Félagsbréf - 01.01.1955, Page 25

Félagsbréf - 01.01.1955, Page 25
til bandaríska skáldsins William Faulkner við móttöku Stúdentafélagsins í hátíðasal Háskólans 15. 10. 1955. Þegar því er að skipta, að gefa til kynna hugarfar íslenzku þjóðarinnar gagnvart mönnum og málefnum, hafa stúdentarnir löngum verið staðgenglar hennar. Svo er og í dag. Þér hafið orðið þess var, kæri herra William Faulkner, hve innilega velkominn þér eruð konum þeim og körlum, sem hér eru mætt, en þó sérstak- lega þeim, er hafa haft ánægjuna og heiðurinn að kynnast yður ofurlítið nánar en í sjón og heyrn af ræðustóli. Eigi að síður mundi yður undra, væruð þér þeirri ófreskisgáfu gæddur, að mega skynja gegn um holt og hæðir, hve einlæglega það hefur glatt ólík- ustu menn út um strjálar byggðir víðlends eylands vors, að fregna gegn um ljósvakann um vinsamlega heimsókn yðar og áhuga fyrir vandamálum einnar fámennustu þjóðar heims, vinsamlega eink- um fyrir það, að þér tókuð það upp hjá sjálfum yður, að koma hér við og kynnast okkur ofurlítið, líta nánara á líf og háttu fyrir- ferðarlítils en sjálfstæðs ríkis, sem á sér að bakhjarli — að Guði almáttugum frátöldum — aðeins tvennt: menningu og réttlæti. Þjóðar, sem ekki hefur borizt á banaspjótum né aðra vopnum veg- ið í ein sjö hundruð ár, en vegna legu síns harðbýla lands, sem um- leikið er úfnum en göfulum höfum, er til þess dæmd, að standa kynslóð eftir kynslóð í fylkingarbrjósti í hjaðningavígum daglegs lífs, mann fram af manni. Þér, kæri William Faulkner, eruð okkur íslendingum alveg sér- stakur aufúsugestur, og ber tvennt til. 1 fyrsta lagi eruð þér ekki aðeins skáld, þér eruð einnig bóndi og búhöldur. En í þessu landi er, enn sem komið er, hver maður bóndi; hvort heldur hann býr eða ekki og enda þótt hann vilji ekki við það kannazt. Vér erum með því marki brenndir, að hér unir sér enginn maður né kona óbyggjandi eða á einhvern hátt yrkjandi orð eða mold, nema hvort

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.