Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Qupperneq 54
Bardaga- og ævintýraleikurinn Heav-
enly Sword er væntanlegur í verslanir
hérlendis 19. september. Leikurinn er
hannaður af breska fyrirtækinu Ninja
Theory sem var stofnað árið 2004.
Leikurinn kemur aðeins út á Play-
Station 3 og er blanda af bardagalist-
um og eggvopnabardögum. Honum
hefur verið líkt við leiki eins og Ninja
Gaden og God of War.
Leikurinn fjallar um gullfallegu kven-
hetjuna Nariko. Ættbálkur hennar
hefur öldum saman verið verndari
himneska sverðsins sem býr yfir ótrú-
legum kröftum. Sverðið dregur hægt
lífskraftinn úr þeim sem notar það sé
hann dauðlegur maður en ekki Guð.
Hinn illi King Bohan er með sverðið
á heilanum og sendir risaheri sína á
ættbálk Nariko til þess að komast yfir
það. Nariko grípur sverðið að lokum
til að ná fram hefndum gegn Bohan
og herjum hans áður en sverðið tek-
ur líf hennar. Saga hennar er svo sögð
í svokölluðum „flashbacks“ eða end-
urupplifunum.
Leikurinn sjálfur lítur ótrúlega vel út
og grafíkin er alveg mögnuð. Allt að
þúsund karakterar geta birst á skján-
um í einu, að sögn Kyles Shubel, fram-
leiðanda leiksins, og hann vill meina
að það sé aðeins hægt að framkvæma
á PlayStation 3. Leikurinn hefur feng-
ið þá gagnrýni að á sumum stöðum
hökti grafíkin lítillega þegar svo mik-
ið er að gerast en það kemur ekki að
sök þegar spilandinn stendur á blóð-
ugum vígvelli að slást við hundruð
óvina í einu.
The Heavanly Sword, eða himneska
sverðið, birtist í þremur myndum
þegar það er notað. Þegar Nariko beit-
ir hröðum en veikum árásum birtist
sverðið í formi keðju. Þegar jafnvægi
er á milli hraða og skaða birtist sverð-
ið sem tvö stór sverð og þegar það
veldur hámarksskaða birtist það sem
eitt stórt og hægfara tveggja handa
sverð. Líkt og í God of War leið-
ir tölvan mann í gegnum bardaga
með ýmsum möguleikum. Það er að
segja að tákn vissra takka birtast á
skjánum við vissar aðstæður og nýti
maður sér þá leikur Nariko alls kyns
listir. Einng beitir Nariko lásboga
þar sem spilandinn stjórnar örinni
meira eins og skeyti og sendir hana
á áfangastað.
Aðdáendur bardaga- og ævintýra-
leikja ættu ekki að missa af þessum
en sagan um framhald hans hefur
þegar verið skrifuð.
asgeir@dv.is
dóri dna segir:
&
U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s
föstudagur 31. ágúst 200754 Helgarblað DV
leikirtölvu
rogue galaxy – Ps2
LOtr Battle for Middle Earth ... – PC
sims 2 Bon Voyage – PC
Big Brain academy : Wii degree – Wii
transformers – 360/Ps2/Ps3/PsP/WII
Kíktu á þessa
leiKjatölvur
EA PlAyground
í nóvEmbEr
Leikurinn Ea Playground kemur út í
október í Bandaríkjunum en í byrjun
nóvember í Evrópu. Leikurinn, sem
kemur út á Nintendo Wii og ds, er
samansafn af ýmsum smáleikjum. Eins
og nafnið gefur til kynna er verið að
reyna skapa leikvallarstemninguna
heima í stofu og verða leikir eins og
skotbolti í boði.
HAlo 3 í lok
sEPtEmbEr
skotleikurinn Halo 3 er klár og er stefnt á
að koma honum í verslanir vestanhafs
25. september. Það má því búast við
leiknum, sem kemur aðeins út á
Xbox360, hingað til lands í byrjun
október. Leikurinn verður fáanlegur í
þremur útgáfum. Venjulegri útgáfu,
takmarkaðri útgáfu og sögulegri útgáfu.
Þá mun fjórða og svokallaða sérstaka
útgáfan einnig koma út í takmörkuðu
upplagi og kemur hún í litlum hjálmi.
svErÐIÐ
klÝFur bylgJur óvInA
Leikurinn Heavanly Sword á PS3, þar sem kvenhetjan Nariko tekst á við þúsundir óvina,
er væntanlegur í verslanir 19. september.
Nariko Er
söguhetja
leiksins.
Ein á móti þúsund Í
leiknum eru gríðarlega
stórir bardagar.
Magnaður bardagaleik-
ur grafíkin og bardaga-
kerfið lofa mjög góðu.
Innritun og upplýsingar
í síma 561 5620 frá kl. 12-17
Kennsla hefst
10. september
www.schballett.is