gerðu þau svikalaust
eins oft og mögulegt var.
Momsie og Lover Boy
En ekki leið á löngu þar til óseðj-
anleg kynlífslöngun Ruth vék fyr-
ir öðrum áhuga. Ill áform hófu að
hreiðra um sig í sinni hennar. Hún
var þreytt á ástlausu hjónabandi sínu
og mataði Judd með frásögnum af illri
meðferð sem hún sætti af hendi eig-
inmanns síns og sagði að hann yrði
að deyja. Judd reyndi að andmæla en
Ruth hélt afram að þrýsta á hann með
uppástungum og kröfum. Hún höfð-
aði til ástarinnar sem þau báru hvort
til annars og tilfinninga. Þau notuðu
oft barnamál, Ruth var „Momsie“
og Judd var „Bud“ eða „Lover Boy“.
„Momsie“ bað hann, krafðist og hót-
aði, en „Lover Boy“ þráaðist við.
Judd gefur eftir
Í mars árið 1927 lét Judd að lokum
undan kröfum Ruth. Hann laumað-
ist inn um bakdyr heimilis Snyder-
hjónanna. Þar átti hann að leynast í
ónotuðu herbergi og bíða hjónanna,
en þau myndu koma seint heim úr
veislu. Inni í heberginu fann Judd
gluggalóð, gúmmíhanska og klóró-
form sem Ruth hafði skilið eftir – allt
sem morðingi þarf. Fjölskyldan kom
heim klukkan tvö eftir miðnætti. Síð-
ar, eftir að Albert var sofnaður, fóru
skötuhjúin í svefnherbergið þar sem
Albert svaf. Judd hóf lóðin á loft og
lét þau ríða í höfuð Alberts. En högg-
ið var máttlaust og Albert vaknaði og
teygði sig eftir árásarmanninum. Við
það trylltist Judd og hrópaði: „Moms-
ie, Momsie, í guðanna bænum hjálp-
aðu mér!“ Ruth var öryggið uppmál-
að og drap eiginmann sinn með einu
höggi.
Síðan ræddu þau um hluta áætl-
unarinnar. Þau sviðsettu innbrot og
Judd keflaði Ruth, batt hendur henn-
ar og fætur lauslega og yfirgaf hús-
ið. Skömmu síðar hóf Ruth að berja
á svefnherbergishurð dóttur sinn-
ar. Hún vaknaði tók keflið úr munni
móður sinnar og hljóp til nágranna
sinna þar sem hringt var á lögreglu.
Hundur og köttur
Áætlunin var góð að þeirra mati
og „innbrotið“ var rjóminn á tertunni.
En reyndir rannsóknarlögreglumenn
voru ekki sannfærðir. Hlutir sem
Ruth sagði að hinn dularfulli inn-
brotsþjófur hefði tekið dúkkuðu upp
hér og hvar í íbúðinni og augljóst var
að tilraun hafði verið gerð til að fela
þá. Og þegar lögreglumenn hófu að
spyrja hana spurninga lagði hún árar
í bát og játaði, en skellti að sjálfsögðu
allri skuldinni á Judd sem gerði slíkt
hið sama skömmu síðar. Um það leyti
sem málið kom fyrir rétt voru þau
eins og hundur og köttur og kenndu
hvort öðru um morðið. Réttarhöldin
urðu mikill fjölmiðlamatur og frægt
fólk flykktist í réttarsalinn í hjörðum.
Aula-morðin eða „Dumb-Bell Murd-
er“ var málið kallað í fjölmiðlum.
Réttarhöldin
Við réttarhöldin lýstu þau bæði
yfir sakleysi sínu. Ruth lék hlutverk
þjáðrar eiginkonu og sagði eigin-
mann sinn hafa sýnt henni áhuga-
leysi og ástæða þess að hún leitaði á
önnur mið væri sú að hann hefði gert
hosur sínar grænar fyrir gamalli ást-
konu. „Lover Boy“ hafði að hennar
sögn drukkið ótæpilega, hvatt hana
til að líftryggja eiginmanninn fyrir
50.000 dali. Þegar Judd kom í vitna-
stúkuna lýsti lögfræðingur hans hon-
um sem löghlýðnum borgara sem
hefði verið blekktur og stjórnað af
„slægri, samviskulausri, óeðlilegri
konu, mannlegum snák, djöfli í dul-
argervi“. Lögfræðingurinn hnykkti á
aðstæðum skjólstæðings síns með því
að segja að hann hefði verið „dreginn
í þessa hyldjúpu gjá þegar skynsem-
in var horfin, hugurinn horfinn, karl-
mennskan búin og sinni hans sjúkt
vegna losta og ástríðna“.
Sektardómur
Kviðdómur komst fljótlega að
niðurstöðu og sakborningarnir urðu
furðu lostnir er þeir heyrðu niður-
stöðuna; sekt og refsingin var dauða-
dómur. Judd Gray var tekinn af lífi í
rafmagnsstólnum 12. janúar 1928.
Örfáum mínútum síðar fylgdi
Ruth Snyder í kjölfarið. Nokkrum
dögum áður hafði hún sagt að Guð
hefði fyrirgefið henni og hún vonaði
að umheimurinn gerði það einnig.
Snjöllum fréttamanni frá New York
Daily News tókst að smygla myndavél
inn í dauðaklefann með því að festa
hana við ökkla sinn. Hann náði að
taka mynd í sömu andrá og straum-
urinn hljóp um líkama Ruth og lík-
ami hennar spenntist upp í stólnum.
Ekki fyrir
morgunverð
Ránstilraun á veitinga-
stað Burger King í Michigan
í Bandaríkjunum fór heldur
betur öðruvísi en lagt var upp
með. Ræninginn kom inn á
veitingastaðinn árla morguns,
veifaði skammbyssu og krafðist
peninganna. Afgreiðslumaður-
inn sagði honum að hann gæti
ekki orðið við kröfunum því
ekki væri hægt að opna kassann
nema vegna matarpöntunar.
Ræninginn pantaði þá lauk-
hringi, en afgreiðslumaðurinn
tjáði honum að þeir væru ekki
afgreiddir fyrir morgunverð.
Það var vonsvikinn ræningi
sem yfirgaf veitingastaðinn
tómhentur.
Dýrir vindlar glötuðust í mörgum smáeldsvoðum.
Ekki benda á mig
Belgi einn, sem sakaður var um að hafa framið
skartgriparán í Liége í Belgíu, sagði lögreglu
að það gæti ekki staðist; hann var nefnilega
önnum kafinn við að brjótast inn í skóla á
sama tíma og skartgriparánið átti sér stað.
Ekki byssa
Christopher Jones var fyrir
rétti í Michigan í Bandaríkj-
unum vegna fíkniefnaeignar.
Hann staðhæfði að lögreglan
hefði framkvæmt ólöglega leit á
honum. Saksóknarinn í málinu
upplýsti Jones um að lögregl-
an hefði ekki þurft heimild
því bunga á jakka hans hefði
mögulega verið vegna byssu.
Jones sagði þessa staðhæfingu
fjarstæðu og því til staðfestingar
rétti hann dómaranum jakkann
til skoðunar og fann dómar-
inn kókaín falið í einum vasa.
Dómarinn hló svo mikið að
gera þurfti fimm mínútna hlé á
réttarhöldunum.
Dýrkeypt
olíuskipti
Hin fjörutíu og fimm ára
Amy Brasher var handtekin í
San Antonio í Texas í Bandaríkj-
unum. Ástæðan fyrir handtök-
unni var tilkomin vegna þess
að hún hafði farið með bílinn
sinn á smurverkstæði. Í sjálfu
sér er ekkert ólöglegt við það, en
bifvélavirkinn hafði samband
við lögreglu eftir að hafa opnað
vélarrými bifreiðarinnar. Þar
uppgötvaði hann átján pakkn-
ingar af maríjúana. Samkvæmt
lögreglunni sagði Amy Brasher
að hún hefði ekki gert sér grein
fyrir því að til að skipta um olíu
á vélinni þyrfti að opna húddið.
Virtur blaðamaður skrifaði að Ruth og Judd væru heimskir aular og kallaði málið
Aula-morðin því þau voru svo aulaleg.
AulA-
morðin
Í rafmagnsstóln-
um Blaðamanni
tókst að ná mynd í
sömu andrá og
straumnum var
hleypt á.
Blaðamenn Málið naut mikillar
athygli hjá fjölmiðlum og almenningi.